Fótbolti

Donnarumma og kona hans rænd í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianluigi Donnarumma og Alessia Elefante fagna hér saman franska meistaratitlinum sem Paris Saint Germain vann í vor.
Gianluigi Donnarumma og Alessia Elefante fagna hér saman franska meistaratitlinum sem Paris Saint Germain vann í vor. Getty/Xavier Laine

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Donnarumma og kona hans Alessia Elefante, urðu fyrir óskemmtilegri reynslu þegar þrjótar brutust inn á heimili þeirra í París.

Nokkrir réðust inn til þeirra þegar þau voru heima en hús þeirra er í áttunda hverfi í miðri Parísarborg. Innbrotsþjófarnir bundu Donnarumma og eiginkonu hans á meðan þeir lét greipar sópa um íbúðina.

Þau sluppu síðan út og í öruggt skjól á hóteli í nágrenninu en þar var hringt á lögregluna. Donnarumma og kærasta hans fór bæði á sjúkrahús en hún meiddist ekki. Meiðsli hans voru sem betur fer minniháttar.

Samkvæmt fyrstu fréttum frá Frakklandi þó komust þjófarnir í burtu með skartgripi og aðrar lúxusvörur fyrir um fimm hundruð þúsund evrur sem jafngildir 73 milljónum í íslenskum krónum.

Hinn 24 ára gamli Donnarumma flutti til Parísar fyrir tveimur árum og gerðist leikmaður Paris Saint-Germain. Kona hans starfar sem fyrirsæta.

Donnarumma átti að mæta aftur til æfinga hjá PSG eftir sumarfrí seinna sama dag og innbrotið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×