Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 1-1 | Sjóðheitir KA-menn kældir ögn niður Árni Gísli Magnússon skrifar 30. júlí 2023 18:00 vísir/hulda margrét KA og HK gerðu 1-1 jafntefli á Greifavellinum á Akureyri í dag í 17. umferð Bestu deildar karla. KA spilaði einum manni færri eftir að Dusan Brkovic fékk rétt spjald strax í upphafi leiks. KA komst yfir manni færri en gestirnir jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat. Ekki var liðin nema ein og hálf mínúta þegar dró til tíðinda. Dusan Brkovic lenti þá í kapphlaupi við Atla Hrafn Andrason sem var að sleppa einn í gegn og að lokum var það Dusan sem felldi Andra rétt utan við vítateig og fékk að líta beint rautt spjald og KA menn einum færri það sem eftir lifði leiks. KA breytti skipulagi sínu aðeins eftir spjaldið og voru að spila 4-4-1 með þá Rodri og Birgir Baldvinsson í hafsentastöðunum og lágu nokkuð til baka til að byrja með. Þegar leið aðeins á leikinn var þó ekki að sjá að KA væri einum leikmanni færri og voru að spila betur en gestirnir frá Kópavogi. Fyrsta alvöru færi leiksins kom á 34. mínútu og kom það í hlut Jakobs Snæs. Hann fékk þá stutta sendingu inn fyrir frá Ingimar Stöle, fór fram hjá einum varnarmanni og þrumaði boltanum upp í nærhornið og kom 10 leikmönnum KA í forystu. Heimamenn því einu marki yfir í hálfleik. Eftir rúmar þrjár mínútur í síðari hálfleik jafnaði HK leikinn. Hinn sparkvissi Ívar Örn Jónsson tók þá aukaspyrnu úti hægra megin þar sem hann setti boltann inn á teiginn þar sem miðvörðurinn Ahmad Faqa mætti og stangaði boltann í netið. Eftir þetta var ekki mikið um dýrðir og gæðin í síðari hálfleik töluvert minni en í þeim fyrri. Ekki eitt einasta alvöru færi skapaðist og virtust KA menn nokkuð þreyttir eftir að hafa spilað einum færri nánast frá upphafi og verið betri aðilinn í fyrri hálfleik. HK kom boltanum í netið á 78. mínútu en brot var dæmt á Atla Þór Jónasson eftir að hann og Kristijan Jajalo, markmaður KA, lentu saman í háloftunum. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli sem margir telja eflaust sanngjarna niðurstöðu. KA áfram í 7. sæti og HK sæti neðar með stigi minna en hafa spilað einum leik betur. Af hverju varð jafntefli? KA var betri aðilinn í fyrri hálfleik þrátt fyrir að spila einum færri frá 2. mínútu. HK jafnar í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var leikurinn heldur ómerkilegur og jafntefli eðlileg niðurstaða úr því sem komið var. Hverjir stóðu upp úr? Ahmad Faqa skoraði mark HK í dag og var öruggur í vörninni en þurfti vissulega aðeins að eiga við einn framherja allan leikinn. Atli Hrafn Andrason var mest ógnandi af HK-ingum í sókninni. Ingimar Torbjörnsson Stöle stóð sig vel í vinstri bakverðinum. Þurfti að hlaupa mikið og lagði upp markið á Jakob Snæ. Þá verð ég að minnast á Jóan Símun Edmundsson en það sást vel að þetta er maður með gæði sem geta nýst vel á Íslandi. Hann spilaði 54 mínútur í dag og er að koma sér í leikform. Hvað gekk illa? HK gekk illa að opna vörn KA þrátt fyrir að vera einum fleiri allan leikinn. Sömuleiðis gekk KA illa að finna færi sem er þó skiljanlegt þegar þú spilar einum færri. Hvað gerist næst? KA fer til Írlands og mætir Dundalk í seinni leik liðanna í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu fimmtudaginn 3. ágúst kl. 18:45. KA leiðir 2-0 eftir fyrri leikinn. Næsti deildarleikur KA er gegn Val sunnan heiða miðvikudaginn 9. ágúst en sá leikur verður sennilega færður fram um tvo daga komist KA áfram í Sambandsdeildinni. HK fær Keflavík í heimsókn miðvikudaginn 9. ágúst kl. 19:15. Ómar: Við hefðum þurft að hafa miklu meiri ákefð í okkar leik Ómari Ingi Guðmundsson, þjálfari HK „Ég er bara hundsvekktur með að við höfum ekki unnið, það er ekkert flóknara en það. Fyrri hálfleikurinn spilaðist ekki nógu vel af okkar hálfu eftir að þeir missa sinn mann út af og gerðum of lítið til að nýta okkur það vel þannig bara hundsvekktur með að hafa ekki unnið“, sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 1-1 jafntefli gegn KA fyrir norðan. Oft og tíðum var ekki að sjá að KA væri manni færri inn á vellinum í fyrri hálfleik. Var HK liðið ekki undirbúið að hafa boltann svona mikið í leiknum eins og raun bar vitni? „Það á ekkert að vera vandamál. Mér fannst bara einhvernveginn við ekki vera tilbúnir að leggja nógu hart að okkur eftir að við urðum einum fleiri. Við hefðum þurft að hafa miklu meiri ákefð í okkar leik og fara nokkrum gírum ofar en við virtumst ætla að gera og það var að einhverju leyti að við héldum að við myndum komast upp með að vera ekki á 100% ákefð í ljósi þess að þeir voru strax orðnir einum færri og það bara virkar ekki þannig.“ Það virtist oft einfaldlega vanta upp á gæði sóknarlega hjá HK til þess að opna vörn KA og Ómar var með skýringu á því: „Það gerist líka bara af því við erum svo lengi að hreyfa boltann og erum ekki að taka nógu aggressíf hlaup til að opna þá tíu. Um leið og þeir geta komið sér niður og beðið eftir okkur þá verður þetta erfitt og sérstaklega þegar þú ert að spila við KA, þeir eru góðir í því að verjast og líður ekki illa að verjast, síðustu ár hafa bara sýnt það, þannig þeir bara gerðu vel og við gerðum ekki nóg til að hreyfa nógu mikið við þeim.“ „Varnarleikurinn var fínn en að sama skapi bara manni fleiri frá fyrstu mínútu en fín viðbrögð í seinni hálfleik. Við komum miklu beittari og grimmari út í seinni hálfleikinn og vorum með hærri ákefð en við höfðum verið með og ákefð sem við þurftum að vera með og uppskárum mark og uppskárum tækifæri til að skora annað mark og skoruðum annað mark en það bara of seint að byrja þá.“ Ómar er þarna að vísa í atvik á 78. mínútu þegar Atli Þór Jónasson og Kristijan Jajalo, markamaður KA, lenda saman og í kjölfarið kemur HK boltanum í markið en brot er dæmt á Atla. Var Ómar ósáttur við þá ákvörðun dómarans? „Já ég var það. Mér fannst Atli Þór ekki gera neitt, mér fannst hann bara fara upp í einvígið og ekkert brjóta á Jajalo. Hadda (Hallgrími Jónassyni) fannst hann pottþétt brjóta á honum þannig það er bara þannig. Ég veit að Haddi var ekki sáttur við rauða spjaldið en ég var mjög sáttur við rauða spjaldið en ég ætla bara að vona að þetta hafi verið rétt því það var stór ákvörðun hjá honum líka á móti Fram um daginn þegar við vorum að spila. Eins og þetta horfði við mér fannst mér þetta „soft“ en ég vona bara að þetta hafi verið rétt.“ Besta deild karla KA HK
KA og HK gerðu 1-1 jafntefli á Greifavellinum á Akureyri í dag í 17. umferð Bestu deildar karla. KA spilaði einum manni færri eftir að Dusan Brkovic fékk rétt spjald strax í upphafi leiks. KA komst yfir manni færri en gestirnir jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat. Ekki var liðin nema ein og hálf mínúta þegar dró til tíðinda. Dusan Brkovic lenti þá í kapphlaupi við Atla Hrafn Andrason sem var að sleppa einn í gegn og að lokum var það Dusan sem felldi Andra rétt utan við vítateig og fékk að líta beint rautt spjald og KA menn einum færri það sem eftir lifði leiks. KA breytti skipulagi sínu aðeins eftir spjaldið og voru að spila 4-4-1 með þá Rodri og Birgir Baldvinsson í hafsentastöðunum og lágu nokkuð til baka til að byrja með. Þegar leið aðeins á leikinn var þó ekki að sjá að KA væri einum leikmanni færri og voru að spila betur en gestirnir frá Kópavogi. Fyrsta alvöru færi leiksins kom á 34. mínútu og kom það í hlut Jakobs Snæs. Hann fékk þá stutta sendingu inn fyrir frá Ingimar Stöle, fór fram hjá einum varnarmanni og þrumaði boltanum upp í nærhornið og kom 10 leikmönnum KA í forystu. Heimamenn því einu marki yfir í hálfleik. Eftir rúmar þrjár mínútur í síðari hálfleik jafnaði HK leikinn. Hinn sparkvissi Ívar Örn Jónsson tók þá aukaspyrnu úti hægra megin þar sem hann setti boltann inn á teiginn þar sem miðvörðurinn Ahmad Faqa mætti og stangaði boltann í netið. Eftir þetta var ekki mikið um dýrðir og gæðin í síðari hálfleik töluvert minni en í þeim fyrri. Ekki eitt einasta alvöru færi skapaðist og virtust KA menn nokkuð þreyttir eftir að hafa spilað einum færri nánast frá upphafi og verið betri aðilinn í fyrri hálfleik. HK kom boltanum í netið á 78. mínútu en brot var dæmt á Atla Þór Jónasson eftir að hann og Kristijan Jajalo, markmaður KA, lentu saman í háloftunum. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli sem margir telja eflaust sanngjarna niðurstöðu. KA áfram í 7. sæti og HK sæti neðar með stigi minna en hafa spilað einum leik betur. Af hverju varð jafntefli? KA var betri aðilinn í fyrri hálfleik þrátt fyrir að spila einum færri frá 2. mínútu. HK jafnar í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var leikurinn heldur ómerkilegur og jafntefli eðlileg niðurstaða úr því sem komið var. Hverjir stóðu upp úr? Ahmad Faqa skoraði mark HK í dag og var öruggur í vörninni en þurfti vissulega aðeins að eiga við einn framherja allan leikinn. Atli Hrafn Andrason var mest ógnandi af HK-ingum í sókninni. Ingimar Torbjörnsson Stöle stóð sig vel í vinstri bakverðinum. Þurfti að hlaupa mikið og lagði upp markið á Jakob Snæ. Þá verð ég að minnast á Jóan Símun Edmundsson en það sást vel að þetta er maður með gæði sem geta nýst vel á Íslandi. Hann spilaði 54 mínútur í dag og er að koma sér í leikform. Hvað gekk illa? HK gekk illa að opna vörn KA þrátt fyrir að vera einum fleiri allan leikinn. Sömuleiðis gekk KA illa að finna færi sem er þó skiljanlegt þegar þú spilar einum færri. Hvað gerist næst? KA fer til Írlands og mætir Dundalk í seinni leik liðanna í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu fimmtudaginn 3. ágúst kl. 18:45. KA leiðir 2-0 eftir fyrri leikinn. Næsti deildarleikur KA er gegn Val sunnan heiða miðvikudaginn 9. ágúst en sá leikur verður sennilega færður fram um tvo daga komist KA áfram í Sambandsdeildinni. HK fær Keflavík í heimsókn miðvikudaginn 9. ágúst kl. 19:15. Ómar: Við hefðum þurft að hafa miklu meiri ákefð í okkar leik Ómari Ingi Guðmundsson, þjálfari HK „Ég er bara hundsvekktur með að við höfum ekki unnið, það er ekkert flóknara en það. Fyrri hálfleikurinn spilaðist ekki nógu vel af okkar hálfu eftir að þeir missa sinn mann út af og gerðum of lítið til að nýta okkur það vel þannig bara hundsvekktur með að hafa ekki unnið“, sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 1-1 jafntefli gegn KA fyrir norðan. Oft og tíðum var ekki að sjá að KA væri manni færri inn á vellinum í fyrri hálfleik. Var HK liðið ekki undirbúið að hafa boltann svona mikið í leiknum eins og raun bar vitni? „Það á ekkert að vera vandamál. Mér fannst bara einhvernveginn við ekki vera tilbúnir að leggja nógu hart að okkur eftir að við urðum einum fleiri. Við hefðum þurft að hafa miklu meiri ákefð í okkar leik og fara nokkrum gírum ofar en við virtumst ætla að gera og það var að einhverju leyti að við héldum að við myndum komast upp með að vera ekki á 100% ákefð í ljósi þess að þeir voru strax orðnir einum færri og það bara virkar ekki þannig.“ Það virtist oft einfaldlega vanta upp á gæði sóknarlega hjá HK til þess að opna vörn KA og Ómar var með skýringu á því: „Það gerist líka bara af því við erum svo lengi að hreyfa boltann og erum ekki að taka nógu aggressíf hlaup til að opna þá tíu. Um leið og þeir geta komið sér niður og beðið eftir okkur þá verður þetta erfitt og sérstaklega þegar þú ert að spila við KA, þeir eru góðir í því að verjast og líður ekki illa að verjast, síðustu ár hafa bara sýnt það, þannig þeir bara gerðu vel og við gerðum ekki nóg til að hreyfa nógu mikið við þeim.“ „Varnarleikurinn var fínn en að sama skapi bara manni fleiri frá fyrstu mínútu en fín viðbrögð í seinni hálfleik. Við komum miklu beittari og grimmari út í seinni hálfleikinn og vorum með hærri ákefð en við höfðum verið með og ákefð sem við þurftum að vera með og uppskárum mark og uppskárum tækifæri til að skora annað mark og skoruðum annað mark en það bara of seint að byrja þá.“ Ómar er þarna að vísa í atvik á 78. mínútu þegar Atli Þór Jónasson og Kristijan Jajalo, markamaður KA, lenda saman og í kjölfarið kemur HK boltanum í markið en brot er dæmt á Atla. Var Ómar ósáttur við þá ákvörðun dómarans? „Já ég var það. Mér fannst Atli Þór ekki gera neitt, mér fannst hann bara fara upp í einvígið og ekkert brjóta á Jajalo. Hadda (Hallgrími Jónassyni) fannst hann pottþétt brjóta á honum þannig það er bara þannig. Ég veit að Haddi var ekki sáttur við rauða spjaldið en ég var mjög sáttur við rauða spjaldið en ég ætla bara að vona að þetta hafi verið rétt því það var stór ákvörðun hjá honum líka á móti Fram um daginn þegar við vorum að spila. Eins og þetta horfði við mér fannst mér þetta „soft“ en ég vona bara að þetta hafi verið rétt.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti