Réttur dagur til að láta svæfa hund vegna elli eða hægfara veikinda Hallgerður Hauksdóttir skrifar 4. ágúst 2023 15:01 Þegar hundar veikjast eða slasast illa þá leiðbeinir dýralæknir um hvenær óhjákvæmilegt er að svæfa. Málið vandast við hægvaxandi veikindi eða ellikvilla, þar er svigrúm fyrir hendi og ákvörðun hvílir meira á herðum eiganda. Þá er hægt að velja á milli tveggja rangra daga til að láta svæfa, rangra af ólíkum ástæðum en báðir rangir af því það er alltaf ömurlegt að missa elskaðan hund. Fólk sem er að reyna að ákveða rétta daginn þarf að átta sig á að réttur dagur er iðulega ekki í boði. Svæfing er framundan þegar meðhöndlun dugir hundi ekki sæmilega lengur. Fremur einföld viðmið gilda frá hundinum sjálfum séð, en hér er gefið að hann eigi góða eigendur, gott heimili og njóti þjónustu dýralæknis. Það er í sjálfu sér enginn glæpur að vera gamall eða lasinn hundur og lifa við það ef lífsgæðin eru ásættanleg. Ef hundurinn er að öðru leyti líkur sjálfum sér þá eru viðmiðin þrjú þessi: nærist eðlilega, skilar eðlilega og sýnir áhuga/vill vera með í því vanalega. Þegar eitt af þessu bregst eða þrengir að öllu þrennu þá stendur valið á milli tveggja rangra daga. Á þessum tíma er hætt við að fólk leiti logandi ljósi að rétta deginum til að láta svæfa og að fá jafnframt sem lengstan tíma með hundinum. Óhjákvæmilegt er að líkna hundunum okkar, við berum þessa ábygð. Leit að réttum degi fylgir gríðarmikið álag og betra er að miða við val um aðeins tvo ranga daga. Hér eru valkostirnir: annað hvort er staða hundsins þannig að það upplifist enn of snemmt að láta svæfa – eða það er dregið of lengi og því orðið aðeins of seint þegar að því kemur. Flest fólk sér það eftir á hvort það valdi seinni daginn. Það getur eftir á miðað nokkurn vegin út hversu löngu fyrr hefði verið rétt að panta hjá dýralækninum. En þá hefði það valið fyrri daginn og á þeim tíma án þess að geta miðað þetta út og því upplifast of snemmt. Hundsins vegna er betra að velja fyrri daginn, enda ekkert annað framundan en seinni og verri dagurinn fyrir hann. Þarna getur sú staða myndast að hundur tórir við engin lífsgæði af því eigandinn er að leita að rétta deginum, treystir sér ekki til að velja þann fyrri ranga og endar því á þeim síðari ranga. Það er mjög erfitt að veita hundi líkn á fyrri deginum því við veigrum okkur við hinu óumflýjanlega. Sú veigrun getur birst sem leit að „rétta“ deginum. Ég veit hvað þetta er ótrúlega erfið staða fyrir fólk sem elskar hundana sína sem fjölskyldumeðlimi. Greinin er skrifuð eftir veitta lexíu hundsins Lísu Lottu sem var með bilaðar hjartalokur og var svæfð seinni ranga daginn eftir langa leit að rétta deginum og veitta lexíu hundsins Jaka sem var með krabba í milta og var með átaki valinn fyrri rangi dagurinn. Bæði nutu frábærrar aðstoðar dýralækna og alls mögulegs atlætis heima við. Niðurstaðan er að fyrri rangi dagurinn er betri, erfiðari fyrir eigandann en betri fyrir bæði þegar upp er staðið og lexían er að það eru bara í boði dagurinn sem okkur fannst það aðeins of snemmt eða dagurinn sem við vitum að það var orðið aðeins of seint. Vonandi getur þessi hugleiðing orðið fleiri hundaeigendum að gagni í þessum erfiðu sporum. Við sem höfum einhvern tíma valið seinni ranga daginn skulum samt alls ekki álasa okkur, þetta blasir engan vegin við og mest áríðandi er að hundarnir okkar vissu hvað þau voru okkur innilega hjartfólgin og ómissandi. Höfundur er hundaeigandi, með einn öldung í heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar hundar veikjast eða slasast illa þá leiðbeinir dýralæknir um hvenær óhjákvæmilegt er að svæfa. Málið vandast við hægvaxandi veikindi eða ellikvilla, þar er svigrúm fyrir hendi og ákvörðun hvílir meira á herðum eiganda. Þá er hægt að velja á milli tveggja rangra daga til að láta svæfa, rangra af ólíkum ástæðum en báðir rangir af því það er alltaf ömurlegt að missa elskaðan hund. Fólk sem er að reyna að ákveða rétta daginn þarf að átta sig á að réttur dagur er iðulega ekki í boði. Svæfing er framundan þegar meðhöndlun dugir hundi ekki sæmilega lengur. Fremur einföld viðmið gilda frá hundinum sjálfum séð, en hér er gefið að hann eigi góða eigendur, gott heimili og njóti þjónustu dýralæknis. Það er í sjálfu sér enginn glæpur að vera gamall eða lasinn hundur og lifa við það ef lífsgæðin eru ásættanleg. Ef hundurinn er að öðru leyti líkur sjálfum sér þá eru viðmiðin þrjú þessi: nærist eðlilega, skilar eðlilega og sýnir áhuga/vill vera með í því vanalega. Þegar eitt af þessu bregst eða þrengir að öllu þrennu þá stendur valið á milli tveggja rangra daga. Á þessum tíma er hætt við að fólk leiti logandi ljósi að rétta deginum til að láta svæfa og að fá jafnframt sem lengstan tíma með hundinum. Óhjákvæmilegt er að líkna hundunum okkar, við berum þessa ábygð. Leit að réttum degi fylgir gríðarmikið álag og betra er að miða við val um aðeins tvo ranga daga. Hér eru valkostirnir: annað hvort er staða hundsins þannig að það upplifist enn of snemmt að láta svæfa – eða það er dregið of lengi og því orðið aðeins of seint þegar að því kemur. Flest fólk sér það eftir á hvort það valdi seinni daginn. Það getur eftir á miðað nokkurn vegin út hversu löngu fyrr hefði verið rétt að panta hjá dýralækninum. En þá hefði það valið fyrri daginn og á þeim tíma án þess að geta miðað þetta út og því upplifast of snemmt. Hundsins vegna er betra að velja fyrri daginn, enda ekkert annað framundan en seinni og verri dagurinn fyrir hann. Þarna getur sú staða myndast að hundur tórir við engin lífsgæði af því eigandinn er að leita að rétta deginum, treystir sér ekki til að velja þann fyrri ranga og endar því á þeim síðari ranga. Það er mjög erfitt að veita hundi líkn á fyrri deginum því við veigrum okkur við hinu óumflýjanlega. Sú veigrun getur birst sem leit að „rétta“ deginum. Ég veit hvað þetta er ótrúlega erfið staða fyrir fólk sem elskar hundana sína sem fjölskyldumeðlimi. Greinin er skrifuð eftir veitta lexíu hundsins Lísu Lottu sem var með bilaðar hjartalokur og var svæfð seinni ranga daginn eftir langa leit að rétta deginum og veitta lexíu hundsins Jaka sem var með krabba í milta og var með átaki valinn fyrri rangi dagurinn. Bæði nutu frábærrar aðstoðar dýralækna og alls mögulegs atlætis heima við. Niðurstaðan er að fyrri rangi dagurinn er betri, erfiðari fyrir eigandann en betri fyrir bæði þegar upp er staðið og lexían er að það eru bara í boði dagurinn sem okkur fannst það aðeins of snemmt eða dagurinn sem við vitum að það var orðið aðeins of seint. Vonandi getur þessi hugleiðing orðið fleiri hundaeigendum að gagni í þessum erfiðu sporum. Við sem höfum einhvern tíma valið seinni ranga daginn skulum samt alls ekki álasa okkur, þetta blasir engan vegin við og mest áríðandi er að hundarnir okkar vissu hvað þau voru okkur innilega hjartfólgin og ómissandi. Höfundur er hundaeigandi, með einn öldung í heimili.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun