Enski boltinn

Dýrlingarnir unnu nýliðaslaginn með naumindum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Che Adams fagnar sigurmarkinu.
Che Adams fagnar sigurmarkinu. vísir/Getty

Enska B-deildin í fótbolta hófst í kvöld með nýliðaslag þar sem Southampton, nýfallnir úr úrvalsdeildinni, heimsóttu Sheffield Wednesday sem eru nýkomnir upp úr C-deildinni.

Adam Armstrong kom Southampton yfir snemma leiks eftir undirbúning Nathan Tella og leiddu gestirnir með einu marki gegn engu í leikhléi.

Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Lee Gregory metin fyrir Miðvikudagsmenn og lengi vel stefndi í jafntefli. Allt þar til á 87.mínútu þegar Che Adams tryggði Dýrlingunum sigurinn eftir stoðsendingu frá James Ward-Prowse.

Lokatölur því 1-2 fyrir Southampton.

Belgíski miðjumaðurinn Romeo Lavia sat allan tímann á varamannabekk Southampton en allar líkur eru taldar á því að hann muni ganga til liðs við Liverpool áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×