Nýr Land Cruiser frumsýndur Toyota á Íslandi 2. ágúst 2023 09:51 Í nótt var ný kynslóð hins sögufræga Land Cruiser frumsýnd í Japan. Um er að ræða Land Cruiser 250 sem mun leysa Land Cruiser 150 af hólmi. Bíllinn er væntanlegur til Íslands um mitt næsta ár. Ný kynslóð hins sögufræga Land Cruiser, Land Cruiser 250, var frumsýnd í Japan í nótt og mun á næsta ári leysa Land Cruiser 150 af hólmi. Bíllinn er væntanlegur til landsins um mitt ár 2024. Nýtt útlit Land Cruiser 250 er með greinilegri tilvísun í hefðina og 72 ára sögu þessa bíls sem hófst 1. ágúst 1951 þegar forverinn, Toyota BJ, kom fram á sjónarsviðið. Með Land Cruiser 250 mun Toyota viðhalda glæsilegri sögu Land Cruiser sem afburða torfærubíls sem þekktur er fyrir styrk og áreiðanleika. Auk þess býður Land Cruiser 250 upp á öll þau þægindi sem sjálfsögð eru í daglegum akstri. Land Cruiser 250 er með 2.8l dísilvél, 204 hestöfl, nýrri 8 þrepa skiptingu og nýju rafknúnu aflstýri. Dráttargetan hefur verið aukin í 3.500 kg. og jafnvægisstöng bílsins er nú hægt að stjórna frá mælaborði. 48V Mild Hybrid útgáfa er væntanleg 2025. Áætlað er að forsala hefjist í október og þá verður sérstök útgáfa, „First Edition“ í boði. Þessi útgáfa verður fáanleg með sérstökum litum og framljósum og öðrum útlitseinkennum sem ekki verða í boði með öðrum útfærslum bílsins. Aðeins verða 3.000 eintök framleidd af þessari útgáfu. Nánari upplýsingar má finna hér. Samgöngur Bílar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Nýtt útlit Land Cruiser 250 er með greinilegri tilvísun í hefðina og 72 ára sögu þessa bíls sem hófst 1. ágúst 1951 þegar forverinn, Toyota BJ, kom fram á sjónarsviðið. Með Land Cruiser 250 mun Toyota viðhalda glæsilegri sögu Land Cruiser sem afburða torfærubíls sem þekktur er fyrir styrk og áreiðanleika. Auk þess býður Land Cruiser 250 upp á öll þau þægindi sem sjálfsögð eru í daglegum akstri. Land Cruiser 250 er með 2.8l dísilvél, 204 hestöfl, nýrri 8 þrepa skiptingu og nýju rafknúnu aflstýri. Dráttargetan hefur verið aukin í 3.500 kg. og jafnvægisstöng bílsins er nú hægt að stjórna frá mælaborði. 48V Mild Hybrid útgáfa er væntanleg 2025. Áætlað er að forsala hefjist í október og þá verður sérstök útgáfa, „First Edition“ í boði. Þessi útgáfa verður fáanleg með sérstökum litum og framljósum og öðrum útlitseinkennum sem ekki verða í boði með öðrum útfærslum bílsins. Aðeins verða 3.000 eintök framleidd af þessari útgáfu. Nánari upplýsingar má finna hér.
Samgöngur Bílar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira