Heyjar og heldur kindur í garði sínum í Seljahverfinu í Breiðholti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2023 21:01 Ólafur R. Dýrmundsson heldur kindur í garðinum sínum í Breiðholti. einar árnason Næst hittum við síðasta bóndann í dalnum, eða svona hér um bil. Hann heldur kindur í garðinum sínum í Breiðholti og er síðasti bóndinn vestan Elliðaáa. Við fórum í heimsókn til kappans sem talar fyrir því að viðhalda örbúskap í þéttbýli. Ólíkt mörgum bændum er Ólafur R. Dýrmundsson, borgarbarn. Hann er 79 ára, ólst upp í Reykjavík og keypti sín fyrstu lömb einungis þrettán ára. Í dag heldur hann kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti. Þegar fréttastofu bar að garði voru kindurnar í afrétt þar sem þær bíta fram að hausti og nýtir Ólafur þá tímann til að rækta matjurtir og lífrænar kartöflur, já og heyja í borg óttans. „Það er voða ánægjulegt ef maður nær því svona, það er þurrt og gott og rosalega góð lykt af því. Hluti af þessu er að finna lyktina af heyinu,“ segir Ólafur og sýnir afraksturinn. Ólafur heyjar í garðinum sínum í Breiðholti. Stundum með orf og ljá.stöð 2 Átti að eyðileggja búskap í borg af ásettu ráði Ólafur er síðasti sauðfjárbóndinn í Reykjavík vestan Elliðaáa og talar fyrir því að fjárbúskapi sé haldið í borg enda tók hann virkan þátt í svokölluðu sauðfjárstríði sem hófst árið 1962 milli borgaryfirvalda og þeirra sem vildu halda kindur innan borgarmarkanna. „Það er eina stríðið sem ég hef tekið þátt í. Það var heilmikil barátta og átti að eyðileggja fjárbúskapinn hér af ásettu ráði. Ég fjalla töluvert um þetta í bók sem kemur út í haust.“ Kisa sem býr í hverfinu heimsækir Ólaf reglulega. Þeim er vel til vina. stöð 2 Hluti af okkar menningu Hann segir fjárbúskap í borg hluta af okkar menningu enda Reykjavík eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og aðild að afrétti og lögskilarétti. „Þannig ég tel að við séum að viðhalda því þannig að við getum miðlað því til yngra fólks ef það vill halda áfram, en þá þurfum við líka að hafa aðstöðu til þess í borginni og ekki útrýma okkur.“ Nokkuð verra en að spila golf? Búskapurinn sé fyrst og fremst áhugamál. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðinn lífsstíll, er það nokkuð verra en að leika golf eða eitthvað svoleiðis? Ég held ekki. Þegar ég er stundum að slá með orf og ljá, það kemur fyrir, þá segi ég stundum við konuna að nú sé eins og ég sé í golfi.“ Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til, á myndinni sést ull af forystusuaðnum Hring sem nýtt verður í prjónaskap.stöð 2 Nágrannarnir sýni skilning Hann segist alltaf hafa verið heppinn með nágranna sem sýni búskapnum skilning. Börnin í næsta húsi komi reglulega yfir að kíkja á kindurnar og halda á nýfæddum lömbum. Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til og ætlar eiginkona hans til að mynda að reyna að prjóna úr ull af forystusauðnum Hring. „Þetta er ullin af honum, hún er svo mjúk. Ull af forystufé er mýkri og fínni en ull af öðru fé.“ Tilfinningatengsl Kindunum er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands og segist Ólafur yfirleitt taka kjötið heim, en ekki alltaf. „Það kemur fyrir hjá mér að ég vil ekki borða af fullorðnu kindunum.“ Hvað kemur þá til, eru það meiri tengsl? „Það eru tilfinningatengsl, það er eins og með gæludýr bara.“ Reykjavík Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Sjá meira
Ólíkt mörgum bændum er Ólafur R. Dýrmundsson, borgarbarn. Hann er 79 ára, ólst upp í Reykjavík og keypti sín fyrstu lömb einungis þrettán ára. Í dag heldur hann kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti. Þegar fréttastofu bar að garði voru kindurnar í afrétt þar sem þær bíta fram að hausti og nýtir Ólafur þá tímann til að rækta matjurtir og lífrænar kartöflur, já og heyja í borg óttans. „Það er voða ánægjulegt ef maður nær því svona, það er þurrt og gott og rosalega góð lykt af því. Hluti af þessu er að finna lyktina af heyinu,“ segir Ólafur og sýnir afraksturinn. Ólafur heyjar í garðinum sínum í Breiðholti. Stundum með orf og ljá.stöð 2 Átti að eyðileggja búskap í borg af ásettu ráði Ólafur er síðasti sauðfjárbóndinn í Reykjavík vestan Elliðaáa og talar fyrir því að fjárbúskapi sé haldið í borg enda tók hann virkan þátt í svokölluðu sauðfjárstríði sem hófst árið 1962 milli borgaryfirvalda og þeirra sem vildu halda kindur innan borgarmarkanna. „Það er eina stríðið sem ég hef tekið þátt í. Það var heilmikil barátta og átti að eyðileggja fjárbúskapinn hér af ásettu ráði. Ég fjalla töluvert um þetta í bók sem kemur út í haust.“ Kisa sem býr í hverfinu heimsækir Ólaf reglulega. Þeim er vel til vina. stöð 2 Hluti af okkar menningu Hann segir fjárbúskap í borg hluta af okkar menningu enda Reykjavík eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og aðild að afrétti og lögskilarétti. „Þannig ég tel að við séum að viðhalda því þannig að við getum miðlað því til yngra fólks ef það vill halda áfram, en þá þurfum við líka að hafa aðstöðu til þess í borginni og ekki útrýma okkur.“ Nokkuð verra en að spila golf? Búskapurinn sé fyrst og fremst áhugamál. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðinn lífsstíll, er það nokkuð verra en að leika golf eða eitthvað svoleiðis? Ég held ekki. Þegar ég er stundum að slá með orf og ljá, það kemur fyrir, þá segi ég stundum við konuna að nú sé eins og ég sé í golfi.“ Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til, á myndinni sést ull af forystusuaðnum Hring sem nýtt verður í prjónaskap.stöð 2 Nágrannarnir sýni skilning Hann segist alltaf hafa verið heppinn með nágranna sem sýni búskapnum skilning. Börnin í næsta húsi komi reglulega yfir að kíkja á kindurnar og halda á nýfæddum lömbum. Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til og ætlar eiginkona hans til að mynda að reyna að prjóna úr ull af forystusauðnum Hring. „Þetta er ullin af honum, hún er svo mjúk. Ull af forystufé er mýkri og fínni en ull af öðru fé.“ Tilfinningatengsl Kindunum er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands og segist Ólafur yfirleitt taka kjötið heim, en ekki alltaf. „Það kemur fyrir hjá mér að ég vil ekki borða af fullorðnu kindunum.“ Hvað kemur þá til, eru það meiri tengsl? „Það eru tilfinningatengsl, það er eins og með gæludýr bara.“
Reykjavík Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Sjá meira