„Vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik" Ásgeir Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2023 22:45 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú sem hans lið hlaut gegn Fram. Valur komst snemma yfir og bar mikla yfirburði í upphafi en spilamennskan dalaði svo töluvert í seinni hálfleiknum, þeim tókst þó að halda þetta út og klára leikinn 1-0. Valsmenn koma sér með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. „Mér fannst þetta svolítið leikur tveggja hálfleika, í fyrri hálfleik spiluðum við frábæran fótbolta, bárum algjöra yfirburði og sköpuðum okkur helling af færum en nýttum bara eitt. Ég átti von á því að við myndum koma aðeins sterkari út í seinni en vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik.“ Þrátt fyrir sigurinn var áhyggjutónn í rödd þjálfarans þegar seinni hálfleikur leiksins var ræddur. Hann segir sitt lið hafa átt að ganga frá leiknum meðan tækifærið gafst í fyrri hálfleik. „Það er alltaf þannig, þú getur ekki verið með yfirburði í nítíu mínútur og þarft að nýta þann tíma í leik sem þú ert miklu betri og skapa þér færi, sem við gerðum ekki nógu mikið í fyrri hálfleik... Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni, fáum samt tvö dauðafæri í seinni hálfleik en það er eitthvað smá bras á okkur í síðustu leikjum. Sköpum helling af færum á móti Stjörnunni en nýttum ekkert, hér sköpum við helling af færum en skorum bara eitt mark.“ En af hverju stafar þessi mikli munur á spilamennsku liðsins milli hálfleika? „Stundum er það bara þannig, ég veit það ekki, menn fara kannski í einhvern varnargír og ætla að halda eitthvað, þó menn ætli sér ekkert að gera það. Svo er það líka þannig að við erum að spila á móti góðu liði... á einhverjum tímapunkti stígur Fram upp, þeir eru með hörku fótboltamenn sem geta spilað góðan bolta og hafa oft sýnt það. Það var alveg viðbúið að þeir myndu fá einhvern kafla í leiknum, sem betur fer voru þeir ekki margir en þeir sköpuðu sér færi og hefðu getað skorað.“ Valur á næst leik við KR, mánudaginn 31. júlí, þar má gera ráð fyrir hörkuleik milli þessara tveggja Reykjavíkurstórvelda. „Þeir sem þekkja eitthvað til þessara tveggja liða vita að það þarf ekkert að peppa menn upp fyrir þann leik. Þetta er svona alvöru ‘‘derby‘‘ leikur og það verða allir vel gíraðir í þann leik. Ég á bara von á hörkuleik, KR var að tapa núna og ég geri ráð fyrir því að fá þá vel gíraða á móti okkur. En við ætlum að reyna vera þarna uppi og berjast við Víking, þá þurfum við að sækja þrjú stig þangað.“ sagði Arnar að lokum. Valur Besta deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Sjá meira
„Mér fannst þetta svolítið leikur tveggja hálfleika, í fyrri hálfleik spiluðum við frábæran fótbolta, bárum algjöra yfirburði og sköpuðum okkur helling af færum en nýttum bara eitt. Ég átti von á því að við myndum koma aðeins sterkari út í seinni en vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik.“ Þrátt fyrir sigurinn var áhyggjutónn í rödd þjálfarans þegar seinni hálfleikur leiksins var ræddur. Hann segir sitt lið hafa átt að ganga frá leiknum meðan tækifærið gafst í fyrri hálfleik. „Það er alltaf þannig, þú getur ekki verið með yfirburði í nítíu mínútur og þarft að nýta þann tíma í leik sem þú ert miklu betri og skapa þér færi, sem við gerðum ekki nógu mikið í fyrri hálfleik... Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni, fáum samt tvö dauðafæri í seinni hálfleik en það er eitthvað smá bras á okkur í síðustu leikjum. Sköpum helling af færum á móti Stjörnunni en nýttum ekkert, hér sköpum við helling af færum en skorum bara eitt mark.“ En af hverju stafar þessi mikli munur á spilamennsku liðsins milli hálfleika? „Stundum er það bara þannig, ég veit það ekki, menn fara kannski í einhvern varnargír og ætla að halda eitthvað, þó menn ætli sér ekkert að gera það. Svo er það líka þannig að við erum að spila á móti góðu liði... á einhverjum tímapunkti stígur Fram upp, þeir eru með hörku fótboltamenn sem geta spilað góðan bolta og hafa oft sýnt það. Það var alveg viðbúið að þeir myndu fá einhvern kafla í leiknum, sem betur fer voru þeir ekki margir en þeir sköpuðu sér færi og hefðu getað skorað.“ Valur á næst leik við KR, mánudaginn 31. júlí, þar má gera ráð fyrir hörkuleik milli þessara tveggja Reykjavíkurstórvelda. „Þeir sem þekkja eitthvað til þessara tveggja liða vita að það þarf ekkert að peppa menn upp fyrir þann leik. Þetta er svona alvöru ‘‘derby‘‘ leikur og það verða allir vel gíraðir í þann leik. Ég á bara von á hörkuleik, KR var að tapa núna og ég geri ráð fyrir því að fá þá vel gíraða á móti okkur. En við ætlum að reyna vera þarna uppi og berjast við Víking, þá þurfum við að sækja þrjú stig þangað.“ sagði Arnar að lokum.
Valur Besta deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti