Fótbolti

Svíar í sextán liða úrslit eftir stórsigur á Ítölum

Jón Már Ferro skrifar
Sænska liðið fagnar einu af fimm mörkum sínum í leiknum.
Sænska liðið fagnar einu af fimm mörkum sínum í leiknum. Vísir/getty

Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og vann Ítalíu 5-0 á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þær sænsku komust í þriggja marka forystu rétt fyrir hálfleik og bættu svo tveimur mörkum við í þeim síðari. Þær eru því komnar í sextán liða úrslit og mæta Bandaríkjunum, Hollandi eða Portúgal.

Tveir leikmenn Arsenal skoruðu í dag. Hinn þrítugi varnarmaður, Amanda Ilestedt skoraði tvö mörk og 27 ára framherjinn Stina Blackstenius, skoraði eitt. Hin 29 ára miðjumaður Barcelona, Fridolina Rolfö skoraði eitt. Sofia Jakobsson, leikmaður San Diego Wave, kom inn á sem varamaður og skoraði sömuleiðis eitt mark.

Þrátt fyrir úrslit leiksins þá byrjuðu Ítalir betur. Spilamennska þeirra lofaði góðu, þær fengu fín færi en tókst ekki að nýta neitt þeirra. Það átti heldur betur eftir að koma í bakið á þeim og gengur Svíar á lagið.

Þær sænsku eruð því með sex stig á toppi G-riðilsins, Ítalir eru með þrjú stig en Suður-Afríka og Argentína eru með eitt stig hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×