Frosti hleypur með hryssuna Gjöf í taumi út um allt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2023 20:04 Frosti að teyma Gjöf í hesthúsahverfinu í Grindavík. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Samband hundsins Frosta og hryssunnar Gjafar í Grindavík er einstakt því Frosti sér um að halda Gjöf í formi með því að láta hana hlaupa á eftir sér með tauminn hennar í munninum. Þá er eigandi Gjafar búin að kenna henni að brosa. Sylvía Sól Magnúsdóttir er mögnuð stelpa í Grindavík, sem er með nokkra hesta í hesthúsahverfi bæjarins og svo á hún hundinn Frosta, sem er þriggja ára. Mamma Sylvíu, Jóhanna er með hestaleigu þar sem alltaf er nóg að gera og hún er líka með reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Hryssan Gjöf er ansi mögnuð og Frosti ekki síður því þau fara daglega út að hlaupa saman og stundum nokkrum sinnum á dag. Hann er þá með taum hryssunnar í munninum. „Honum finnst mjög gaman að teyma hross yfirhöfuð. Ég á til dæmis myndband af honum gera þetta þegar hann var þriggja mánaða með Gjöf, þannig að hann hefur haft áhuga á þessu lengi,” segir Sylvía Sól. Frosti elskar að fara á hestbak á Gjöf. Hér eru þau með eiganda sínum, Sylvíu Sól Magnúsdóttur í Grindavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Frosti alltaf spenntur að fara út að hlaupa með hryssuna ? „Já, alltaf spenntur, maður sér það því ef maður setur múlinn á Gjöf þá er hann alltaf tilbúin að taka við taumnum.” Og hvað finnst hestunum um þetta? „Gjöf finnst þetta ekkert mál en þau taka þessu mismunandi, það eru ekkert allir sem geta þetta, ekki allir sem vilja láta hann teyma sig,” segir Sylvía Sól En þetta hlýtur að létta á þínum störfum að þurfa ekki að hreyfa hrossið jafn mikið ? „Já, það er fínt að geta sent hann bara út að skokka með hrossin”, segir hún hlægjandi. Sylvía Sól segir Frosta magnaðan og skemmtilegan hund. „Já, hann er mjög skemmtilegur og orkumikill hundur alveg fluggáfaður, rosalega fljótur að læra. Mér finnst það lýsa honum best. Svo finnst honum mjög gaman að fara á hestbak eins og mér,” segir Sylvía montinn með Frosta sinn. En hvað finnst mömmu Sylvíu um þessa hæfileika Frosta og Gjafar? „Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og gaman að fylgjast með þeim og Sylvíu og hundinum saman, þau eru bara eitt. Hryssan er líka bara einstök að leyfa Frosta þetta, ég myndi ekki treysta hvaða hesti, sem er að fara með honum, það yrði örugglega akkúrat í hina áttina,” segir Jóhanna Harðardóttir. Jóhanna mamma Sylvíu er mjög stolt af henni og því, sem hún hefur kennt Frosta og hestunum, ekki síst henni Gjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki allt búið því Sylvía hefur kennt Gjöf að brosa þegar hún biður hana um það og fær hún hryssan sérstök verðlaun í staðinn. Það er gott að brosa hvort sem þú ert hestur eða maður eins og Gjöf sýnir hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sylvía segir að það hafi ekki verið neitt mál að kenna Gjöf að "brosa" enda sé hún æðisleg hryssa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Hestar Landbúnaður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Sylvía Sól Magnúsdóttir er mögnuð stelpa í Grindavík, sem er með nokkra hesta í hesthúsahverfi bæjarins og svo á hún hundinn Frosta, sem er þriggja ára. Mamma Sylvíu, Jóhanna er með hestaleigu þar sem alltaf er nóg að gera og hún er líka með reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Hryssan Gjöf er ansi mögnuð og Frosti ekki síður því þau fara daglega út að hlaupa saman og stundum nokkrum sinnum á dag. Hann er þá með taum hryssunnar í munninum. „Honum finnst mjög gaman að teyma hross yfirhöfuð. Ég á til dæmis myndband af honum gera þetta þegar hann var þriggja mánaða með Gjöf, þannig að hann hefur haft áhuga á þessu lengi,” segir Sylvía Sól. Frosti elskar að fara á hestbak á Gjöf. Hér eru þau með eiganda sínum, Sylvíu Sól Magnúsdóttur í Grindavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Frosti alltaf spenntur að fara út að hlaupa með hryssuna ? „Já, alltaf spenntur, maður sér það því ef maður setur múlinn á Gjöf þá er hann alltaf tilbúin að taka við taumnum.” Og hvað finnst hestunum um þetta? „Gjöf finnst þetta ekkert mál en þau taka þessu mismunandi, það eru ekkert allir sem geta þetta, ekki allir sem vilja láta hann teyma sig,” segir Sylvía Sól En þetta hlýtur að létta á þínum störfum að þurfa ekki að hreyfa hrossið jafn mikið ? „Já, það er fínt að geta sent hann bara út að skokka með hrossin”, segir hún hlægjandi. Sylvía Sól segir Frosta magnaðan og skemmtilegan hund. „Já, hann er mjög skemmtilegur og orkumikill hundur alveg fluggáfaður, rosalega fljótur að læra. Mér finnst það lýsa honum best. Svo finnst honum mjög gaman að fara á hestbak eins og mér,” segir Sylvía montinn með Frosta sinn. En hvað finnst mömmu Sylvíu um þessa hæfileika Frosta og Gjafar? „Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og gaman að fylgjast með þeim og Sylvíu og hundinum saman, þau eru bara eitt. Hryssan er líka bara einstök að leyfa Frosta þetta, ég myndi ekki treysta hvaða hesti, sem er að fara með honum, það yrði örugglega akkúrat í hina áttina,” segir Jóhanna Harðardóttir. Jóhanna mamma Sylvíu er mjög stolt af henni og því, sem hún hefur kennt Frosta og hestunum, ekki síst henni Gjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki allt búið því Sylvía hefur kennt Gjöf að brosa þegar hún biður hana um það og fær hún hryssan sérstök verðlaun í staðinn. Það er gott að brosa hvort sem þú ert hestur eða maður eins og Gjöf sýnir hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sylvía segir að það hafi ekki verið neitt mál að kenna Gjöf að "brosa" enda sé hún æðisleg hryssa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Hestar Landbúnaður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira