Er biskup Íslands biskup eða ekki? Páll Ágúst Ólafsson skrifar 31. júlí 2023 12:00 Á síðustu dögum hafa margir stigið fram og túlkað regluverk kirkjunnar. Deilt er um hvort biskup Íslands sé í raun biskup og handhafi þess valds sem hlutverkinu fylgir. Það er óheppilegt að það sé umdeilt hvort sá sem embætti biskups gegnir hafi til þess umboð. Af því getur leitt að ákvarðanir sem teknar hafa verið kunna að vera í uppnámi, mögulega ólögmætar, hafa ekkert gildi og þurfa endurtekna meðferð stjórnsýslu kirkjunnar – ef aðstæður eru með þeim hætti að það er hægt. Mögulega munu einhverjir eiga rétt á bótum vegna hugsanlegra glataðra hagsmuna. Þessi staða yrði afleit, ásamt tilheyrandi fjártjóni og álitshnekkjum fyrir þjóðkirkjuna. Mætti halda því fram að þjóðkirkjan, sem nýbúin er að fá stjórn eigin mála, ráði ekki við verkefnið. Það er vandræðalegt fyrir stærstu félagasamtök landsins að efast er um getu þeirra til að stjórna sér sjálf. Stjórnlaust skip? Er þjóðkirkjan raunverulega í þeirri stöðu að vera stjórnlaust skip þar sem sá sem gegnir embætti biskups Íslands er ekki biskup lengur, eins og haldið hefur verið fram? Hér verður horft framhjá einstökum samningum sem gerðir hafa verið, hvort sem er milli forseta kirkjuþings og biskups eða framkvæmdastjóra Biskupsstofu og biskups. Einvörðungu er litið til þess regluverks sem kirkjunni er ætlað að spila eftir. Staðreyndin er þessi. Í nýjum lögum um þjóðkirkjuna er ákvæði til bráðabirgða sem segir að starfsfólk þjóðkirkjunnar sem var skipað í embætti í skilningi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, við gildistöku 2. mgr. 19. gr. laga um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar), nr. 153/2019, heldur þeim réttindum og skyldum sem af skipuninni leiðir út skipunartíma sinn, en að öðru leyti fer um réttindi þess og skyldur samkvæmt starfsreglum settum af kirkjuþingi. Þar segir einnig að starfsreglur sem kirkjuþing hefur sett eða samþykkt í gildistíð laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, halda gildi sínu, eftir því sem við á, þar til kirkjuþing hefur fellt þær niður, breytt þeim eða sett eða samþykkt nýjar, þó eigi síðar en 31. desember 2021. Með þessu bráðabirgðaákvæði voru tilteknum starfsmönnum kirkjunnar, m.a. biskupi, tryggð áfram ákveðin réttindi samkvæmt starfsmannalögum, s.s. um sjálfkrafa framlengingu skipunartíma, sbr. 23. gr. laganna ef ekkert væri gert, auk þess sem kirkjuþingi er settur tímarammi til að vinna eftir. Yrði hann ekki uppfylltur þá halda eldri reglur gildi sínu. Starfsreglur samþykktar of seint Í ljósi þessa hefði þeim aðila, sem nú er biskup Íslands þurft að tilkynna á grundvelli nýrra starfsreglna að efnt yrði til biskupskjörs við lok 5 ára skipunartíma viðkomandi. Kirkjuþing og/eða kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefði þurft að tilkynna biskupi Íslands í síðasta lagi í árslok 2021 að það ætti að kjósa til biskups við lok 5 ára skipunartíma aðilans. Það var ekki gert enda engar starfsreglur samþykktar um málið fyrr en eftir það tímamark þó bráðabirgðaákvæðið kveði skýrt á um að það skyldi gert. Að kirkjuþing hafi ekki gegnt skyldu sinni fyrr en of seint er á ábyrgð þeirra sem valdir hafa verið til forystu þingsins og einstaka þingfulltrúa. Vegna þessa giltu ennþá eldri reglur sem kveða á um að sá sem hefur skipun og ekki tilkynnt um að áætlaðar séu breytingar á embættinu/starfinu amk. 6 mánuðum fyrir lok skipunartíma fær sjálfkrafa endurnýjaðan skipunatíma til næstu 5 ára. Sú staða er uppi er varðar þann sem gegnir embætti biskups Íslands. Biskup Íslands var ekki tilkynnt um hugsanlega eða fyrirhugaða breytingu fyrir árslok 2021. Úr því að kirkjuþing gerði það ekki tímanlega þá mátti biskup Íslands gera ráð fyrir að vera áfram biskup í 5 ár eða skemur ef viðkomandi kysi svo eftir atvikum. Engin þörf var á neinum samningum milli eins né neins hvað þetta varðaði. Þessi niðurstaða leiðir einfaldlega af bráðabirgðaákvæðinu, vísun þess til starfsmannalaga og þeirra ákvæða sem þar eru. Blasir við að þeir einstaklingar sem þar eru tilgreindir njóta réttinda og skyldna samkvæmt þeim lögum út skipunartíma sinn. Ábyrgð kirkjuþings? Það er mat höfundar að sá sem gegnir embætti biskups Íslands hafi fengið til þess sjálfkrafa endurnýjað umboð til að gegna hlutverkinu áfram í allt að fimm ár úr því að kirkjuþing hvorki sinnti skyldu sinni að setja starfsreglur tímanlega né tilkynnti kjörstjórn biskupi fyrir árslok 2021 að boðað yrði til biskupskosninga vorið 2022 enda nýjar leikreglur ekki til staðar. Sú ábyrgð hvílir á herðum kirkjuþings. Sá sem gegnir embætti biskups Íslands hefur tilkynnt um fyrirhuguð starfslok á árinu 2024 sökum aldurs og er það löngu fyrir lok nýs 5 ára skipunartíma. Það liggur því fyrir að nýr biskup verður kosinn og vígður til þjónustu sumarið 2024. Um nýjan biskup Íslands munu gilda nýjar starfsreglur kirkjuþings. Réttaróvissa? Höfundur telur enga réttaróvissa vera um stöðu núverandi biskups Íslands. Starfstímabil hans framlengdist sjálfkrafa samkvæmt ákvæðum starfsmannalaga, vegna bráðabirgðaákvæðis þjóðkirkjulaga þar sem kirkjuþing gerði ekkert innan þeirra tímamarka sem þurfti, þ.e. að tilkynna biskupi að efnt yrði til biskupskjörs á árinu 2022 fyrir lok árs 2021 þ.e. áður en 6 mánuðir voru til loka skipunartíma. Hér á við að í upphafi skyldi endirinn skoða. Það upphlaup sem orðið hefur vegna þessa máls telur höfundur hafa verið óþarft og engu skilað öðru en hugsanlega því að tiltrú almennings á þjóðkirkjunni minnkar enn frekar og yfirfærist á þá fjölmörgu, leika sem lærða, sem sinna grunnþjónustu- og skyldum kirkjunnar og bitnar þar með á þeim sem síst skyldi. Það er mjög miður. Höfundur er lögmaður og prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hafa margir stigið fram og túlkað regluverk kirkjunnar. Deilt er um hvort biskup Íslands sé í raun biskup og handhafi þess valds sem hlutverkinu fylgir. Það er óheppilegt að það sé umdeilt hvort sá sem embætti biskups gegnir hafi til þess umboð. Af því getur leitt að ákvarðanir sem teknar hafa verið kunna að vera í uppnámi, mögulega ólögmætar, hafa ekkert gildi og þurfa endurtekna meðferð stjórnsýslu kirkjunnar – ef aðstæður eru með þeim hætti að það er hægt. Mögulega munu einhverjir eiga rétt á bótum vegna hugsanlegra glataðra hagsmuna. Þessi staða yrði afleit, ásamt tilheyrandi fjártjóni og álitshnekkjum fyrir þjóðkirkjuna. Mætti halda því fram að þjóðkirkjan, sem nýbúin er að fá stjórn eigin mála, ráði ekki við verkefnið. Það er vandræðalegt fyrir stærstu félagasamtök landsins að efast er um getu þeirra til að stjórna sér sjálf. Stjórnlaust skip? Er þjóðkirkjan raunverulega í þeirri stöðu að vera stjórnlaust skip þar sem sá sem gegnir embætti biskups Íslands er ekki biskup lengur, eins og haldið hefur verið fram? Hér verður horft framhjá einstökum samningum sem gerðir hafa verið, hvort sem er milli forseta kirkjuþings og biskups eða framkvæmdastjóra Biskupsstofu og biskups. Einvörðungu er litið til þess regluverks sem kirkjunni er ætlað að spila eftir. Staðreyndin er þessi. Í nýjum lögum um þjóðkirkjuna er ákvæði til bráðabirgða sem segir að starfsfólk þjóðkirkjunnar sem var skipað í embætti í skilningi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, við gildistöku 2. mgr. 19. gr. laga um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar), nr. 153/2019, heldur þeim réttindum og skyldum sem af skipuninni leiðir út skipunartíma sinn, en að öðru leyti fer um réttindi þess og skyldur samkvæmt starfsreglum settum af kirkjuþingi. Þar segir einnig að starfsreglur sem kirkjuþing hefur sett eða samþykkt í gildistíð laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, halda gildi sínu, eftir því sem við á, þar til kirkjuþing hefur fellt þær niður, breytt þeim eða sett eða samþykkt nýjar, þó eigi síðar en 31. desember 2021. Með þessu bráðabirgðaákvæði voru tilteknum starfsmönnum kirkjunnar, m.a. biskupi, tryggð áfram ákveðin réttindi samkvæmt starfsmannalögum, s.s. um sjálfkrafa framlengingu skipunartíma, sbr. 23. gr. laganna ef ekkert væri gert, auk þess sem kirkjuþingi er settur tímarammi til að vinna eftir. Yrði hann ekki uppfylltur þá halda eldri reglur gildi sínu. Starfsreglur samþykktar of seint Í ljósi þessa hefði þeim aðila, sem nú er biskup Íslands þurft að tilkynna á grundvelli nýrra starfsreglna að efnt yrði til biskupskjörs við lok 5 ára skipunartíma viðkomandi. Kirkjuþing og/eða kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefði þurft að tilkynna biskupi Íslands í síðasta lagi í árslok 2021 að það ætti að kjósa til biskups við lok 5 ára skipunartíma aðilans. Það var ekki gert enda engar starfsreglur samþykktar um málið fyrr en eftir það tímamark þó bráðabirgðaákvæðið kveði skýrt á um að það skyldi gert. Að kirkjuþing hafi ekki gegnt skyldu sinni fyrr en of seint er á ábyrgð þeirra sem valdir hafa verið til forystu þingsins og einstaka þingfulltrúa. Vegna þessa giltu ennþá eldri reglur sem kveða á um að sá sem hefur skipun og ekki tilkynnt um að áætlaðar séu breytingar á embættinu/starfinu amk. 6 mánuðum fyrir lok skipunartíma fær sjálfkrafa endurnýjaðan skipunatíma til næstu 5 ára. Sú staða er uppi er varðar þann sem gegnir embætti biskups Íslands. Biskup Íslands var ekki tilkynnt um hugsanlega eða fyrirhugaða breytingu fyrir árslok 2021. Úr því að kirkjuþing gerði það ekki tímanlega þá mátti biskup Íslands gera ráð fyrir að vera áfram biskup í 5 ár eða skemur ef viðkomandi kysi svo eftir atvikum. Engin þörf var á neinum samningum milli eins né neins hvað þetta varðaði. Þessi niðurstaða leiðir einfaldlega af bráðabirgðaákvæðinu, vísun þess til starfsmannalaga og þeirra ákvæða sem þar eru. Blasir við að þeir einstaklingar sem þar eru tilgreindir njóta réttinda og skyldna samkvæmt þeim lögum út skipunartíma sinn. Ábyrgð kirkjuþings? Það er mat höfundar að sá sem gegnir embætti biskups Íslands hafi fengið til þess sjálfkrafa endurnýjað umboð til að gegna hlutverkinu áfram í allt að fimm ár úr því að kirkjuþing hvorki sinnti skyldu sinni að setja starfsreglur tímanlega né tilkynnti kjörstjórn biskupi fyrir árslok 2021 að boðað yrði til biskupskosninga vorið 2022 enda nýjar leikreglur ekki til staðar. Sú ábyrgð hvílir á herðum kirkjuþings. Sá sem gegnir embætti biskups Íslands hefur tilkynnt um fyrirhuguð starfslok á árinu 2024 sökum aldurs og er það löngu fyrir lok nýs 5 ára skipunartíma. Það liggur því fyrir að nýr biskup verður kosinn og vígður til þjónustu sumarið 2024. Um nýjan biskup Íslands munu gilda nýjar starfsreglur kirkjuþings. Réttaróvissa? Höfundur telur enga réttaróvissa vera um stöðu núverandi biskups Íslands. Starfstímabil hans framlengdist sjálfkrafa samkvæmt ákvæðum starfsmannalaga, vegna bráðabirgðaákvæðis þjóðkirkjulaga þar sem kirkjuþing gerði ekkert innan þeirra tímamarka sem þurfti, þ.e. að tilkynna biskupi að efnt yrði til biskupskjörs á árinu 2022 fyrir lok árs 2021 þ.e. áður en 6 mánuðir voru til loka skipunartíma. Hér á við að í upphafi skyldi endirinn skoða. Það upphlaup sem orðið hefur vegna þessa máls telur höfundur hafa verið óþarft og engu skilað öðru en hugsanlega því að tiltrú almennings á þjóðkirkjunni minnkar enn frekar og yfirfærist á þá fjölmörgu, leika sem lærða, sem sinna grunnþjónustu- og skyldum kirkjunnar og bitnar þar með á þeim sem síst skyldi. Það er mjög miður. Höfundur er lögmaður og prestur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun