Dagurinn dásamlegur þrátt fyrir að nær ekkert hafi farið eftir plani Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. júlí 2023 07:00 Katrín Edda og Markus Wasserbaech gengu í það heilaga um helgina í annað sinn. Ívar Eyþórsson „Við erum í smá spennufalli eftir þetta,“ segir verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn Katrín Edda. Hún og Markus Wasserbaech giftu sig við hátíðlega athöfn um helgina. Þetta var í annað sinn sem hjúin gengu í það heilaga en fyrst giftu þau sig við litla athöfn í Covid faraldrinum. Því var tilhlökkunin mikil við að fagna ástinni með vinum og vandamönnum. „Þetta var magnaður dagur sem leið svo ótrúlega hratt,“ segir Katrín Edda í samtali við blaðamann. „Athöfnin fór fram í Garðakirkju og veislan var haldin á Grand Hótel um kvöldið. Hún var æðislegt og allt var svo ótrúlega flott.“ Katrín Edda segir að tíminn hafi hreinlega flogið á brúðkaupsdaginn.Aðsend Grátur og gleymdur blómvöndur Hún segir þó ýmislegt óvænt hafa komið upp á stóra deginum sem ekki var hægt að undirbúa sig fyrir. „Ég fór í hár og förðun hjá Alexöndru Sif um morguninn og besta vinkona mín kom með. Það var ótrúlega skemmtilegt en tíminn flaug frá okkur og allt í einu varð ég smá stressuð því við vorum eiginlega á seinustu stundu,“ segir Katrín Edda, sem er ekki mikið fyrir að vera óstundvís. Þegar hún var að mæta í kirkjuna fattaði hún svo að brúðarvöndurinn hafði gleymst í förðuninni. Katrín Edda var stórglæsileg á brúðkaupsdaginn. Alexandra Sif Nikulásdóttir sá um hár og förðun.Aðsend „Berglind vinkona mín brunaði að sækja hann og þegar hún kom til baka var klukkan orðin rúmlega þrjú. Elísa Eyþóra stelpan mín sem er sjö mánaða var þá hágrátandi en hún átti að vera keyrð inn kirkjugólfið í voða krúttlegum vagni af litlu frænku minni. Það gekk hinsvegar ekki því hún var á orginu elsku barnið og frænka mín hélt því á henni inn.“ Markus, Katrín og Elísa Eyþóra.Aðsend Andaði léttar eftir heitin Katrín Edda segist því hafa verið smá stressuð í upphafi athafnarinnar. „Mér leið ekkert sérstaklega vel því ég var búin að vera á þeytingi, Elísa var hágrátandi og mér fannst eins og ég væri að klúðra öllu sem var ógeðslega erfitt.“ Líðan Katrínar breyttist þó blessunarlega fljótt. „Þegar það var búið að gifta okkur og Markus settist hliðina á mér þá fann ég hvernig ég andaði léttar og mér leið miklu betur. Það var búið að vera svo mikið að gerast og maður var búinn að vera smá upptjúnaður.“ Katrín Edda og Markus áttu dásamlegan brúðkaupsdag þó að allt hafi ekki farið eftir plani.Aðsend Eftir athöfnina fóru brúðhjónin beint í myndatöku. „Ívar Eyþórsson tók myndirnar og þær voru frábærar. Eva vinkona mín fór aðeins út með Elísu Eyþóru og hún sofnaði hjá henni en litla var búin að vera vakandi í sex tíma og var orðin mjög þreytt svo það var gott að ná að lúra smá. Hún kom svo með okkur í myndatökuna klukkutíma seinna og var miklu hressari.“ Matarpása í myndatökunni hjá Elísu Eyþóru. Aðsend Fyndinn og krúttlegur brúðkaupsdans Að myndatökunni lokinni tóku veisluhöldin svo við á Grand Hótel. „Þar voru allir vinir okkar og okkar fólk og það var algjörlega yndislegt. Veislan var frábær. Berglind besta vinkona mín og Atli Viðar bróðir minn voru veislustjórar og svo hélt Atli Viðar partýinu gangandi fram á nótt sem DJ. Við Markus byrjuðum dansgólfið á rosa fyndnum og krúttlegum brúðkaupsdansi,“ segir Katrín brosandi. Hjónin dönsuðu skemmtilegan brúðardans.Aðsend „Þetta heppnaðist bara svo ótrúlega vel og alltof fljótt að líða einhvern veginn. Við erum núna í smá spennufalli á eftir þetta,“ segir Katrín Edda og bætir við að það verði gott að geta tekið því aðeins rólega. „Ég hef samt ekkert náð að hvíla mig því við erum með þýska gesti í heimsókn og ég er búin að vera að plana í kringum þau sem er ótrúlega skemmtilegt. Við fórum með þau í Skylagoon í gær og út að borða og erum núna á leið í Reykjadal. Ég næ kannski að slaka á næstu helgi,“ segir hún að lokum og hlær. Nýgift!Aðsend Hér má sjá fleiri myndir af brúðkaupsdegi Katrínar Eddu og Markusar: Ástin var svo sannarlega í loftinu á laugardaginn. Ívar Eyþórsson Fjölskyldan Katrín Edda, Markus og Elísa Eyþóra.Ívar Eyþórsson Hjónin fögnuðu deginum með sínu besta fólki.Ívar Eyþórsson Hjónin mætt í veisluna á Grand Hótel.Aðsend Katrín Edda og Berglind besta vinkona hennar og veislustjóri í brúðkaupinu. Aðsend Katrín Edda og Markus að setja upp hringana.Aðsend Glæsilegur bíll.Aðsend Athöfnin fór fram í Garðakirkju.Aðsend Gleði og gaman.Aðsend Nóg af kossum á þessum ástar degi. Aðsend Kökukoss á Grand Hótel.Aðsend Gestirnir tóku vel á móti brúðhjónunum.Aðsend Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Brúðkaupsundirbúningur Katrínar Eddu og Markusar í hámarki: „Honum finnst allt flott sem ég vel“ Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir gengur að eiga unnusta sinn Markus Wasserbaech innan örfárra daga. Brúðkaupið fer fram á Íslandi en gestir streyma allstaðar að. 4. júlí 2023 07:01 Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
„Þetta var magnaður dagur sem leið svo ótrúlega hratt,“ segir Katrín Edda í samtali við blaðamann. „Athöfnin fór fram í Garðakirkju og veislan var haldin á Grand Hótel um kvöldið. Hún var æðislegt og allt var svo ótrúlega flott.“ Katrín Edda segir að tíminn hafi hreinlega flogið á brúðkaupsdaginn.Aðsend Grátur og gleymdur blómvöndur Hún segir þó ýmislegt óvænt hafa komið upp á stóra deginum sem ekki var hægt að undirbúa sig fyrir. „Ég fór í hár og förðun hjá Alexöndru Sif um morguninn og besta vinkona mín kom með. Það var ótrúlega skemmtilegt en tíminn flaug frá okkur og allt í einu varð ég smá stressuð því við vorum eiginlega á seinustu stundu,“ segir Katrín Edda, sem er ekki mikið fyrir að vera óstundvís. Þegar hún var að mæta í kirkjuna fattaði hún svo að brúðarvöndurinn hafði gleymst í förðuninni. Katrín Edda var stórglæsileg á brúðkaupsdaginn. Alexandra Sif Nikulásdóttir sá um hár og förðun.Aðsend „Berglind vinkona mín brunaði að sækja hann og þegar hún kom til baka var klukkan orðin rúmlega þrjú. Elísa Eyþóra stelpan mín sem er sjö mánaða var þá hágrátandi en hún átti að vera keyrð inn kirkjugólfið í voða krúttlegum vagni af litlu frænku minni. Það gekk hinsvegar ekki því hún var á orginu elsku barnið og frænka mín hélt því á henni inn.“ Markus, Katrín og Elísa Eyþóra.Aðsend Andaði léttar eftir heitin Katrín Edda segist því hafa verið smá stressuð í upphafi athafnarinnar. „Mér leið ekkert sérstaklega vel því ég var búin að vera á þeytingi, Elísa var hágrátandi og mér fannst eins og ég væri að klúðra öllu sem var ógeðslega erfitt.“ Líðan Katrínar breyttist þó blessunarlega fljótt. „Þegar það var búið að gifta okkur og Markus settist hliðina á mér þá fann ég hvernig ég andaði léttar og mér leið miklu betur. Það var búið að vera svo mikið að gerast og maður var búinn að vera smá upptjúnaður.“ Katrín Edda og Markus áttu dásamlegan brúðkaupsdag þó að allt hafi ekki farið eftir plani.Aðsend Eftir athöfnina fóru brúðhjónin beint í myndatöku. „Ívar Eyþórsson tók myndirnar og þær voru frábærar. Eva vinkona mín fór aðeins út með Elísu Eyþóru og hún sofnaði hjá henni en litla var búin að vera vakandi í sex tíma og var orðin mjög þreytt svo það var gott að ná að lúra smá. Hún kom svo með okkur í myndatökuna klukkutíma seinna og var miklu hressari.“ Matarpása í myndatökunni hjá Elísu Eyþóru. Aðsend Fyndinn og krúttlegur brúðkaupsdans Að myndatökunni lokinni tóku veisluhöldin svo við á Grand Hótel. „Þar voru allir vinir okkar og okkar fólk og það var algjörlega yndislegt. Veislan var frábær. Berglind besta vinkona mín og Atli Viðar bróðir minn voru veislustjórar og svo hélt Atli Viðar partýinu gangandi fram á nótt sem DJ. Við Markus byrjuðum dansgólfið á rosa fyndnum og krúttlegum brúðkaupsdansi,“ segir Katrín brosandi. Hjónin dönsuðu skemmtilegan brúðardans.Aðsend „Þetta heppnaðist bara svo ótrúlega vel og alltof fljótt að líða einhvern veginn. Við erum núna í smá spennufalli á eftir þetta,“ segir Katrín Edda og bætir við að það verði gott að geta tekið því aðeins rólega. „Ég hef samt ekkert náð að hvíla mig því við erum með þýska gesti í heimsókn og ég er búin að vera að plana í kringum þau sem er ótrúlega skemmtilegt. Við fórum með þau í Skylagoon í gær og út að borða og erum núna á leið í Reykjadal. Ég næ kannski að slaka á næstu helgi,“ segir hún að lokum og hlær. Nýgift!Aðsend Hér má sjá fleiri myndir af brúðkaupsdegi Katrínar Eddu og Markusar: Ástin var svo sannarlega í loftinu á laugardaginn. Ívar Eyþórsson Fjölskyldan Katrín Edda, Markus og Elísa Eyþóra.Ívar Eyþórsson Hjónin fögnuðu deginum með sínu besta fólki.Ívar Eyþórsson Hjónin mætt í veisluna á Grand Hótel.Aðsend Katrín Edda og Berglind besta vinkona hennar og veislustjóri í brúðkaupinu. Aðsend Katrín Edda og Markus að setja upp hringana.Aðsend Glæsilegur bíll.Aðsend Athöfnin fór fram í Garðakirkju.Aðsend Gleði og gaman.Aðsend Nóg af kossum á þessum ástar degi. Aðsend Kökukoss á Grand Hótel.Aðsend Gestirnir tóku vel á móti brúðhjónunum.Aðsend
Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Brúðkaupsundirbúningur Katrínar Eddu og Markusar í hámarki: „Honum finnst allt flott sem ég vel“ Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir gengur að eiga unnusta sinn Markus Wasserbaech innan örfárra daga. Brúðkaupið fer fram á Íslandi en gestir streyma allstaðar að. 4. júlí 2023 07:01 Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Brúðkaupsundirbúningur Katrínar Eddu og Markusar í hámarki: „Honum finnst allt flott sem ég vel“ Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir gengur að eiga unnusta sinn Markus Wasserbaech innan örfárra daga. Brúðkaupið fer fram á Íslandi en gestir streyma allstaðar að. 4. júlí 2023 07:01
Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30