Færir úkraínskum börnum lýsi í samstarfi við heimsmeistara í boxi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. júlí 2023 07:45 Artem drekkur ekki áfengi en starfar sem barþjónn. Hann vill hjálpa innflytjendum að aðlagast og verða virkir þjóðfélagsþegnar. Kristinn Guðmundsson Hinn úkraínski Artem Melnychuk hefur fengið umboð til að selja lýsi í Úkraínu. Í samstarfi við heimsmeistarann í hnefaleikum gefur hann börnum á spítölum krakkalýsi. Artem hefur búið á Íslandi í fjögur ár. „Ég er svolítið klikkaður en á góðan máta. Ég vill gera eitthvað við líf mitt, er sífellt að reyna að bæta mig og finna út hvað ég vill gera. Ég trúi á sjálfan mig og gefst aldrei upp, sama hvað gengur á. Þegar ég finn að hlutirnir eru að gerast finn ég kraft og líður mjög vel,“ segir Artem sem starfar sem barþjónn á Reykjavík Saga Hotel á Lækjargötu. Artem er þrítugur að aldri, fæddur í höfuðborginni Kænugarði. Hann er menntaður barþjónn, sem drekkur þó ekki áfengi, og hefur starfað í Grikklandi, Eistlandi, Belgíu og Dúbaí. Hann flutti hingað til lands árið 2019. „Mig langaði að flytja til einhvers Norðurlandanna og Ísland er meðal fallegustu landa heims, ásamt Nepal og Tíbet. Ég elska náttúruna. Mér líður eins og ég sé hluti af henni,“ segir Artem. Hann segist elska kuldann og stundar sjósund. Borða lýsi eins og síróp Fyrir um hálfu ári fékk Artem umboð til að selja lýsi til Úkraínu. Þá sér hann einnig um að gefa úkraínskum börnum á spítölum krakkalýsi. Fyrirtækið Lýsi og Artem vinna þetta saman með góðgerðasamtökum sem Olekander Usyk, heimsmeistari í hnefaleikum, stofnaði. Sjálfur segist Artem hafa stundað hnefaleika en aldrei sem atvinnumaður. Oleksander Usyk heimsmeistari í þungavigt er einn af fjölmörgum frammúrskarandi hnefaleikamönnum frá Úkraínu.EPA „Úkraínumenn elska lýsi,“ segir Artem. „Börnin sem vildu ekki bragðið af fiskiolíunni eru óð í lýsi með sítrónu og límónu og borða eins og þetta sé síróp. „Mamma og pabbi má ég fá lýsi“ segja þau.“ Vill byggja innflytjendur upp Eftir að stríðið í Úkraínu hófst og flóttamenn byrjuðu að streyma hingað tók Artem þátt í hjólreiðamiðlun fyrir þá. Það er að útvega flóttamönnum reiðhjól til að komast leiðar sinnar. Nú eru Artem og nokkrir Íslendingar að setja á fót góðgerðasamtök til þess að veita flóttafólki og innflytjendum ráðgjöf, Multicultural Support Center heita samtökin. Að sögn Artem elska úkraínsk börnlýsi með sítrónu og límónu. „Takmark mitt er að hjálpa fólki að aðlagast Íslandi. Að það greiði skatta og verði gagnlegt í íslensku samfélagi. Íslenskt samfélag er ekki stórt en ég vill hjálpa því að stækka,“ segir Artem. Hann segir mikilvægt að innflytjendur skili sínu og séu ekki aðeins þiggjendur. Aðlögun og uppbygging skipti miklu máli til að gera þá að sem virkustu þjóðfélagsþegnum. Vinir og skólasystkini á vígvellinum Þegar Artem flutti til landsins vann hann á Fosshotel Glacier Lagoon á Öræfum. Núna þjónar hann á Reykjavík Saga Hotel á Lækjargötu. Artem kom hingað án fjölskyldu en á fjölskyldu heima í Kænugarði. Foreldra, bróður og frændfólk. Hann segist eiga vini og skólasystkini sem séu núna á vígvellinum að berjast við innrásarher Rússa. „Ég þekki fólk sem hefur misst fótlegg, ég þekki fólk sem hefur misst handlegg og ég þekki fólk sem hefur misst lífið í stríðinu. Þetta er mjög sárt og sýnir manni hvað lífið er hverfult,“ segir Artem. Artem á fjölskyldu og vini í heimalandinu. Sumir hafa misst útlimi í stríðinu og sumir hafa dáið.Kristinn Guðmundsson Aðspurður um framtíðina segist hann vilja vera áfram á Íslandi, að minnsta kosti næstu árin. „Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Sumir segja að manni geti aðeins liðið þannig ef maður fæðist í landinu en mér líður samt eins og ég sé heima hjá mér á Íslandi. Mér líkar vel við Íslendinga, þið eruð mjög góðhjörtuð, opin og eruð góðir vinir. Friðsamir stríðsmenn, ungir sem aldnir, ríkir og fátækir,“ segir Artem og nefnir stuðninginn sem Ísland hefur sýnt Úkraínu frá innrásinni. „Þið hafið sýnt heiminum að ykkur þykir vænt um fólkið í Úkraínu.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Innflytjendamál Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
„Ég er svolítið klikkaður en á góðan máta. Ég vill gera eitthvað við líf mitt, er sífellt að reyna að bæta mig og finna út hvað ég vill gera. Ég trúi á sjálfan mig og gefst aldrei upp, sama hvað gengur á. Þegar ég finn að hlutirnir eru að gerast finn ég kraft og líður mjög vel,“ segir Artem sem starfar sem barþjónn á Reykjavík Saga Hotel á Lækjargötu. Artem er þrítugur að aldri, fæddur í höfuðborginni Kænugarði. Hann er menntaður barþjónn, sem drekkur þó ekki áfengi, og hefur starfað í Grikklandi, Eistlandi, Belgíu og Dúbaí. Hann flutti hingað til lands árið 2019. „Mig langaði að flytja til einhvers Norðurlandanna og Ísland er meðal fallegustu landa heims, ásamt Nepal og Tíbet. Ég elska náttúruna. Mér líður eins og ég sé hluti af henni,“ segir Artem. Hann segist elska kuldann og stundar sjósund. Borða lýsi eins og síróp Fyrir um hálfu ári fékk Artem umboð til að selja lýsi til Úkraínu. Þá sér hann einnig um að gefa úkraínskum börnum á spítölum krakkalýsi. Fyrirtækið Lýsi og Artem vinna þetta saman með góðgerðasamtökum sem Olekander Usyk, heimsmeistari í hnefaleikum, stofnaði. Sjálfur segist Artem hafa stundað hnefaleika en aldrei sem atvinnumaður. Oleksander Usyk heimsmeistari í þungavigt er einn af fjölmörgum frammúrskarandi hnefaleikamönnum frá Úkraínu.EPA „Úkraínumenn elska lýsi,“ segir Artem. „Börnin sem vildu ekki bragðið af fiskiolíunni eru óð í lýsi með sítrónu og límónu og borða eins og þetta sé síróp. „Mamma og pabbi má ég fá lýsi“ segja þau.“ Vill byggja innflytjendur upp Eftir að stríðið í Úkraínu hófst og flóttamenn byrjuðu að streyma hingað tók Artem þátt í hjólreiðamiðlun fyrir þá. Það er að útvega flóttamönnum reiðhjól til að komast leiðar sinnar. Nú eru Artem og nokkrir Íslendingar að setja á fót góðgerðasamtök til þess að veita flóttafólki og innflytjendum ráðgjöf, Multicultural Support Center heita samtökin. Að sögn Artem elska úkraínsk börnlýsi með sítrónu og límónu. „Takmark mitt er að hjálpa fólki að aðlagast Íslandi. Að það greiði skatta og verði gagnlegt í íslensku samfélagi. Íslenskt samfélag er ekki stórt en ég vill hjálpa því að stækka,“ segir Artem. Hann segir mikilvægt að innflytjendur skili sínu og séu ekki aðeins þiggjendur. Aðlögun og uppbygging skipti miklu máli til að gera þá að sem virkustu þjóðfélagsþegnum. Vinir og skólasystkini á vígvellinum Þegar Artem flutti til landsins vann hann á Fosshotel Glacier Lagoon á Öræfum. Núna þjónar hann á Reykjavík Saga Hotel á Lækjargötu. Artem kom hingað án fjölskyldu en á fjölskyldu heima í Kænugarði. Foreldra, bróður og frændfólk. Hann segist eiga vini og skólasystkini sem séu núna á vígvellinum að berjast við innrásarher Rússa. „Ég þekki fólk sem hefur misst fótlegg, ég þekki fólk sem hefur misst handlegg og ég þekki fólk sem hefur misst lífið í stríðinu. Þetta er mjög sárt og sýnir manni hvað lífið er hverfult,“ segir Artem. Artem á fjölskyldu og vini í heimalandinu. Sumir hafa misst útlimi í stríðinu og sumir hafa dáið.Kristinn Guðmundsson Aðspurður um framtíðina segist hann vilja vera áfram á Íslandi, að minnsta kosti næstu árin. „Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Sumir segja að manni geti aðeins liðið þannig ef maður fæðist í landinu en mér líður samt eins og ég sé heima hjá mér á Íslandi. Mér líkar vel við Íslendinga, þið eruð mjög góðhjörtuð, opin og eruð góðir vinir. Friðsamir stríðsmenn, ungir sem aldnir, ríkir og fátækir,“ segir Artem og nefnir stuðninginn sem Ísland hefur sýnt Úkraínu frá innrásinni. „Þið hafið sýnt heiminum að ykkur þykir vænt um fólkið í Úkraínu.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Innflytjendamál Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira