Vörumerkið Ísland Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 24. júlí 2023 07:01 Í rekstri margra fyrirtækja er vörumerkið verðmætasta eignin þótt ekki sjáist það sem tala á blaði. Vörumerkið er samofið ímynd fyrirtækisins. Og fyrirtækin leggja ofurkapp á að varðveita vörumerkið og þar með ímynd fyrirtækisins. Vel rekin fyrirtæki fórna ekki langtímahagsmunum sínum fyrir skammtímagróða með því að gjaldfella vörumerkið. Dæmi hins gagnstæða eru vissulega fyrir hendi, en þau eru víti til að varast. Tveir fyrirsvarsmenn ferðaþjónustunnar viku nýlega að varnaðarorðum mínum um uppbyggingu ferðaþjónustunnar með fremur neikvæðum orðum. Fyrir mér vöktu ekki síst langtímahagsmunir ferðaþjónustunnar. Hagsmunir þjóðarinnar og ferðaþjónustunnar fara nefnilega saman til framtíðar, ekki bara til skamms tíma. Okkur eru flestum í fersku minni þegar bankakerfið hrundi á Íslandi. Skammt er síðan covid lauk. Hvort tveggja hefur beint sjónum okkar að kerfislægri fjárhagsáhættu. Kerfisáhætta teldist vera fyrir hendi þegar truflun á flæði ferðaþjónustu gæti haft alvarlegar neikvæðar afleiðingar fyrir allt hagkerfið. Slíka áhættu þarf að meta og koma í veg fyrir hana. Það er á að þvílík kerfisáhætta geti skapast. Það er ekki nóg að bregðast við afleiðingum, þegar og ef hættan raungerist. Við uppbyggingu atvinnugreinar á borð við ferðaþjónustu sem krefst mikils erlends vinnuafls þurfum við að taka allt með í reikninginn. Erlendu vinnuafli fylgir uppbygging á húsnæði, skólum fyrir börn sem fylgja og jafnvel viðbótarkennsla. Álag eykst á heilbrigðiskerfið, bæði frá vinnuaflinu og ferðamönnunum. Svo má áfram telja. Varkárni í uppbyggingu ferðaþjónustu er ekki síst hagsmunamál fyrir atvinnugreinina. Ef við yfirfyllum landið laskast vörumerkið Ísland. Landið verður ekki eins eftirsóknarvert og verið hefur. Þá tapa allir. Ýmis héröð í Sviss hafa t.a.m. brugðist við ofgnótt ferðmanna á vinsælum áningarstöðum og leitast við að takmarka fjöldaferðamennsku. Kannski ættum við að huga að fyrirbyggjandi ráðstöfunum. Geta ekki allir verið sammála um það? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í rekstri margra fyrirtækja er vörumerkið verðmætasta eignin þótt ekki sjáist það sem tala á blaði. Vörumerkið er samofið ímynd fyrirtækisins. Og fyrirtækin leggja ofurkapp á að varðveita vörumerkið og þar með ímynd fyrirtækisins. Vel rekin fyrirtæki fórna ekki langtímahagsmunum sínum fyrir skammtímagróða með því að gjaldfella vörumerkið. Dæmi hins gagnstæða eru vissulega fyrir hendi, en þau eru víti til að varast. Tveir fyrirsvarsmenn ferðaþjónustunnar viku nýlega að varnaðarorðum mínum um uppbyggingu ferðaþjónustunnar með fremur neikvæðum orðum. Fyrir mér vöktu ekki síst langtímahagsmunir ferðaþjónustunnar. Hagsmunir þjóðarinnar og ferðaþjónustunnar fara nefnilega saman til framtíðar, ekki bara til skamms tíma. Okkur eru flestum í fersku minni þegar bankakerfið hrundi á Íslandi. Skammt er síðan covid lauk. Hvort tveggja hefur beint sjónum okkar að kerfislægri fjárhagsáhættu. Kerfisáhætta teldist vera fyrir hendi þegar truflun á flæði ferðaþjónustu gæti haft alvarlegar neikvæðar afleiðingar fyrir allt hagkerfið. Slíka áhættu þarf að meta og koma í veg fyrir hana. Það er á að þvílík kerfisáhætta geti skapast. Það er ekki nóg að bregðast við afleiðingum, þegar og ef hættan raungerist. Við uppbyggingu atvinnugreinar á borð við ferðaþjónustu sem krefst mikils erlends vinnuafls þurfum við að taka allt með í reikninginn. Erlendu vinnuafli fylgir uppbygging á húsnæði, skólum fyrir börn sem fylgja og jafnvel viðbótarkennsla. Álag eykst á heilbrigðiskerfið, bæði frá vinnuaflinu og ferðamönnunum. Svo má áfram telja. Varkárni í uppbyggingu ferðaþjónustu er ekki síst hagsmunamál fyrir atvinnugreinina. Ef við yfirfyllum landið laskast vörumerkið Ísland. Landið verður ekki eins eftirsóknarvert og verið hefur. Þá tapa allir. Ýmis héröð í Sviss hafa t.a.m. brugðist við ofgnótt ferðmanna á vinsælum áningarstöðum og leitast við að takmarka fjöldaferðamennsku. Kannski ættum við að huga að fyrirbyggjandi ráðstöfunum. Geta ekki allir verið sammála um það? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar