Arsenal sagt vilja fá 9,7 milljarða fyrir leikmann sem kemst ekki í hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2023 15:01 Folarin Balogun á ekki framtíð hjá Arsenal þrátt fyrir að vera ungur leikmaður sem hefur þegar sannað sig í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Getty/Harry Langer Arsenal hefur hafnað tilboði í bandaríska landsliðsframherjann Folarin Balogun en knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur þó engin not fyrir hann. Samkvæmt heimildum ESPN þá hafnaði Arsenal tilboði frá franska félaginu Mónakó og er sagt vilja frá 58 milljónir punda fyrir leikmanninn eða meira en 9,7 milljarða íslenskra króna. Ítalska félagið Internazionale hefur einnig áhuga á Balogun sem sló í gegn í frönsku deildinni á síðustu leiktíð. Hann sjálfur er sagður hafa mestan áhuga á að fara til ítalska stórliðsins en forráðamenn Inter hafa ekki efni á því að borga svona mikið. Folarin Balogun keen on move to Inter, but #AFC will have to drop price. Inter hoping for a total package of under 40m. Arsenal want 50-55m. Inter need a reduction but are cautiously optimistic Arsenal will come down. Inter's budget basically the same as for Romelu Lukaku. pic.twitter.com/I5ICcfyDC0— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 4, 2023 Hinn 22 ára gamli Balogun skoraði 21 mark í 34 leikjum með Reims á síðasta tímabili. Balogun er uppalinn hjá Arsenal og kom til félagsins fyrst árið 2008 þegar hann var aðeins sjö ára gamall. Það sem vekur mesta athygli er að Arsenal skuli ekki gefa honum tækifæri og ekki einu sinni þótt að Gabriel Jesus sé meiddur og verði frá fyrstu vikur tímabilsins. Kai Havertz og Eddie Nketiah eru framar í goggunarröðinni í framherjastöðu liðsins og Balogun kemst ekki einu sinni í leikmannahópinn. Balogun á tvö ár eftir af samningi sínum en hefur verið lánaður til Middlesbrough og Reims undanfarin tvö tímabil. Hann lýsti því yfir í sumar að hann færi ekki aftur frá félaginu á láni og verður því væntanlega seldur. Arsenal are reluctant to let Folarin Balogun leave for any less than their valuation of £50million.Inter Milan can t afford him but more teams are expected to arrive with bids soon. Arsenal remain confident they will get close to what they want. pic.twitter.com/2YCDcrozJd— now.arsenal (@now_arsenaI) August 1, 2023 Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Samkvæmt heimildum ESPN þá hafnaði Arsenal tilboði frá franska félaginu Mónakó og er sagt vilja frá 58 milljónir punda fyrir leikmanninn eða meira en 9,7 milljarða íslenskra króna. Ítalska félagið Internazionale hefur einnig áhuga á Balogun sem sló í gegn í frönsku deildinni á síðustu leiktíð. Hann sjálfur er sagður hafa mestan áhuga á að fara til ítalska stórliðsins en forráðamenn Inter hafa ekki efni á því að borga svona mikið. Folarin Balogun keen on move to Inter, but #AFC will have to drop price. Inter hoping for a total package of under 40m. Arsenal want 50-55m. Inter need a reduction but are cautiously optimistic Arsenal will come down. Inter's budget basically the same as for Romelu Lukaku. pic.twitter.com/I5ICcfyDC0— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 4, 2023 Hinn 22 ára gamli Balogun skoraði 21 mark í 34 leikjum með Reims á síðasta tímabili. Balogun er uppalinn hjá Arsenal og kom til félagsins fyrst árið 2008 þegar hann var aðeins sjö ára gamall. Það sem vekur mesta athygli er að Arsenal skuli ekki gefa honum tækifæri og ekki einu sinni þótt að Gabriel Jesus sé meiddur og verði frá fyrstu vikur tímabilsins. Kai Havertz og Eddie Nketiah eru framar í goggunarröðinni í framherjastöðu liðsins og Balogun kemst ekki einu sinni í leikmannahópinn. Balogun á tvö ár eftir af samningi sínum en hefur verið lánaður til Middlesbrough og Reims undanfarin tvö tímabil. Hann lýsti því yfir í sumar að hann færi ekki aftur frá félaginu á láni og verður því væntanlega seldur. Arsenal are reluctant to let Folarin Balogun leave for any less than their valuation of £50million.Inter Milan can t afford him but more teams are expected to arrive with bids soon. Arsenal remain confident they will get close to what they want. pic.twitter.com/2YCDcrozJd— now.arsenal (@now_arsenaI) August 1, 2023
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira