Enski boltinn

Kane hlóð í fernu og Man Utd gerði jafntefli í Dublin

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Verður Harry Kane áfram hjá Tottenham?
Verður Harry Kane áfram hjá Tottenham? vísir/Getty

Enska úrvalsdeildin í fótbolta hefst um næstu helgi og eru liðin nú að leggja lokahönd á undirbúning fyrir komandi tímabil.

Manchester United lék sinn síðasta æfingaleik í dag þegar enska stórveldið mætti Athletic Bilbao en leikið var í Dublin á Írlandi og tefldi Erik Ten Hag fram þeim leikmönnum sem tóku ekki mikinn þátt í æfingaleik Man Utd gegn Lens á Old Trafford í gær.

Leiknum í dag lauk með 1-1 jafntefli þar sem Facundo Pellistri jafnaði metin fyrir Man Utd á lokamínútu leiksins eftir að Nico Williams hafði náð forystunni fyrir Athletic Bilbao í fyrri hálfleik. 

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Harry Kane að undanförnu en hann var allt í öllu þegar Tottenham vann 5-1 sigur á Shakhtar í síðasta æfingaleik sínum. Kane bar fyrirliðaband Tottenham og skoraði fjögur mörk í leiknum áður en ungstirnið Dane Scarlett innsiglaði sigur Tottenham.

Harvey Barnes gerir tilkall til byrjunarliðssætis hjá Newcastle United en hann gekk nýverið í raðir félagsins frá Leicester og skoraði tvö mörk þegar Newcastle vann öruggan 4-0 sigur á Villarreal í dag.  Jacob Murphy og Joelinton skoruðu hin tvö mörk Newcastle.

Enska úrvalsdeildin hefst næstkomandi föstudag með leik nýliða Burnley og Englandsmeistara Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×