Myndir þú henda gulli í ruslið? Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson skrifar 21. júlí 2023 13:00 Þessari spurningu svara líklega allir á sama veg. Nei, þú myndir ekki henda gulli í ruslið. Þrátt fyrir það henda Íslendingar einu til tveimur kílóum af spilliefnum og raftækjum í blandaðan heimilisúrgang á hverju ári – úrgangi sem er ríkur af verðmætum hráefnum, meðal annars gulli, kopar og silfri. Óafvitandi erum við nú þegar að henda gulli í ruslið. Öll raftæki eiga það sameiginlegt að innihalda verðmæt efni sem eru af skornum skammti. Þessi efni eru þýðingarmikil fyrir nýja tækni, innleiðingu hringrásarhagkerfis og framleiðslu á nýjum raftækjum. Án þessara efna væru engir snjallsímar, engar vindmyllur og engir rafbílar. Vegna þess að raftæki innihalda verðmæt hráefni er sérstaklega mikilvægt að þau rati í réttan endurvinnslufarveg þegar líftíma þeirra lýkur. Raftæki eiga aldrei að fara í blandað sorp og raftæki sem safna ryki ofan í skúffum ættu líklega betur heima í endurvinnslu. Það er auðvelt að koma raftækjum í endurvinnslu. Endurvinnslustöðvar taka á móti raftækjum en sömuleiðis taka stærri raftækjaverslanir á móti litlum raftækjum eftir að líftíma þeirra lýkur. Raftæki eru víða í kringum okkur, bæði auðþekkjanleg tæki eins og ísskápur, þvottavél og sjónvarp en einnig tæki sem við hugsum ekki endilega um sem raftæki en eru það samt, eins og vasareiknir, hleðslusnúrur og skór sem blikka. Líttu í kringum þig og teldu raftækin sem þú sérð. Án þess að hafa vitað af því átt þú líklega bæði gull og önnur verðmæt efni sem hluta af raftækjunum þínum. Einn daginn mun líftíma þeirra ljúka og þá verður hægt að endurvinna verðmætu efnin úr tækinu. Kannski verður silfrið hluti af þínum framtíðarsnjallsíma. Kannski verður gullið í því notað í trúlofunarhring einhvers sem þú þekkir. Með því að endurvinna gömul raftæki býrðu þeim til nýja framtíð. Er tækið mitt raftæki? Hér eru nokkrar vísbendingar sem benda til þess að um raftæki sé að ræða:- hægt er að stinga tækinu í samband- tækið er með rafmagnsvíra- tækið blikkar eða framleiðir ljós- tækið er með hátalara- tækið er með hitastillingu- tækið notar fjarlægjanlegar eða ófjarlægjanlegar rafhlöður Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorpa Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þessari spurningu svara líklega allir á sama veg. Nei, þú myndir ekki henda gulli í ruslið. Þrátt fyrir það henda Íslendingar einu til tveimur kílóum af spilliefnum og raftækjum í blandaðan heimilisúrgang á hverju ári – úrgangi sem er ríkur af verðmætum hráefnum, meðal annars gulli, kopar og silfri. Óafvitandi erum við nú þegar að henda gulli í ruslið. Öll raftæki eiga það sameiginlegt að innihalda verðmæt efni sem eru af skornum skammti. Þessi efni eru þýðingarmikil fyrir nýja tækni, innleiðingu hringrásarhagkerfis og framleiðslu á nýjum raftækjum. Án þessara efna væru engir snjallsímar, engar vindmyllur og engir rafbílar. Vegna þess að raftæki innihalda verðmæt hráefni er sérstaklega mikilvægt að þau rati í réttan endurvinnslufarveg þegar líftíma þeirra lýkur. Raftæki eiga aldrei að fara í blandað sorp og raftæki sem safna ryki ofan í skúffum ættu líklega betur heima í endurvinnslu. Það er auðvelt að koma raftækjum í endurvinnslu. Endurvinnslustöðvar taka á móti raftækjum en sömuleiðis taka stærri raftækjaverslanir á móti litlum raftækjum eftir að líftíma þeirra lýkur. Raftæki eru víða í kringum okkur, bæði auðþekkjanleg tæki eins og ísskápur, þvottavél og sjónvarp en einnig tæki sem við hugsum ekki endilega um sem raftæki en eru það samt, eins og vasareiknir, hleðslusnúrur og skór sem blikka. Líttu í kringum þig og teldu raftækin sem þú sérð. Án þess að hafa vitað af því átt þú líklega bæði gull og önnur verðmæt efni sem hluta af raftækjunum þínum. Einn daginn mun líftíma þeirra ljúka og þá verður hægt að endurvinna verðmætu efnin úr tækinu. Kannski verður silfrið hluti af þínum framtíðarsnjallsíma. Kannski verður gullið í því notað í trúlofunarhring einhvers sem þú þekkir. Með því að endurvinna gömul raftæki býrðu þeim til nýja framtíð. Er tækið mitt raftæki? Hér eru nokkrar vísbendingar sem benda til þess að um raftæki sé að ræða:- hægt er að stinga tækinu í samband- tækið er með rafmagnsvíra- tækið blikkar eða framleiðir ljós- tækið er með hátalara- tækið er með hitastillingu- tækið notar fjarlægjanlegar eða ófjarlægjanlegar rafhlöður Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar