Búið að aflétta öllum takmörkunum á sölu íslenskra upprunaábyrgða Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2023 14:40 Sala upprunaábyrgða skilar umtalsverðum tekjum til framleiðenda grænnar orku. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun Þýskalands (UBA) hefur aflétt banni við sölu upprunaábyrgða raforku frá Íslandi til Þýskalands. Bannið var sett á vegna gruns um að vinnsla grænnar orku væri tvítalin hér á landi en athugun stofnunarinnar hefur leitt í ljós að svo sé ekki. Þar með hefur öllum höftum á viðskipti með íslenskar upprunaábyrgðir verið aflétt. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Landsvirkjun en sú ákvörðun Umhverfisstofnunar Þýskalands að banna innflutninginn er sögð byggja á útflutningsbanni AIB, evrópskra samtaka útgefenda upprunaábyrgða. Því banni var aflétt 1. júlí síðastliðinn, um mánuði eftir að bannið var sett á. Að sögn Landsvirkjunar var bannið rökstutt með því að grunur væri um að stærstu orkunotendur Íslands hefðu fullyrt að þeir notuðu græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimiluðu slíkar staðhæfingar. Þetta fæli í sér brot á reglum um upprunaábyrgðir og að vinnsla grænnar orku væri tvítalin. Nánari athugun Umhverfisstofnunar Þýskalands hafi leitt í ljós sú væri raunin ekki hjá íslenskum raforkuframleiðendum. Árlegt verðmæti upprunaábyrgða nemi um tuttugu milljörðum króna AIB tilkynnti 27. apríl síðastliðinn að samtökunum hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi hafi verið tvítalin í nóvember í fyrra. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir og þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þá orku verið fluttar úr landi. Í kjölfarið var útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi stöðvaður á meðan krafist var útbóta og Landsneti gefinn kostur á að bregðast við ásökununum en fyrirtækið sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. Innlend viðskipti með upprunaábyrgðir héldu áfram þrátt fyrir ákvörðun stjórnar AIB. Greint hefur verið frá því að Landsvirkjun áætli að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og sást í vor. Ætlað að styðja við uppbyggingu á grænum orkugjöfum Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Sala á ábyrgðum er þannig ætlað að auka tekjur fyrirtækja sem framleiða endurnýjanlega orku og standa straum af kostnaði við fjárfestingar í slíkri orkuframleiðslu. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33 Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Þar með hefur öllum höftum á viðskipti með íslenskar upprunaábyrgðir verið aflétt. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Landsvirkjun en sú ákvörðun Umhverfisstofnunar Þýskalands að banna innflutninginn er sögð byggja á útflutningsbanni AIB, evrópskra samtaka útgefenda upprunaábyrgða. Því banni var aflétt 1. júlí síðastliðinn, um mánuði eftir að bannið var sett á. Að sögn Landsvirkjunar var bannið rökstutt með því að grunur væri um að stærstu orkunotendur Íslands hefðu fullyrt að þeir notuðu græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimiluðu slíkar staðhæfingar. Þetta fæli í sér brot á reglum um upprunaábyrgðir og að vinnsla grænnar orku væri tvítalin. Nánari athugun Umhverfisstofnunar Þýskalands hafi leitt í ljós sú væri raunin ekki hjá íslenskum raforkuframleiðendum. Árlegt verðmæti upprunaábyrgða nemi um tuttugu milljörðum króna AIB tilkynnti 27. apríl síðastliðinn að samtökunum hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi hafi verið tvítalin í nóvember í fyrra. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir og þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þá orku verið fluttar úr landi. Í kjölfarið var útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi stöðvaður á meðan krafist var útbóta og Landsneti gefinn kostur á að bregðast við ásökununum en fyrirtækið sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. Innlend viðskipti með upprunaábyrgðir héldu áfram þrátt fyrir ákvörðun stjórnar AIB. Greint hefur verið frá því að Landsvirkjun áætli að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og sást í vor. Ætlað að styðja við uppbyggingu á grænum orkugjöfum Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Sala á ábyrgðum er þannig ætlað að auka tekjur fyrirtækja sem framleiða endurnýjanlega orku og standa straum af kostnaði við fjárfestingar í slíkri orkuframleiðslu. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33 Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33
Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54