Bankarnir liggi vel við höggi „einhverra hluta vegna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 17:15 Bjarni Benediktsson er ekki hrifinn af frekari skattlagningu á íslensk fjármálafyrirtæki. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra efast um að svokallaður hvalrekaskattur myndi bæta kjör heimilanna eða fyrirtækja. Nóg sé um sérsaka íslenska skatta og frekari skattlagning myndi minnka áhuga fjárfesta á bankakerfinu íslenska. Þetta sagði Bjarni meðal annars í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Til umræðu voru hugmyndir um sérstaka skattlagningu á hagnað banka sem er tilkominn vegna vaxtatekna í því vaxtaumhverfi sem nú er. Íslensku bankarnir högnuðust á fyrri helmingi þessa árs um tugi milljarða sem skýrist einkum af hærri vöxtum. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í gær að leggja slíkan hvalrekaskatt á bankana þar í landi og sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að til greina komi að leggja á sambærilegan skatt hér á landi. Bjarni hóf viðtalið á að telja upp þá sérstöku skatta sem fyrri eru og leggjast á fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar á meðal viðbótarskatt á fjármálafyrirtæki sem hagnast um meira en milljarð, bankaskatt sem og sérstakan fjársýsluskatt. „Þegar við skoðum þessa skatta og berum saman við þá skatta sem er verið að ræða um á Ítalíu, sem leggjast á hluta starfsemi bankanna þar, eins og þetta hefur verið kynnt, þá sýnist mér skattarnir hér heima líklega hærri. Nú erum við að tala um skatta sem eru sérstakir á íslensk fjármálafyrirtæki og eru þegar í gildi,“ sagði Bjarni í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Bankarnir liggi vel við höggi Þá nefnir Bjarni ýmsar reglur um íslenska fjármálakerfið sem settar hafi verið í varúðarskyni eftir bankahrun, reglur um há eiginfjárhlutföll bankanna og áhættumat. „Þegar þetta tvennt er lagt saman þá verð ég að segja að við erum þegar með töluvert miklar kvaðir á íslenska bankakerfið. Ég leyfi mér að efast um það að ef við myndum koma með viðbótarskattlagningu á íslenska fjármálakerfið, að það væri til þess fallið að bæta hag heimilanna eða fyrirtækja í landinu í viðskiptakjörum. Ég sé ekki hvernig það ætti að vera,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Hins vegar eru menn iðulega með hugmyndir um ný útgjaldamál og þá er í sömu andrá komið með hugmyndir að nýjum sköttum. Einhverra hluta vegna liggja bankarnir oft vel við höggi í því sambandi.“ Spurður hvort að heimilin blæði fyrir vaxtamun, á meðan bankarnir hagnist gríðarlega segir Bjarni: „Það er rétt að vaxtamunur hefur verið að aukast á Íslandi. Hann hefur samt ekki hækkað jafn mikið og víðast annars staðar.“ Skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til að auka áhuga fjárfesta Sama staða sé ekki uppi hér á Íslandi og Ítalíu, sem dæmi. Þegar hagnaður bankanna sé skoðaður verði að gera það í samhengi við það eigið fé sem sé búið að binda í bankakerfinu. „Þegar við skoðum það í því ljósi er arðsemin af því fjármagni sem er bundið í íslenska fjármálakerfinu ekki umfram það sem gildir annar staðar,“ segir Bjarni. Það skipti máli að skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til þess að auka áhuga á því að fjárfesta í íslenska bankakerfinu. „Nú höfum við verið sammála um að losa um hlut ríkisins í Íslandsbanka og klára þá sölu þegar fram í sækir. Hugmyndir um að breyta skattaumhverfinu eru held ég ekki góðar til að auka áhuga manna. Sérstaklega þegar þær hugmyndir bætast ofan á aðra sérstaka skatta. Ég sé ekki þörfina eða að tilgangurinn sé nægur með þessum hugmyndum.“ Frekar skuli stjórnvöld einbeita sér að því að missa ekki stjórn á útgjöldum og standa með heimilunum þegar „þess gerist þörf.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þetta sagði Bjarni meðal annars í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Til umræðu voru hugmyndir um sérstaka skattlagningu á hagnað banka sem er tilkominn vegna vaxtatekna í því vaxtaumhverfi sem nú er. Íslensku bankarnir högnuðust á fyrri helmingi þessa árs um tugi milljarða sem skýrist einkum af hærri vöxtum. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í gær að leggja slíkan hvalrekaskatt á bankana þar í landi og sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að til greina komi að leggja á sambærilegan skatt hér á landi. Bjarni hóf viðtalið á að telja upp þá sérstöku skatta sem fyrri eru og leggjast á fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar á meðal viðbótarskatt á fjármálafyrirtæki sem hagnast um meira en milljarð, bankaskatt sem og sérstakan fjársýsluskatt. „Þegar við skoðum þessa skatta og berum saman við þá skatta sem er verið að ræða um á Ítalíu, sem leggjast á hluta starfsemi bankanna þar, eins og þetta hefur verið kynnt, þá sýnist mér skattarnir hér heima líklega hærri. Nú erum við að tala um skatta sem eru sérstakir á íslensk fjármálafyrirtæki og eru þegar í gildi,“ sagði Bjarni í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Bankarnir liggi vel við höggi Þá nefnir Bjarni ýmsar reglur um íslenska fjármálakerfið sem settar hafi verið í varúðarskyni eftir bankahrun, reglur um há eiginfjárhlutföll bankanna og áhættumat. „Þegar þetta tvennt er lagt saman þá verð ég að segja að við erum þegar með töluvert miklar kvaðir á íslenska bankakerfið. Ég leyfi mér að efast um það að ef við myndum koma með viðbótarskattlagningu á íslenska fjármálakerfið, að það væri til þess fallið að bæta hag heimilanna eða fyrirtækja í landinu í viðskiptakjörum. Ég sé ekki hvernig það ætti að vera,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Hins vegar eru menn iðulega með hugmyndir um ný útgjaldamál og þá er í sömu andrá komið með hugmyndir að nýjum sköttum. Einhverra hluta vegna liggja bankarnir oft vel við höggi í því sambandi.“ Spurður hvort að heimilin blæði fyrir vaxtamun, á meðan bankarnir hagnist gríðarlega segir Bjarni: „Það er rétt að vaxtamunur hefur verið að aukast á Íslandi. Hann hefur samt ekki hækkað jafn mikið og víðast annars staðar.“ Skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til að auka áhuga fjárfesta Sama staða sé ekki uppi hér á Íslandi og Ítalíu, sem dæmi. Þegar hagnaður bankanna sé skoðaður verði að gera það í samhengi við það eigið fé sem sé búið að binda í bankakerfinu. „Þegar við skoðum það í því ljósi er arðsemin af því fjármagni sem er bundið í íslenska fjármálakerfinu ekki umfram það sem gildir annar staðar,“ segir Bjarni. Það skipti máli að skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til þess að auka áhuga á því að fjárfesta í íslenska bankakerfinu. „Nú höfum við verið sammála um að losa um hlut ríkisins í Íslandsbanka og klára þá sölu þegar fram í sækir. Hugmyndir um að breyta skattaumhverfinu eru held ég ekki góðar til að auka áhuga manna. Sérstaklega þegar þær hugmyndir bætast ofan á aðra sérstaka skatta. Ég sé ekki þörfina eða að tilgangurinn sé nægur með þessum hugmyndum.“ Frekar skuli stjórnvöld einbeita sér að því að missa ekki stjórn á útgjöldum og standa með heimilunum þegar „þess gerist þörf.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira