Sjáðu þrennuna: Þjálfari Orra aldrei haft betri slúttara Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 10:31 Orri Steinn Óskarsson kátur með boltann sem hann fékk til eignar eftir þrennuna gegn Breiðabliki í gærkvöld. Getty/Lars Ronbog Þó að Jacob Neestrup, FH-ingurinn fyrrverandi sem nú þjálfar FC Kaupmannahöfn, hafi verið afar gagnrýninn á sitt lið eftir leikinn við Breiðablik í gærkvöld þá hrósaði hann Orra Steini Óskarssyni í hástert. Orri skoraði þrennu í leiknum, í 6-3 sigri FCK, og átti stóran þátt í að koma liðinu áfram í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Það þurfti hann reyndar að gera með því að slá út pabba sinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson. Neestrup segist sjálfsagt aldrei hafa þjálfað leikmann sem sé eins góður í að klára færi með fótunum, eins og Orri, sem kláraði færin sín listilega vel gegn Blikum í gærkvöld, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Þetta er skemmtilegt fyrir Orra. Hann átti góða innkomu á Íslandi [í fyrri leiknum við Breiðablik] og góða innkomu í Vejle [í deildarleik á milli leikjanna við Blika]. Svo skorar hann þrjú í dag,“ hefur Ekstra Bladet eftir Neestrup sem hleypti Orra að láni til Sönderjyske á síðustu leiktíð en virðist ætla að nýta krafta hans á þessari leiktíð. „Við höfum trú á honum. Þetta er kannski sá besti í að klára færi með fótunum, sem ég hef nokkru sinni þjálfað,“ sagði Neestrup sem tók við FCK í fyrra og gerði liðið að tvöföldum meistara í fyrstu tilraun. „Trén vaxa þó ekki upp til skýjanna bara af því að maður skorar þrennu gegn Breiðabliki. En þetta er leikmaður sem við höfum trú á og viljum hafa í liðinu til framtíðar,“ sagði Neestrup. Verstu mínútur í stjórnartíð Neestrup Þjálfarinn var hins vegar hundóánægður með spilamennsku FCK fyrsta hálftíma leiksins í gær, þegar liðið lenti 1-0 undir gegn Breiðabliki eftir frábært mark Jasons Daða Svanþórssonar, þó að hann væri ánægður með að komast í næstu umferð. „Við verðum að skoða fyrstu 20-25 mínúturnar af leiknum, sem eru þær verstu frá því að ég byrjaði að þjálfa FCK. Við tökum því alvarlega þó að okkur hafi tekist að bæta úr stöðunni fyrir hálfleik. Við megum ekki fara svona langt niður og við vorum bæði að gera tæknifeila og villur í skipulaginu. Áður en að Breiðablik komst yfir höfðum við þegar fengið tvær viðvaranir,“ sagði Neestrup við heimasíðu FCK. Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira
Orri skoraði þrennu í leiknum, í 6-3 sigri FCK, og átti stóran þátt í að koma liðinu áfram í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Það þurfti hann reyndar að gera með því að slá út pabba sinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson. Neestrup segist sjálfsagt aldrei hafa þjálfað leikmann sem sé eins góður í að klára færi með fótunum, eins og Orri, sem kláraði færin sín listilega vel gegn Blikum í gærkvöld, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Þetta er skemmtilegt fyrir Orra. Hann átti góða innkomu á Íslandi [í fyrri leiknum við Breiðablik] og góða innkomu í Vejle [í deildarleik á milli leikjanna við Blika]. Svo skorar hann þrjú í dag,“ hefur Ekstra Bladet eftir Neestrup sem hleypti Orra að láni til Sönderjyske á síðustu leiktíð en virðist ætla að nýta krafta hans á þessari leiktíð. „Við höfum trú á honum. Þetta er kannski sá besti í að klára færi með fótunum, sem ég hef nokkru sinni þjálfað,“ sagði Neestrup sem tók við FCK í fyrra og gerði liðið að tvöföldum meistara í fyrstu tilraun. „Trén vaxa þó ekki upp til skýjanna bara af því að maður skorar þrennu gegn Breiðabliki. En þetta er leikmaður sem við höfum trú á og viljum hafa í liðinu til framtíðar,“ sagði Neestrup. Verstu mínútur í stjórnartíð Neestrup Þjálfarinn var hins vegar hundóánægður með spilamennsku FCK fyrsta hálftíma leiksins í gær, þegar liðið lenti 1-0 undir gegn Breiðabliki eftir frábært mark Jasons Daða Svanþórssonar, þó að hann væri ánægður með að komast í næstu umferð. „Við verðum að skoða fyrstu 20-25 mínúturnar af leiknum, sem eru þær verstu frá því að ég byrjaði að þjálfa FCK. Við tökum því alvarlega þó að okkur hafi tekist að bæta úr stöðunni fyrir hálfleik. Við megum ekki fara svona langt niður og við vorum bæði að gera tæknifeila og villur í skipulaginu. Áður en að Breiðablik komst yfir höfðum við þegar fengið tvær viðvaranir,“ sagði Neestrup við heimasíðu FCK.
Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira