Íslenski boltinn

Breiðablik kaupir markahæsta leikmann kvennaliðs Keflavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Linli Tu í leik með Keflavík á móti Þrótti í Bestu deildinni í sumar.
Linli Tu í leik með Keflavík á móti Þrótti í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Anton Brink

Blikar hafa styrkt sig fyrir lokakaflann á tímabilinu en liðið er í baráttu bæði um Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn.

Breiðablik hefur keypt kínverska framherjann Linli Tu frá Keflavík. Linli Tu er 24 ára gömul og hefur skorað 4 mörk í 12 leikjum í Bestu deildinni í sumar.

Tu hefur mætt Breiðabliki tvisvar í Bestu deildinni í sumar en náði ekki að skora frekar en liðsfélagar sínir.

Blikar fóru í EM-fríið með þrjá sigra í röð og sæti í bikarúrslitaleiknum og líta nú enn betur út í sókninni eftir komu Tu.

Þetta var hennar fyrsta tímabil með Keflavík en hún skoraði 16 mörk í 17 leikjum með FHL í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×