Golf

Frá­bær hringur hjá Harman sem gæti fetað í fót­spor Woods og McIl­roy

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Með þægilega forystu á toppnum.
Með þægilega forystu á toppnum. EPA-EFE/Peter Powell

Opna, áður Opna breska meistaramótið í golfi, er spilað nú um helgina á Royal-golfvellinum í Liverpool. Bandaríkjamaðurinn Brian Harman er sem stendur með fimm högga forystu á heimamanninn Tommy Fleetwood.

Harman átti hreint ótrúlegan hring í gær þar sem hann spilaði á sex höggum undir pari. Hann fékk fugl á fjórum hölum í röð ásamt því að fá örn á 18. holunni til að tryggja sér fimm högga forystu.

Fleetwood var á toppnum fram að magnaðri frammistöðu Harman og þurfti að ná pari í lokin til að halda í annað sætið.

Frammistaða Harman í gær, föstudag, er þó aðalumræðu efnið en hann er eini kylfingur mótsins sem spilaði undir pari á fyrsta og öðrum hring. Hann spilaði hringina tvo á 132 höggum sem er það sama og Tiger Woods gerði árið 2006 og Rory McIlroy gerði 2014, báðir unnu mótið.


Tengdar fréttir

Harman marserar áfram á Opna breska

Bandaríkjamaðurinn Brian Harman er með þriggja högga forystu á Opna breska meistaramótinu í golfi. Annar keppnisdagur mótsins er hafinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×