Neytendur

Verð­bólgan komin niður í 7,6 prósent

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sumarútsölur hafa haft nokkur áhrif á minnkun verðbólgu.
Sumarútsölur hafa haft nokkur áhrif á minnkun verðbólgu. Vísir/Vilhelm

Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð.

Þetta kemur fram í gögnum á vef Hagstofunnar.

Þar segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2023, sé 595,8 stig og hækki um 0,03 prósent frá fyrri mánuði.

Einnig segir þar að vegna sumarútsalna hafi verð á fötum og skóm lækkað um 8,7 prósent. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) lækkaði um 0,7 prósent og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 13,9 prósent.

Þá segir að síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,1 prósent.

Verðbólgan lækkaði bratt frá síðasta mánuði.Hagstofan






Fleiri fréttir

Sjá meira


×