Katrín Tanja og Björgvin Karl öflug á fjallahjólinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 15:45 Björgvin Karl Guðmundsson var mjög flottur í fyrstu grein heimsleikanna í ár. @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjuðu sína tíundu heimsleika í CrossFit með flottri frammistöðu í fyrstu grein. Katrín Tanja var öflug á fjallahjólinu og var í baráttunni um efstu sætin á lokasprettinum. Hún endaði í fjórða sætinu eftir hörku endasprett. Hún fær því 91 stig fyrir fyrstu grein. Björgvin Karl sýndi góð tilþrif á hjólinu og varð í fimmta sæti en hann hélt sig meðal fremstu manna allan tímann. Hann fær því 88 stig fyrir fyrstu grein. Keppnin var frekar ruglingsleg fyrir áhorfendur og það gekk líka mjög illa að staðfesta úrslitin. Lokastaða Anníe Mistar Þórisdóttur er ekki ljós þegar þetta er skrifað. Örygglega margir að endurhlaða úrslitasíðu heimsleikanna þessa stundina. Uppfært: Anníe Mist endaði í ellefta sætinu í fyrstu grein. Keppendur áttu að reyna að komast sem flesta hringi á fjallahjólinu á gras- og malarbraut en þau þurftu þó að fara af hjólinu og leiða það ákveðinn spöl áður en hægt var að byrja á nýjum hring. Þarna reyndi mikið á hjólafærni keppenda ekki síst í beygjunum enda var það versta sem gæti gert væri að detta og meiða sig í fyrstu grein. Íslendingur fagnaði samt sigri í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit þótt að það hafi ekki verið íslenskur keppandi. Hin kanadíska Emma Lawson vann fyrstu grein hjá konunum en umboðsmaður hennar er Snorri Barón Jónsson sem á marga keppendur á þessum heimsleikum alveg eins og undanfarin ár. Emma Lawson komst lengst allra á fjallahjólinu hjá konunum og tryggði sér sigur í fyrsta sinn í grein á heimsleikunum. Það gaf henni hundrað stig. Emma var með í meistaraflokki í fyrsta sinn í fyrra og endaði þá í sjötta sæti sem var frábær árangur hjá þessari átján ára stelpu. Björgvin Karl Guðmundsson var nær allan tímann í hópi fremstu manna en fimm keppendur mynduðu forystuhópinn og Björgvin var einn af þeim. Hann náði inn fyrir liðið fyrir endasprettinn og náði að lokum fimmta sætinu. Finninn Jonne Koski fagnaði sigri í fyrstu grein með frábærum endaspretti. Tvær greinar eru eftir í dag. Önnur er fjölþrautaæfing með hinum ýmum þolæfingum en sú síðari er meiri fimleikaæfing þar sem þarf meðal annars að ganga mikið á höndum. CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira
Katrín Tanja var öflug á fjallahjólinu og var í baráttunni um efstu sætin á lokasprettinum. Hún endaði í fjórða sætinu eftir hörku endasprett. Hún fær því 91 stig fyrir fyrstu grein. Björgvin Karl sýndi góð tilþrif á hjólinu og varð í fimmta sæti en hann hélt sig meðal fremstu manna allan tímann. Hann fær því 88 stig fyrir fyrstu grein. Keppnin var frekar ruglingsleg fyrir áhorfendur og það gekk líka mjög illa að staðfesta úrslitin. Lokastaða Anníe Mistar Þórisdóttur er ekki ljós þegar þetta er skrifað. Örygglega margir að endurhlaða úrslitasíðu heimsleikanna þessa stundina. Uppfært: Anníe Mist endaði í ellefta sætinu í fyrstu grein. Keppendur áttu að reyna að komast sem flesta hringi á fjallahjólinu á gras- og malarbraut en þau þurftu þó að fara af hjólinu og leiða það ákveðinn spöl áður en hægt var að byrja á nýjum hring. Þarna reyndi mikið á hjólafærni keppenda ekki síst í beygjunum enda var það versta sem gæti gert væri að detta og meiða sig í fyrstu grein. Íslendingur fagnaði samt sigri í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit þótt að það hafi ekki verið íslenskur keppandi. Hin kanadíska Emma Lawson vann fyrstu grein hjá konunum en umboðsmaður hennar er Snorri Barón Jónsson sem á marga keppendur á þessum heimsleikum alveg eins og undanfarin ár. Emma Lawson komst lengst allra á fjallahjólinu hjá konunum og tryggði sér sigur í fyrsta sinn í grein á heimsleikunum. Það gaf henni hundrað stig. Emma var með í meistaraflokki í fyrsta sinn í fyrra og endaði þá í sjötta sæti sem var frábær árangur hjá þessari átján ára stelpu. Björgvin Karl Guðmundsson var nær allan tímann í hópi fremstu manna en fimm keppendur mynduðu forystuhópinn og Björgvin var einn af þeim. Hann náði inn fyrir liðið fyrir endasprettinn og náði að lokum fimmta sætinu. Finninn Jonne Koski fagnaði sigri í fyrstu grein með frábærum endaspretti. Tvær greinar eru eftir í dag. Önnur er fjölþrautaæfing með hinum ýmum þolæfingum en sú síðari er meiri fimleikaæfing þar sem þarf meðal annars að ganga mikið á höndum.
CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira