Sport

Messi slær met í treyjusölu í Bandaríkjunum

Andri Már Eggertsson skrifar
Lionel Messi mætir Degi Dan og félögum í Orlando í nótt
Lionel Messi mætir Degi Dan og félögum í Orlando í nótt Vísir/Getty

Lionel Messi æðið í Bandaríkjunum heldur áfram. Íþróttavörumerkið Fanatics hefur gefið það út að sala á treyju Lionel Messi á fyrsta sólarhringnum væri sú söluhæsta frá upphafi hjá íþróttamanni sem skiptir um lið.

Eftir að Messi gekk til liðs við Inter Miami hefur ekkert annað komist að í bandarískri knattspyrnu.

Messi hefur farið frábærlega af stað með Inter Miami og skoraði hann afar eftirminnilegt mark í sínum fyrsta leik beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma sem tryggði liðinu sigur.

Í næsta leik var Messi allt í öllu gegn Atlanta þar sem hann skoraði tvö og lagði upp eitt mark. Fyrstu tveir leikirnir hans hafa verið í deildarbikarnum. Næsti leikur Messi er í nótt gegn Degi Dan Þórhallssyni og félögum í Orlando í 32-liða úrslitum deildarbikarsins.

 

Íþróttavöruverslunin, Fanatics, staðfestir að á fyrsta sólarhringnum þar sem treyja Messi fór í sölu væri sú söluhæsta frá upphafi þegar allar íþróttagreinar eru teknar með.

Messi tekur fram úr Cristiano Ronaldo þegar hann fór aftur í Manchester United árið 2021, Tom Brady í Tampa Bay Buccaneers árið 2020 og Lebron James í Los Angeles Lakers árið 2018.

Frá 17 júlí - 20 júli var Inter Miami söluhæsta íþróttaliðið hjá Fanatics og er þetta talið algjört einsdæmi hjá liði í MLS-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×