Lögðu alltaf áherslu á fjölskylduna í Gleðigöngunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 07:00 Beggi og Pacas rifja upp skemmtilegar minningar úr Gleðigöngunni. Facebook Beggi og Pacas Sjónvarpsstjörnurnar og lífskúnstnerarnir Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og segja gleðina alltaf hafa staðið upp úr. Blaðamaður fékk þá til að rifja upp eftirminnileg augnablik en þeir eru nú búsettir í sólinni á Spáni. Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tengdu gönguna við fjölskyldulíf „Við sitjum hérna saman í sólinni að rifja upp góðar stundir frá Pride. Öll tíu árin sem við tókum þátt gerðum við mikið úr þessu og vorum með vagn. Þetta var svo spennandi og skemmtilegt tímabil og við lögðum alltaf áherslu á að þetta tengdist fjölskyldu,“ segja Beggi og Pacas sem eiga stóra fjölskyldu. „Því hvort sem þú sért gay, straight eða hvað þú ert þá er alltaf fjölskylda á bak við, fyrir framan mann og hliðina á manni, auðvitað mismunandi eftir því hvernig þetta snýr að manni. Þess vegna lögðum við svona rosa mikla áherslu á fjölskyldur og tengja þetta við fjölskyldulíf, því við erum auðvitað venjulegar fjölskyldur.“ Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og lögðu mikið upp úr glæsilegum búningum sem þeir gerðu sjálfir.Facebook Beggi og Pacas Bjuggu flestallt til sjálfir Þeir lögðu mikið á sig fyrir hverja Gleðigöngu og ferðuðust heimshorna á milli til að gera vagninn sem flottastan. „Við þurftum oft að fara til Brasilíu til að ná í alls konar efnivið og dótarí og í 95 prósent tilfella þá bjuggum við búningana til sjálfir. Það var svolítið spennandi líka, að búa til búningana og gera þetta sjálfir frá grunni. Pacas er mikill listamaður í höfðinu sínu og hann náttúrulega skapaði alls konar hlutverk sem hann gat tengt íka inn á fjölskyldu, börnin, systkini og alls konar fólk.“ Pacas hefur lagt mikinn metnað í búningana fyrir Pride.Facebook Beggi og Pacas Eftirminnilegasti búningurinn segja þeir hafa verið Kleópatra. „Pacas ákvað einu sinni að vera Kleópatra og við vorum með vagn og fjölskylduna með okkur í alls konar búningum sem verðir og fleira. Það hefur eiginlega alltaf verið sól hjá okkur í göngunni nema á þessum degi, þá rigndi. Pacas var búinn að sauma svakalegan búning. Hann þurfti að setja gervibrjóst, gervimjaðmir og rass og allt fyrir innan búninginn. Það rigndi svolítið mikið á búninginn þannig að búningurinn lagðist allur að líkamanum og allir vextir sáust í gegn. Þetta fannst okkur svolítið eftirminnilegt því það var allt feikað, segir Beggi glaður í bragði og bætir við: „En aðalatriðið í kringum Pride hjá okkur var að okkur þótti svo vænt um að geta verið þarna, brosað og verið glöð saman og horft á mannfólkið brosa og vera glatt. Það er það sem skiptir svo miklu máli að við brosum til hvers annars því þá líður okkur öllum svo afskaplega vel. Þetta var rosaleg vinna, að gera þetta alla þessa hluti fyrir gönguna, en þetta var svo vel þess virði því manni leið svo vel eftir á. Það var svo mikil gleði yfir öllu og þakklæti.“ Gleðigangan Hinsegin Tíska og hönnun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tengdu gönguna við fjölskyldulíf „Við sitjum hérna saman í sólinni að rifja upp góðar stundir frá Pride. Öll tíu árin sem við tókum þátt gerðum við mikið úr þessu og vorum með vagn. Þetta var svo spennandi og skemmtilegt tímabil og við lögðum alltaf áherslu á að þetta tengdist fjölskyldu,“ segja Beggi og Pacas sem eiga stóra fjölskyldu. „Því hvort sem þú sért gay, straight eða hvað þú ert þá er alltaf fjölskylda á bak við, fyrir framan mann og hliðina á manni, auðvitað mismunandi eftir því hvernig þetta snýr að manni. Þess vegna lögðum við svona rosa mikla áherslu á fjölskyldur og tengja þetta við fjölskyldulíf, því við erum auðvitað venjulegar fjölskyldur.“ Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og lögðu mikið upp úr glæsilegum búningum sem þeir gerðu sjálfir.Facebook Beggi og Pacas Bjuggu flestallt til sjálfir Þeir lögðu mikið á sig fyrir hverja Gleðigöngu og ferðuðust heimshorna á milli til að gera vagninn sem flottastan. „Við þurftum oft að fara til Brasilíu til að ná í alls konar efnivið og dótarí og í 95 prósent tilfella þá bjuggum við búningana til sjálfir. Það var svolítið spennandi líka, að búa til búningana og gera þetta sjálfir frá grunni. Pacas er mikill listamaður í höfðinu sínu og hann náttúrulega skapaði alls konar hlutverk sem hann gat tengt íka inn á fjölskyldu, börnin, systkini og alls konar fólk.“ Pacas hefur lagt mikinn metnað í búningana fyrir Pride.Facebook Beggi og Pacas Eftirminnilegasti búningurinn segja þeir hafa verið Kleópatra. „Pacas ákvað einu sinni að vera Kleópatra og við vorum með vagn og fjölskylduna með okkur í alls konar búningum sem verðir og fleira. Það hefur eiginlega alltaf verið sól hjá okkur í göngunni nema á þessum degi, þá rigndi. Pacas var búinn að sauma svakalegan búning. Hann þurfti að setja gervibrjóst, gervimjaðmir og rass og allt fyrir innan búninginn. Það rigndi svolítið mikið á búninginn þannig að búningurinn lagðist allur að líkamanum og allir vextir sáust í gegn. Þetta fannst okkur svolítið eftirminnilegt því það var allt feikað, segir Beggi glaður í bragði og bætir við: „En aðalatriðið í kringum Pride hjá okkur var að okkur þótti svo vænt um að geta verið þarna, brosað og verið glöð saman og horft á mannfólkið brosa og vera glatt. Það er það sem skiptir svo miklu máli að við brosum til hvers annars því þá líður okkur öllum svo afskaplega vel. Þetta var rosaleg vinna, að gera þetta alla þessa hluti fyrir gönguna, en þetta var svo vel þess virði því manni leið svo vel eftir á. Það var svo mikil gleði yfir öllu og þakklæti.“
Gleðigangan Hinsegin Tíska og hönnun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira