Öflugt jökulhlaup skolaði burt heilu húsunum Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 11:21 Íbúar í Juneau skoða hús sem Mendenhall-áin gróf undan í miklu jökullhlaupi um helgina. AP/Becky Bohrer Engan sakaði þegar jökulhlaup hreif með sér íbúðarhús við bakka Mendenhall-árinnar í Juneau í Alaska í Bandaríkjunum um helgina. Hlaupið var mun kröftugra en fyrri flóð sem hafa orðið á undanförnum árum. Tvö íbúðarhús hrundu í heilu lagi út í ána og hluti af því þriðja þegar hlaupið gróf undan þeim á laugardag. Fimm byggingar til viðbótar voru lýst óíbúðarhæf vegna skemmdanna. Robert Barr, aðstoðarborgarstjóri Juneau, segir þó að mögulegt sé að hægt verði að bjarga einhverjum þeirra með meiriháttar viðgerðum eða uppfyllingu á árbakkanum. Hlaupið fór af stað þegar vatn úr lóni við Mendenhall-jökulinn braut sér leið í gegnum hann og flæddi niður farveg árinnar. Slík flóð hafa átt sér stað á hverju sumri frá 2011. Straumurinn í þeim hefur þó vaxið hægar en í hlaupinu nú, yfirleitt yfir nokkra daga. Áætlað er að hlaupið á laugardag hafi verið helmingi straumþyngra en öflugasta flóðið sem hafði mælst þar áður. Hlaupvatnið skolaði burt mælum sem vísindamenn komu fyrir til þess að safna gögnum um hlaup af þessu tagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Jarðvegurinn við ána er að mestu leyti úr jökulseti sem er laust í sig. Því átti áin auðveldara með að narta í árbakkann þar sem húsin stóðu. Juneau er þriðja fjölmennsta borg Alaska. Bystanders could only watch as a home collapsed into the Mendenhall River in Juneau, Alaska, amid major flooding and erosion caused by a new glacier lake outburst flood. https://t.co/GlRVSHI5Y6 pic.twitter.com/5AfXld6mSY— ABC News (@ABC) August 6, 2023 Féll úr lóni sem hopandi jökull skildi eftir sig Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi ekki komið hlaupinu sem slíku af stað sköpuðu þær aðstæðurnar sem gerðu það mögulegt. Vatnið flæddi úr lóni sem hefur myndast í dæld sem Sjálfsvígsjökullinn skilur eftir sig þegar hann hopar vegna hlýnandi loftslags. Mendenhall-jökullinn teppir lónið en hlaupið varð þegar vatnið náði að brjóta sér leið í gegnum ís og krapa. Það streymdi fyrst niður í Mendenhall-vatnið og þaðan niður farveg árinnar og í gegnum Juneau. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndband af því hvernig yfirborð lónsins við Sjálfsvígsjökulinn lækkaði þegar vatnið braut sér leið í gegnum Mendenhall-jökulinn á laugardag. Andrew Park, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Bandaríkjanna, segir að fyrsta hlaupið úr lóninu hafi átt sér stað í algeru þurrviðri fyrir tólf árum. Það hafi komið sérfræðingum í opna skjöldu þar sem rigningar séu yfirleitt valdur að flóðum af þessu tagi. Þeir komust brátt að því að bráðnunarvatn og úrkoma sem safnast saman í dældinni skapi slíkan þrýsting á Mendenhall-jökulinn að það nái að brjóta sér leið fram hjá honum. Á hverju ári fyllist lónið þar til nægur þrýstingur myndist til þess að vatnið komist fram hjá fyrirstöðu jökulsins. „Vatn finnur leið. Það finnur veikasta punktinn,“ segir Park við Washington Post. Hún sem hrundi að hluta út í Mendenhall-ána á laugardag. Tvö önnur hús hrundu alveg út í ána.AP/Mark Sabbatini/Juneau Empire Varað við hættu á flóðum úr jökullónum á Íslandi Nær ómögulegt er að spá fyrir um slík jökulhlaup. Allt að fimmtán milljónir manna víða um heim gætu verið í hættu af hlaupum af þessu tagi, meiri en helmingur þeirra í Indlandi, Pakistan, Perú og Kína samkvæmt rannsókn sem birtist fyrr á þessu ári. Allt að sex þúsund manns fórust í einu mannskæðasta jökulhlaupinu í Perú árið 1941. Hlaup úr jökullóni í Bresku Kólumbíu í Kanada fyrir þremur árum er talið hafa náð allt að hundrað metrum en engan sakaði í því. Jökulhlaup á Íslandi verða aðallega þegar vatn sem hefur safnast saman vegna jarðhita eða eldgosa undir jökli brýst fram. Á undanförnum árum hafa jarðfræðingar varað við hættunni á annars konar hlaupum sem geta komið úr lónum við sporða hopandi jökla við grjóthrun úr óstöðugum hlíðum sem jöklarnir skilja eftir. Hér á landi hafa tvö stór berghlaup fallið á jökla á síðastliðinni hálfri öld. Árið 1967 féll mjög stórt berghlaup ofan Steinsholtsjökuls, sem gengur norður úr Eyjafjallajökli, og árið 2007 féll berghlaup á Morsárjökul í sunnanverðum Vatnajökli. Bandaríkin Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Sjá meira
Tvö íbúðarhús hrundu í heilu lagi út í ána og hluti af því þriðja þegar hlaupið gróf undan þeim á laugardag. Fimm byggingar til viðbótar voru lýst óíbúðarhæf vegna skemmdanna. Robert Barr, aðstoðarborgarstjóri Juneau, segir þó að mögulegt sé að hægt verði að bjarga einhverjum þeirra með meiriháttar viðgerðum eða uppfyllingu á árbakkanum. Hlaupið fór af stað þegar vatn úr lóni við Mendenhall-jökulinn braut sér leið í gegnum hann og flæddi niður farveg árinnar. Slík flóð hafa átt sér stað á hverju sumri frá 2011. Straumurinn í þeim hefur þó vaxið hægar en í hlaupinu nú, yfirleitt yfir nokkra daga. Áætlað er að hlaupið á laugardag hafi verið helmingi straumþyngra en öflugasta flóðið sem hafði mælst þar áður. Hlaupvatnið skolaði burt mælum sem vísindamenn komu fyrir til þess að safna gögnum um hlaup af þessu tagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Jarðvegurinn við ána er að mestu leyti úr jökulseti sem er laust í sig. Því átti áin auðveldara með að narta í árbakkann þar sem húsin stóðu. Juneau er þriðja fjölmennsta borg Alaska. Bystanders could only watch as a home collapsed into the Mendenhall River in Juneau, Alaska, amid major flooding and erosion caused by a new glacier lake outburst flood. https://t.co/GlRVSHI5Y6 pic.twitter.com/5AfXld6mSY— ABC News (@ABC) August 6, 2023 Féll úr lóni sem hopandi jökull skildi eftir sig Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi ekki komið hlaupinu sem slíku af stað sköpuðu þær aðstæðurnar sem gerðu það mögulegt. Vatnið flæddi úr lóni sem hefur myndast í dæld sem Sjálfsvígsjökullinn skilur eftir sig þegar hann hopar vegna hlýnandi loftslags. Mendenhall-jökullinn teppir lónið en hlaupið varð þegar vatnið náði að brjóta sér leið í gegnum ís og krapa. Það streymdi fyrst niður í Mendenhall-vatnið og þaðan niður farveg árinnar og í gegnum Juneau. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndband af því hvernig yfirborð lónsins við Sjálfsvígsjökulinn lækkaði þegar vatnið braut sér leið í gegnum Mendenhall-jökulinn á laugardag. Andrew Park, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Bandaríkjanna, segir að fyrsta hlaupið úr lóninu hafi átt sér stað í algeru þurrviðri fyrir tólf árum. Það hafi komið sérfræðingum í opna skjöldu þar sem rigningar séu yfirleitt valdur að flóðum af þessu tagi. Þeir komust brátt að því að bráðnunarvatn og úrkoma sem safnast saman í dældinni skapi slíkan þrýsting á Mendenhall-jökulinn að það nái að brjóta sér leið fram hjá honum. Á hverju ári fyllist lónið þar til nægur þrýstingur myndist til þess að vatnið komist fram hjá fyrirstöðu jökulsins. „Vatn finnur leið. Það finnur veikasta punktinn,“ segir Park við Washington Post. Hún sem hrundi að hluta út í Mendenhall-ána á laugardag. Tvö önnur hús hrundu alveg út í ána.AP/Mark Sabbatini/Juneau Empire Varað við hættu á flóðum úr jökullónum á Íslandi Nær ómögulegt er að spá fyrir um slík jökulhlaup. Allt að fimmtán milljónir manna víða um heim gætu verið í hættu af hlaupum af þessu tagi, meiri en helmingur þeirra í Indlandi, Pakistan, Perú og Kína samkvæmt rannsókn sem birtist fyrr á þessu ári. Allt að sex þúsund manns fórust í einu mannskæðasta jökulhlaupinu í Perú árið 1941. Hlaup úr jökullóni í Bresku Kólumbíu í Kanada fyrir þremur árum er talið hafa náð allt að hundrað metrum en engan sakaði í því. Jökulhlaup á Íslandi verða aðallega þegar vatn sem hefur safnast saman vegna jarðhita eða eldgosa undir jökli brýst fram. Á undanförnum árum hafa jarðfræðingar varað við hættunni á annars konar hlaupum sem geta komið úr lónum við sporða hopandi jökla við grjóthrun úr óstöðugum hlíðum sem jöklarnir skilja eftir. Hér á landi hafa tvö stór berghlaup fallið á jökla á síðastliðinni hálfri öld. Árið 1967 féll mjög stórt berghlaup ofan Steinsholtsjökuls, sem gengur norður úr Eyjafjallajökli, og árið 2007 féll berghlaup á Morsárjökul í sunnanverðum Vatnajökli.
Bandaríkin Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Sjá meira