„Mjög ólíklegt að hún verði með í bikarúrslitaleiknum“ Kári Mímisson skrifar 7. ágúst 2023 19:21 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir sigur liðsins gegn Þór/KA í dag. „Ég er bara hrikalega stoltur og ánægður með stelpurnar. Hvernig við náðum að snúa þessu við. Við byrjuðum illa. Fyrri hálfleikur var bara slakur hjá okkur, illa spilaður. Við vorum opnar varnarlega og við buðum þeim upp á nákvæmlega þeirra styrkleika, sem við töldum okkur hafa undirbúið að gera ekki. Við lendum undir og Þór/KA er náttúrulega vel skipulagt lið, gott lið, sem að refsar vel. Þannig að við gerðum okkur þetta mjög erfitt fyrir. Slakar í fyrri en hvernig við náðum að koma inn í seinni, snúa þessu og klára þetta. Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum.“ Gestirnir stýrðu leiknum framan af og voru betri aðili leiksins en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn höfðu Blikar ágætis tök á leiknum. En hver var vendipunkturinn í seinni hálfleik? „Það eru nokkrir vendipunktar kannski. Ég meina, fyrsta skrefið var að ná jöfnunarmarki og svo var þetta bara mikil barátta að ná marki númer tvö. Þá fannst mér leikurinn svolítið detta niður og við vera með hann under control. En við fáum á okkur jöfnunarmark eftir hratt upphlaup og þá er allt upp í loft. Þá getur þú talað um helvíti mikinn vendipunkt þegar að Katrín Ásbjörnsdóttir skorar þriðja markið eftir horn. Þá fannst mér við einhvern veginn vera með þetta.“ Breiðablik er á leiðinni í bikarúrslitaleikinn á föstudaginn. Andstæðingurinn er Víkingur en þær voru einmitt mættar á Kópavogsvöll í dag þar sem þær mættu varaliði Breiðabliks, Augnablik, í Lengjudeild kvenna. Kveikti það eitthvað í ykkur að sjá þær mættar í stúkuna undir lokin? „Já það er spurning, kannski kveikti það eitthvað í okkur. Nei nei, það er náttúrulega bara fullt undir í þessum leik og stelpurnar vita það. Við viljum vinna þessa leiki. Þetta eru dýrmæt stig þannig það er margt sem að kveikir í okkur. Við viljum hafa góða viku framundan í undirbúning fyrir bikarúrslitaleikinn. Núna fáum við okkur að borða og horfum á Víkingsstelpurnar spila við Augnablik þannig að það er í báðar áttir.“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, fór meidd af velli snemma í seinni hálfleik. Hún sást svo eftir leik á hækjum. Ásmundur segist ekki vita hver staðan er á henni eins og er. „Við vitum ekki alveg hver staðan er. Hún bara steig í fótinn og það small undir ilinni, hvort það er í sininni eða beinum, það verður bara að koma í ljós. Þannig að það er óljóst.“ Þannig að Ásta verður sennilega með í Bikarúrslitunum? „Myndi segja mjög ólíklegt.“ Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
„Ég er bara hrikalega stoltur og ánægður með stelpurnar. Hvernig við náðum að snúa þessu við. Við byrjuðum illa. Fyrri hálfleikur var bara slakur hjá okkur, illa spilaður. Við vorum opnar varnarlega og við buðum þeim upp á nákvæmlega þeirra styrkleika, sem við töldum okkur hafa undirbúið að gera ekki. Við lendum undir og Þór/KA er náttúrulega vel skipulagt lið, gott lið, sem að refsar vel. Þannig að við gerðum okkur þetta mjög erfitt fyrir. Slakar í fyrri en hvernig við náðum að koma inn í seinni, snúa þessu og klára þetta. Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum.“ Gestirnir stýrðu leiknum framan af og voru betri aðili leiksins en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn höfðu Blikar ágætis tök á leiknum. En hver var vendipunkturinn í seinni hálfleik? „Það eru nokkrir vendipunktar kannski. Ég meina, fyrsta skrefið var að ná jöfnunarmarki og svo var þetta bara mikil barátta að ná marki númer tvö. Þá fannst mér leikurinn svolítið detta niður og við vera með hann under control. En við fáum á okkur jöfnunarmark eftir hratt upphlaup og þá er allt upp í loft. Þá getur þú talað um helvíti mikinn vendipunkt þegar að Katrín Ásbjörnsdóttir skorar þriðja markið eftir horn. Þá fannst mér við einhvern veginn vera með þetta.“ Breiðablik er á leiðinni í bikarúrslitaleikinn á föstudaginn. Andstæðingurinn er Víkingur en þær voru einmitt mættar á Kópavogsvöll í dag þar sem þær mættu varaliði Breiðabliks, Augnablik, í Lengjudeild kvenna. Kveikti það eitthvað í ykkur að sjá þær mættar í stúkuna undir lokin? „Já það er spurning, kannski kveikti það eitthvað í okkur. Nei nei, það er náttúrulega bara fullt undir í þessum leik og stelpurnar vita það. Við viljum vinna þessa leiki. Þetta eru dýrmæt stig þannig það er margt sem að kveikir í okkur. Við viljum hafa góða viku framundan í undirbúning fyrir bikarúrslitaleikinn. Núna fáum við okkur að borða og horfum á Víkingsstelpurnar spila við Augnablik þannig að það er í báðar áttir.“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, fór meidd af velli snemma í seinni hálfleik. Hún sást svo eftir leik á hækjum. Ásmundur segist ekki vita hver staðan er á henni eins og er. „Við vitum ekki alveg hver staðan er. Hún bara steig í fótinn og það small undir ilinni, hvort það er í sininni eða beinum, það verður bara að koma í ljós. Þannig að það er óljóst.“ Þannig að Ásta verður sennilega með í Bikarúrslitunum? „Myndi segja mjög ólíklegt.“
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“