Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2023 15:59 Ein af rispunum 23 sem voru tilkynntar á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í lok júlí. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða sama karlmann og er grunaður um að hafa skemmt á þriðja tug bíla með sambærilegum hætti fyrstu helgina í júlí. Um er að ræða mikla ferðahelgi meðal annars á Akureyri þar sem N1 mót ellefu og tólf ára drengja í knattspyrnu fer fram. 23 bílar hið minnsta voru lyklaðir umrædda helgi og beindist grunurinn fljótlega að fyrrnefndum karlmanni. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra að hann eigi sakaferil allt aftur til ársins 2007. Hann hlaut síðast dóm fyrir þjófnað í mars síðastliðinn. Um var að ræða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára. Skilorð sem hann rauf með brotum sínum í febrúar. Þá rispaði hann lakk bíls sem var lagt fyrir utan Glerártorg og svo tveimur dögum síðar rispaði hann lakk bíls fyrir utan World Class við Strandgötu. Var hann dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir brot sín. Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, tjáði fréttastofu í júlí að karlmaðurinn hefði játað á sig hluta skemmdanna í júlí. Reikna má með því að maðurinn verði ákærður fyrir þau brot sín og hans bíði því þyngri refsing þegar málið verður tekið fyrir hjá héraðsdómi. Dómsmál Akureyri Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í lok júlí. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða sama karlmann og er grunaður um að hafa skemmt á þriðja tug bíla með sambærilegum hætti fyrstu helgina í júlí. Um er að ræða mikla ferðahelgi meðal annars á Akureyri þar sem N1 mót ellefu og tólf ára drengja í knattspyrnu fer fram. 23 bílar hið minnsta voru lyklaðir umrædda helgi og beindist grunurinn fljótlega að fyrrnefndum karlmanni. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra að hann eigi sakaferil allt aftur til ársins 2007. Hann hlaut síðast dóm fyrir þjófnað í mars síðastliðinn. Um var að ræða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára. Skilorð sem hann rauf með brotum sínum í febrúar. Þá rispaði hann lakk bíls sem var lagt fyrir utan Glerártorg og svo tveimur dögum síðar rispaði hann lakk bíls fyrir utan World Class við Strandgötu. Var hann dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir brot sín. Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, tjáði fréttastofu í júlí að karlmaðurinn hefði játað á sig hluta skemmdanna í júlí. Reikna má með því að maðurinn verði ákærður fyrir þau brot sín og hans bíði því þyngri refsing þegar málið verður tekið fyrir hjá héraðsdómi.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira