Ágúst sagður taka við eftir brottreksturinn: „Held að Gústi smellpassi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 07:31 Ágúst Gylfason stýrði síðast Stjörnunni en var sagt upp störfum í maí. Nú virðist hann vera að taka við Fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ágúst Gylfason, sem fyrr í sumar var rekinn frá Stjörnunni, mun að öllum líkindum snúa aftur í Bestu deildina í fótbolta sem þjálfari Fram. Þetta kom fram í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Framarar ráku félagsmanninn mikla Jón Sveinsson á dögunum vegna slaks gengis liðsins í sumar en Fram situr í fallsæti með 14 stig eftir 17 umferðir. Næsti leikur liðsins er mikilvægur slagur við Fylki eftir viku og þá gæti nýr þjálfari verið kominn í brúna. „Samkvæmt nýjustu heimildum, frá því í dag [í gær] segir sagan að Ágúst Gylfason sé mjög nálægt því að skrifa undir samning við Framara. Ágúst Gylfason er að sjálfsögðu fyrrum leikmaður Fram og væri líklega eðlilegasta lausnin,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í þætti gærkvöldsins en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Þjálfaramál Framara Ágúst lék með Fram á árunum 1999-2003 eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann hefur stýrt liðum Fjölnis, Breiðabliks, Gróttu og Stjörnunnar í efstu deild. „Ég bjóst bara við að það væri búið að tilkynna hann sem þjálfara. Um leið og þetta gerðist þá beið maður eftir því að það kæmi tilkynning um að hann væri að fara að taka við þessu. Það kæmi mér á óvart ef það yrði einhver annar en hann,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni í gær og bætti við: „Ég held að Gústi yrði mjög flottur fyrir Framarana. Og ef hann fær þann stuðning sem hann þarf, til að setja sitt mark á liðið… Fram er í dag rosalega flottur klúbbur. Þessi aðstaða sem þeir eru með og sagan sem þeir eru með, þetta er mjög flottur klúbbur.“ Ragnar vill þjálfa liðið áfram Albert Brynjar Ingason var sammála Lárusi um að Ágúst væri góður kostur: „Ég held að Gústi smellpassi í það sem þeir þurfa þarna. Það þarf stemningu þarna. Við höfum talað um að þetta hefur verið svolítið flatt undanfarið. Það þarf að rífa þennan hóp upp aðeins og Gústi er fullkominn í það,“ sagði Albert. Albert sagði vin sinn Ragnar Sigurðsson sömuleiðis tilbúinn í að þjálfa liðið en Ragnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins á þessu tímabili og stýrir því þessa dagana ásamt Aðalsteini Aðalsteinssyni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Framarar ráku félagsmanninn mikla Jón Sveinsson á dögunum vegna slaks gengis liðsins í sumar en Fram situr í fallsæti með 14 stig eftir 17 umferðir. Næsti leikur liðsins er mikilvægur slagur við Fylki eftir viku og þá gæti nýr þjálfari verið kominn í brúna. „Samkvæmt nýjustu heimildum, frá því í dag [í gær] segir sagan að Ágúst Gylfason sé mjög nálægt því að skrifa undir samning við Framara. Ágúst Gylfason er að sjálfsögðu fyrrum leikmaður Fram og væri líklega eðlilegasta lausnin,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í þætti gærkvöldsins en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Þjálfaramál Framara Ágúst lék með Fram á árunum 1999-2003 eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann hefur stýrt liðum Fjölnis, Breiðabliks, Gróttu og Stjörnunnar í efstu deild. „Ég bjóst bara við að það væri búið að tilkynna hann sem þjálfara. Um leið og þetta gerðist þá beið maður eftir því að það kæmi tilkynning um að hann væri að fara að taka við þessu. Það kæmi mér á óvart ef það yrði einhver annar en hann,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni í gær og bætti við: „Ég held að Gústi yrði mjög flottur fyrir Framarana. Og ef hann fær þann stuðning sem hann þarf, til að setja sitt mark á liðið… Fram er í dag rosalega flottur klúbbur. Þessi aðstaða sem þeir eru með og sagan sem þeir eru með, þetta er mjög flottur klúbbur.“ Ragnar vill þjálfa liðið áfram Albert Brynjar Ingason var sammála Lárusi um að Ágúst væri góður kostur: „Ég held að Gústi smellpassi í það sem þeir þurfa þarna. Það þarf stemningu þarna. Við höfum talað um að þetta hefur verið svolítið flatt undanfarið. Það þarf að rífa þennan hóp upp aðeins og Gústi er fullkominn í það,“ sagði Albert. Albert sagði vin sinn Ragnar Sigurðsson sömuleiðis tilbúinn í að þjálfa liðið en Ragnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins á þessu tímabili og stýrir því þessa dagana ásamt Aðalsteini Aðalsteinssyni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti