Viðskipti innlent

Snjall­verslunin Nær lokað rúm­­lega ári eftir opnun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Nær hefur verið opin í rúmt ár í Urriðaholti.
Nær hefur verið opin í rúmt ár í Urriðaholti.

Fyrsta al­sjálf­virka hverfis­verslun landsins, Nær, mun loka dyrum sínum í ágúst. Rúmt ár er síðan verslunin opnaði í Urriða­holti í Garða­bæ.

Þórður Örn Reynis­son, fram­kvæmda­stjóri verslunarinnar, stað­festir í sam­tali við Vísi að til standi að loka versluninni í ágúst. Hann segist ekki vilja tjá sig frekar um málið en segir að til­kynnt verði með góðum fyrir­vara hvaða dag verslunin muni loka.

Eins og áður hefur komið fram var verslunin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hún hefur verið opin allan sólar­hringinn, án starfs­manna og nýta við­skipta­vinir sér sér­stakt smá­forrit í snjall­síma til að greiða fyrir vörur.

Frétta­stofa fjallaði um opnun verslunarinnar í fyrra. Þá sagði Þórður að slíkt fyrir­komu­lag snjall­hverfis­verslana hefði gefið góða raun á norður­löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×