Innlent

Bilaður bíll og umferð hleypt í gegn til skiptis

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hvalfjarðargöng eru lokuð vegna bilaðs bíls.
Hvalfjarðargöng eru lokuð vegna bilaðs bíls. Vísir/Vilhelm

Hval­fjarðar­göngin voru lokuð í tvo og hálfan tíma í morgun vegna bilaðs bíls. Umferð er nú hleypt í gegnum göngin til skiptis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá um­ferðar­deild lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu er lög­reglan ekki á vett­vangi í göngunum.

Ekki hefur náðst í Vega­gerðina vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×