Erlent

Þrettán ára bjargaði sér frá mann­ræningja

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Stúlkunni tókst að skrifa skilaboð á miða í bíl mannsins og láta vegfarendur vita að sér væri haldið gegn vilja sínum.
Stúlkunni tókst að skrifa skilaboð á miða í bíl mannsins og láta vegfarendur vita að sér væri haldið gegn vilja sínum. Vísir/AP

Þrettán ára gamalli stúlku sem rænt var af 61 árs gömlum manni í Kali­forníu í Banda­ríkjunum bjargaði sér með því að skrifa skila­boð á miða og koma þeim á­leiðis til veg­far­enda þar sem hún var læst inni í bíl.

Í um­fjöllun Guar­dian um málið kemur fram að stúlkunni hafi verið bjargað þann 9. júlí síðast­liðinn í Long Beach í suður­hluta Los Angeles borgar. Veg­far­endur létu lög­reglu vita sem komu stúlkunni til bjargar.

„Veg­far­endur létu lög­reglu vita að stúlkan væri læst inni í bíl og hefði haldið á miða þar sem á stóð „hjálpið mér,“ hefur miðillinn eftir lög­reglunni. Hún hefur hand­tekið 61 árs gamlan karl­mann, Ste­ven Robert Sablan vegna málsins.

Hann er sagður hafa rænt stúlkunni og brotið á henni kyn­ferðis­lega. Stúlkan er sögð hafa verið á stoppi­stöð í San Antonio borg í Texas þremur dögum áður en henni var bjargað, þann 6 júlí.

Maðurinn keyrði upp að henni á bíl og miðaði byssu á hana og sagði henni að setjast inn í bíl. Lög­regla fann skot­vopn í bíl hans þegar hann var hand­tekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×