Enski boltinn

Harðari refsingar fyrir slæma hegðun í leikjum ensku úr­vals­deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool hópast hér að Simon Hooper dómara en þeir þurfa að passa sig betur á komandi tímabili.
Leikmenn Liverpool hópast hér að Simon Hooper dómara en þeir þurfa að passa sig betur á komandi tímabili. Getty/Clive Brunskill

Leikmenn og knattspyrnustjórar ensku úrvalsdeildarinnar verða að passa sig á komandi tímabili og það er líklegt að við sjáum fleiri spjöld, leikbönn og sektir fyrir óhófleg mótmæli við dómara.

Síðustu ár höfum við oft séð leikmenn liða hópast í kringum dómara leiksins og sumir hafa komist upp með skammarlega hegðun. Þetta hefur gert starf dómarans enn erfiðara og kallar líka á frekari baul og áreiti frá stuðningmönnum liðanna.

Nú á að hjálpa dómurum betur í að búa sér til gott starfsumhverfi á leikjunum. Breska ríkisútvarpið segir frá.

Enska úrvalsdeildin hefur kynnt til leiks nýjar og harðari refsingar fyrir slæma hegðun í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Knattspyrnustjórar og þjálfarar þurfa líka að passa sig betur á sínu svæði á hliðarlínunni.

Leikmenn mega þannig ekki standa andspænis dómaranum eða fara inn í persónurými hans, hvað þá að snerta einn af dómurum leiksins.

Ef tveir eða fleiri leikmenn umkringja dómarann til að mótmæla þá mun það þýða gult spjald og skýrslu inn á borð enska sambandsins.

Þessu fylgja líka harðari reglur varðandi hegðun stuðningsmanna á pöllunum og þá þá sérstaklega hvað varðar söngva um sorglega atburði tengdum andstæðingum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×