Tók út tíu klukkustunda refsingu í sundlauginni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2023 20:05 Eyþór Atli Olsen Finnsson, Eyrbekkingur, sem eyddi deginum i sundlauginni á Selfossi í alls 10 klukkutíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyrbekkingur fékk heldur betur að kynnast sundlauginni á Selfossi í dag því hann þurfti að vera þar í 10 klukkutíma, sem refsing í vinsælum fótboltaleik. Eyrbekkingurinn naut þó lífsins með sína rúsínuputta en hann skiptist á að fara í rennibrautina, í heitu pottana og synda í lauginni. “Ég er sem sagt búin að vera að taka út refsingu. Við erum sem sagt í „Fantasy” deild, sem er svona fótboltaleikur þar sem þú velur leikmenn, sem skora stig eftir því sem þeir gera á vellinum. Við erum 12 saman vinir, sem höfum verið í þessu síðustu þrjú ár og ég endaði í síðasta sæti á þessu tímabili og fæ þar af leiðandi tíu tíma sundrefsingu, sem er búin að taka sinn toll í dag,” segir Eyþór Atli Olsen Finnsson. En hvernig hefur dagurinn verið? „Þetta er búið að vera erfitt, mikil sól og lítið borðað, mikil einvera, já bara erfitt. Einn félagi minn úr hópnum kom reyndar með langloku fyrir mig og kók og svo sundlaugarverðirnir, þeir eru búnir að sinna mér alveg eins og kóngi, gáfu mér banana, kókómjólk og kaffi.” Eyþór Atli segist ekki stunda sundlaugar mikið en í dag hafi hann safnað í reynslubankann hvað varðar að vera mjög, mjög lengi í sundi í einu. En hvað heldur hann að fólki haldi um refsingu dagsins? „Hálfasnalegt bara, nei, það er alltaf refsing á hverju ári fyrir síðasta sæti. Í fyrra voru það 12 tímar á Olís á Arnbergi hér á Selfossi. Núna er það sund og á næsta ári verður það eitthvað annað skemmtilegt.” Eyþór Atli fór í nokkrar ferðir í rennibrautina til að drepa tímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn og einn vinur heimsótti Eyþór í laugina. „Hann elskar athyglina eins og þú sérð þegar hann fór í rennibrautina fyrir myndavélina,” segir Árni Evert Leósson hlægjandi og vinur Eyþórs Atla. Árni Evert Leósson er stoltur af afreki Eyþórs Atla í sundlauginni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Sundhöll Selfoss Árborg Sundlaugar Grín og gaman Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
“Ég er sem sagt búin að vera að taka út refsingu. Við erum sem sagt í „Fantasy” deild, sem er svona fótboltaleikur þar sem þú velur leikmenn, sem skora stig eftir því sem þeir gera á vellinum. Við erum 12 saman vinir, sem höfum verið í þessu síðustu þrjú ár og ég endaði í síðasta sæti á þessu tímabili og fæ þar af leiðandi tíu tíma sundrefsingu, sem er búin að taka sinn toll í dag,” segir Eyþór Atli Olsen Finnsson. En hvernig hefur dagurinn verið? „Þetta er búið að vera erfitt, mikil sól og lítið borðað, mikil einvera, já bara erfitt. Einn félagi minn úr hópnum kom reyndar með langloku fyrir mig og kók og svo sundlaugarverðirnir, þeir eru búnir að sinna mér alveg eins og kóngi, gáfu mér banana, kókómjólk og kaffi.” Eyþór Atli segist ekki stunda sundlaugar mikið en í dag hafi hann safnað í reynslubankann hvað varðar að vera mjög, mjög lengi í sundi í einu. En hvað heldur hann að fólki haldi um refsingu dagsins? „Hálfasnalegt bara, nei, það er alltaf refsing á hverju ári fyrir síðasta sæti. Í fyrra voru það 12 tímar á Olís á Arnbergi hér á Selfossi. Núna er það sund og á næsta ári verður það eitthvað annað skemmtilegt.” Eyþór Atli fór í nokkrar ferðir í rennibrautina til að drepa tímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn og einn vinur heimsótti Eyþór í laugina. „Hann elskar athyglina eins og þú sérð þegar hann fór í rennibrautina fyrir myndavélina,” segir Árni Evert Leósson hlægjandi og vinur Eyþórs Atla. Árni Evert Leósson er stoltur af afreki Eyþórs Atla í sundlauginni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Sundhöll Selfoss
Árborg Sundlaugar Grín og gaman Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira