Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-1 | Allir daprir í Kópavogi Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 21:37 Blikar náðu að jafna metin í kvöld og voru afar nálægt því að tryggja sér sigur í blálokin. vísir/hulda margrét Stjarnan komst upp í 4. sæti Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir að missa niður forskotið í 1-1 jafntefli við Breiðablik. Blikar misstu hins vegar af tækifæri til að fara upp fyrir Val í 2. sæti deildarinnar. Emil Atlason kórónaði 270 mínútna og þriggja marka leikjaviku sína fyrir Stjörnuna með snyrtilegu marki á 62. mínútu, en varamaðurinn Jason Daði Svanþórsson jafnaði fyrir Blika. Það korter sem þá var eftir af leiknum var afar fjörugt og bæði lið fengu úrvals tækifæri til að skora sigurmark. Það besta fékk Klæmint Olsen fyrir Blika rétt áður en lokaflautið gall, einn gegn markverði, en einhvern veginn tókst Árna Snæ Ólafssyni að verja frá honum og sjá til þess að Stjarnan fengi þó stig. Þar með komst Stjarnan upp fyrir KR í 4. sæti, með 22 stig, en Blikar eru með 34 stig í 3. sæti, sjö stigum á eftir toppliði Víkings sem nú á leik til góða. Gula spjaldið sífellt á lofti Blikar þurftu að spjara sig án Gísla Eyjólfssonar sem tók út leikbann, og var Höskuldur Gunnlaugsson á miðjunni í hans stað. Að sama skapi saknaði Stjarnan Eggerts Arons Guðmundssonar sem glímir við smávægileg meiðsli. Stjörnumenn, sem þegar hafa selt Ísak Andra Sigurgeirsson og nú Guðmund Baldvin Nökkvason í atvinnumennsku, virðast hins vegar hafa nóg af efnilegum leikmönnum til að fylla í öll skörð. Þrátt fyrir að umræðan sé meiri um álagið á Blikum, sem standa í miðju Evrópueinvígi við FCK, þá var leikurinn í kvöld einnig þriðji leikurinn á sjö dögum hjá Stjörnumönnum sem þó hófu leikinn af gríðarlegum krafti. Raunar var krafturinn og grimmdin í Stjörnunni of mikil að mati dómarans því þeir fengu þrjú gul spjöld á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Blikar svöruðu einnig fyrir sig með brotum og minna fór fyrir fallegum samleik eða góðum færum. Emil Atlason var þó mjög nálægt því að koma Stjörnunni yfir rétt fyrir hálfleik þegar aukaspyrna hans fór í stöng og út. Miklar breytingar í hléi Stjörnumenn þurftu ekki að hafa svo miklar áhyggjur af gulu spjöldunum því þeir gerðu þrefalda skiptingu í upphafi seinni hálfleiks, eins og til stóð frá upphafi, og hleyptu þeim Jóhanni Árna Gunnarssyni, Hilmari Árna Halldórssyni og Sindra Þór Ingimarssyni inn á. Eflaust í von um að hafa náð að þreyta Blikana með orkumiklum leik í fyrri hálfleik og þannig opnað leiðir fyrir sína hefðbundnu miðjumenn í Jóhanni og Hilmari. Skemmtileg tilraun sem heppnaðist þó hvorki vel né illa. Jason Daði kom hins vegar líka inn á í upphafi seinni hálfleiks og hleypti mun meira lífi í sóknarleik Blika. Hann átti sjálfur snemma gott skot í stöng og var síógnandi. Það var hins vegar Emil sem braut ísinn fyrir Stjörnuna með marki eftir fyrirgjöf Guðmundar Kristjánssonar. Það kveikti enn meira líf í Blikum og Viktor Karl Einarsson var óhemju nálægt því að jafna metin þegar skot hans fór í stöng og út. Áfram héldu Blikar að þjarma að Stjörnumönnum og jöfnunarmark Jasons var verðskuldað, fallegt skot úr teignum eftir sendingu Kristins Steindórssonar. Eins og fyrr segir hefðu bæði lið getað skorað sigurmark á lokakaflanum og fékk Emil mjög gott færi eftir stungusendingu Adolfs Daða Birgissonar, áður en Höskuldur Gunnlaugsson og Klæmint fengu einnig góð tækifæri á hinum enda vallarins. Það gengu því allir daprir af velli í leikslok enda svekkjandi niðurstaða fyrir bæði lið en líklega sanngjörn þegar allt er talið. Jökull: Mjög sáttur með hugrekkið Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sagði það fyrir fram ákveðið að gera skiptingarnar þrjár sem hann gerði í upphafi seinni hálfleiks. Hann treysti sér þó ekki til að dæma strax um hvernig það hefði gengið upp: „Sindri, Jói og Hilmar eru þannig leikmenn sem eru öflugir á boltann og með mikinn skilning á hreyfanleika inn í opin svæði, og taka öflugar ákvarðanir með boltann. Það var fyrir fram ákveðið að þær kæmu inn og að við myndum ná smá „control“ í seinni hálfleik, og ég ætla ekki að dæma um það akkúrat núna hvort að það hafi gengið fullkomlega upp,“ sagði Jökull. „Við vorum töluvert ryðgaðir í byrjun seinni hálfleiks og áttum alltaf von á því fyrir fram, því við gerðum fyrir fram ákveðnar skiptingar sem við vissum alltaf að tækju tíma til að komast í takt. Mér fannst við kannski aldrei ná alveg þeim tökum sem við ætluðum að ná. En ég er bara svekktur að vinna ekki,“ sagði Jökull. Jökull Elísabetarson virðist á réttri leið með lið Stjörnunnar.Vísir/Diego Eins og fyrr segir söfnuðu Stjörnumenn spjöldum í fyrri hálfleik: „Það var ekkert upplegg að fá gul spjöld. Ég held að við höfum fengið þrjú gul spjöld í fyrstu fjórum brotunum okkar. Miðað við önnur brot í leiknum, meðal annars sem við fengum á okkur, get ég ekki séð að þeirri línu hafi verið fylgt. Ég held að við höfum bara verið nokkuð agressívir og flottir,“ sagði Jökull. Stjörnumenn hafa verið á góðu skriði á undanförnu og Jökull sagði leikinn í kvöld sennilega einnig skref í rétta átt. „Ég er sáttur með rosalega margt. Mjög sáttur með hugrekkið. Ef við höfum einhvern tímann sýnt hugrekki þá var það í dag. Pressuðum stíft og ákváðum að ef við þyrftum að skilja eftir „1 á 1“ til baka gegn Jasoni eða hverjum sem væri fremstur hjá þeim, þá ætluðum við að gera það. Við bara díluðum við það. Það er ekkert auðvelt fyrir menn að fá þau skilaboð og fara alla leið í því, en mér fannst menn gera það. Hugrekkið var upp á tíu og ákefðin frábær. Við sköpuðum líka færi, ekkert fáránlega mörg, en nóg,“ sagði Jökull. Athygli vakti að hann tefldi bakvörðum sínum fram á „öfugum“ kanti, ef svo má segja, þar sem örvfættur Þórarinn Ingi var hægra megin en Heiðar Ægisson vinstra megin: „Að hluta til var það bara flipp, til að hafa gaman af þessu. Það er öðruvísi að vera öfugu megin, aðallega sóknarlega, og ég var bara forvitinn að sjá hvernig það kæmi út,“ sagði Jökull. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan
Stjarnan komst upp í 4. sæti Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir að missa niður forskotið í 1-1 jafntefli við Breiðablik. Blikar misstu hins vegar af tækifæri til að fara upp fyrir Val í 2. sæti deildarinnar. Emil Atlason kórónaði 270 mínútna og þriggja marka leikjaviku sína fyrir Stjörnuna með snyrtilegu marki á 62. mínútu, en varamaðurinn Jason Daði Svanþórsson jafnaði fyrir Blika. Það korter sem þá var eftir af leiknum var afar fjörugt og bæði lið fengu úrvals tækifæri til að skora sigurmark. Það besta fékk Klæmint Olsen fyrir Blika rétt áður en lokaflautið gall, einn gegn markverði, en einhvern veginn tókst Árna Snæ Ólafssyni að verja frá honum og sjá til þess að Stjarnan fengi þó stig. Þar með komst Stjarnan upp fyrir KR í 4. sæti, með 22 stig, en Blikar eru með 34 stig í 3. sæti, sjö stigum á eftir toppliði Víkings sem nú á leik til góða. Gula spjaldið sífellt á lofti Blikar þurftu að spjara sig án Gísla Eyjólfssonar sem tók út leikbann, og var Höskuldur Gunnlaugsson á miðjunni í hans stað. Að sama skapi saknaði Stjarnan Eggerts Arons Guðmundssonar sem glímir við smávægileg meiðsli. Stjörnumenn, sem þegar hafa selt Ísak Andra Sigurgeirsson og nú Guðmund Baldvin Nökkvason í atvinnumennsku, virðast hins vegar hafa nóg af efnilegum leikmönnum til að fylla í öll skörð. Þrátt fyrir að umræðan sé meiri um álagið á Blikum, sem standa í miðju Evrópueinvígi við FCK, þá var leikurinn í kvöld einnig þriðji leikurinn á sjö dögum hjá Stjörnumönnum sem þó hófu leikinn af gríðarlegum krafti. Raunar var krafturinn og grimmdin í Stjörnunni of mikil að mati dómarans því þeir fengu þrjú gul spjöld á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Blikar svöruðu einnig fyrir sig með brotum og minna fór fyrir fallegum samleik eða góðum færum. Emil Atlason var þó mjög nálægt því að koma Stjörnunni yfir rétt fyrir hálfleik þegar aukaspyrna hans fór í stöng og út. Miklar breytingar í hléi Stjörnumenn þurftu ekki að hafa svo miklar áhyggjur af gulu spjöldunum því þeir gerðu þrefalda skiptingu í upphafi seinni hálfleiks, eins og til stóð frá upphafi, og hleyptu þeim Jóhanni Árna Gunnarssyni, Hilmari Árna Halldórssyni og Sindra Þór Ingimarssyni inn á. Eflaust í von um að hafa náð að þreyta Blikana með orkumiklum leik í fyrri hálfleik og þannig opnað leiðir fyrir sína hefðbundnu miðjumenn í Jóhanni og Hilmari. Skemmtileg tilraun sem heppnaðist þó hvorki vel né illa. Jason Daði kom hins vegar líka inn á í upphafi seinni hálfleiks og hleypti mun meira lífi í sóknarleik Blika. Hann átti sjálfur snemma gott skot í stöng og var síógnandi. Það var hins vegar Emil sem braut ísinn fyrir Stjörnuna með marki eftir fyrirgjöf Guðmundar Kristjánssonar. Það kveikti enn meira líf í Blikum og Viktor Karl Einarsson var óhemju nálægt því að jafna metin þegar skot hans fór í stöng og út. Áfram héldu Blikar að þjarma að Stjörnumönnum og jöfnunarmark Jasons var verðskuldað, fallegt skot úr teignum eftir sendingu Kristins Steindórssonar. Eins og fyrr segir hefðu bæði lið getað skorað sigurmark á lokakaflanum og fékk Emil mjög gott færi eftir stungusendingu Adolfs Daða Birgissonar, áður en Höskuldur Gunnlaugsson og Klæmint fengu einnig góð tækifæri á hinum enda vallarins. Það gengu því allir daprir af velli í leikslok enda svekkjandi niðurstaða fyrir bæði lið en líklega sanngjörn þegar allt er talið. Jökull: Mjög sáttur með hugrekkið Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sagði það fyrir fram ákveðið að gera skiptingarnar þrjár sem hann gerði í upphafi seinni hálfleiks. Hann treysti sér þó ekki til að dæma strax um hvernig það hefði gengið upp: „Sindri, Jói og Hilmar eru þannig leikmenn sem eru öflugir á boltann og með mikinn skilning á hreyfanleika inn í opin svæði, og taka öflugar ákvarðanir með boltann. Það var fyrir fram ákveðið að þær kæmu inn og að við myndum ná smá „control“ í seinni hálfleik, og ég ætla ekki að dæma um það akkúrat núna hvort að það hafi gengið fullkomlega upp,“ sagði Jökull. „Við vorum töluvert ryðgaðir í byrjun seinni hálfleiks og áttum alltaf von á því fyrir fram, því við gerðum fyrir fram ákveðnar skiptingar sem við vissum alltaf að tækju tíma til að komast í takt. Mér fannst við kannski aldrei ná alveg þeim tökum sem við ætluðum að ná. En ég er bara svekktur að vinna ekki,“ sagði Jökull. Jökull Elísabetarson virðist á réttri leið með lið Stjörnunnar.Vísir/Diego Eins og fyrr segir söfnuðu Stjörnumenn spjöldum í fyrri hálfleik: „Það var ekkert upplegg að fá gul spjöld. Ég held að við höfum fengið þrjú gul spjöld í fyrstu fjórum brotunum okkar. Miðað við önnur brot í leiknum, meðal annars sem við fengum á okkur, get ég ekki séð að þeirri línu hafi verið fylgt. Ég held að við höfum bara verið nokkuð agressívir og flottir,“ sagði Jökull. Stjörnumenn hafa verið á góðu skriði á undanförnu og Jökull sagði leikinn í kvöld sennilega einnig skref í rétta átt. „Ég er sáttur með rosalega margt. Mjög sáttur með hugrekkið. Ef við höfum einhvern tímann sýnt hugrekki þá var það í dag. Pressuðum stíft og ákváðum að ef við þyrftum að skilja eftir „1 á 1“ til baka gegn Jasoni eða hverjum sem væri fremstur hjá þeim, þá ætluðum við að gera það. Við bara díluðum við það. Það er ekkert auðvelt fyrir menn að fá þau skilaboð og fara alla leið í því, en mér fannst menn gera það. Hugrekkið var upp á tíu og ákefðin frábær. Við sköpuðum líka færi, ekkert fáránlega mörg, en nóg,“ sagði Jökull. Athygli vakti að hann tefldi bakvörðum sínum fram á „öfugum“ kanti, ef svo má segja, þar sem örvfættur Þórarinn Ingi var hægra megin en Heiðar Ægisson vinstra megin: „Að hluta til var það bara flipp, til að hafa gaman af þessu. Það er öðruvísi að vera öfugu megin, aðallega sóknarlega, og ég var bara forvitinn að sjá hvernig það kæmi út,“ sagði Jökull.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti