Alabama hefur aftökur að nýju þrátt fyrir að hafa klúðrað þremur í fyrra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júlí 2023 08:11 Barber segist ekki óttast dauðann en hann sé hræddur við aðferðina sem yfirvöld hyggjast nota til að taka hann af lífi. Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hyggjast hefja aftökur á ný eftir að hafa klúðrað einni og þurft að hætta við tvær í fyrra. James Barber, 54 ára, verður tekinn af lífi með lyfjablöndu á föstudagsmorgun, þrátt fyrir mótmæli dóttur konunnar sem hann myrti. Barber sló hina 75 ára Dorothy „Dottie“ Epps ítrekað með hamri árið 2021, undir áhrifum kókaíns, verkjalyfja og áfengis. Hann var áður í sambandi með dóttur Epps, sem segist hafa fyrirgefið honum. „Ég er þreytt Jimmy,“ sagði Sarah Gregory í opnu bréfi til Barber. „Ég er þreytt. Ég er þreytt á því að þurfa að bera þennan sársauka, hatur og reiði í hjartanu. Ég get þetta ekki lengur. Ég verð að gera þetta og fyrirgefa þér í alvöru.“ Yfirvöld í Alabama hyggjast engu að síður taka Barber af lífi, þrátt fyrir að hafa þurft að falla frá tveimur aftökum í fyrra og að sú þriðja hafi tekið þrjár og hálfa klukkustund. Ýmis baráttusamtök og aðgerðasinnar hafa harðlega mótmælt ákvörðun yfirvalda. Þau segja að notkun lyfja við aftökur eigi að gefa þeim læknisfræðilegt yfirbragð en lyfin hafi alls ekki verið þróuð með aftökur í huga og ítrekað farið úrskeðis. Þrátt fyrir þetta hafi dómstólar ekki viljað taka undir það að um sé að ræða „grimmilega og óvenjulega“ refsingu, sem séu bannaðar samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hafa samtökin gagnrýnt rannsókn sem efnt var til í eftir aftökurnar í fyrra en var ekki framkvæmd af óháðum aðila. Yfirvöld segja þrjár breytingar hafa verið gerðar í kjölfarið en tvær vörðuðu starfsmannamál, það er að segja að þeim sem stóðu að aftökunum í fyrra var skipt út fyrir aðra. Þriðja fólst í því að gefa ríkinu sex tíma til viðbótar til að ljúka aftökunni, til að aflétta „óþarfa þrýstingi sökum tíma“. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Barber sló hina 75 ára Dorothy „Dottie“ Epps ítrekað með hamri árið 2021, undir áhrifum kókaíns, verkjalyfja og áfengis. Hann var áður í sambandi með dóttur Epps, sem segist hafa fyrirgefið honum. „Ég er þreytt Jimmy,“ sagði Sarah Gregory í opnu bréfi til Barber. „Ég er þreytt. Ég er þreytt á því að þurfa að bera þennan sársauka, hatur og reiði í hjartanu. Ég get þetta ekki lengur. Ég verð að gera þetta og fyrirgefa þér í alvöru.“ Yfirvöld í Alabama hyggjast engu að síður taka Barber af lífi, þrátt fyrir að hafa þurft að falla frá tveimur aftökum í fyrra og að sú þriðja hafi tekið þrjár og hálfa klukkustund. Ýmis baráttusamtök og aðgerðasinnar hafa harðlega mótmælt ákvörðun yfirvalda. Þau segja að notkun lyfja við aftökur eigi að gefa þeim læknisfræðilegt yfirbragð en lyfin hafi alls ekki verið þróuð með aftökur í huga og ítrekað farið úrskeðis. Þrátt fyrir þetta hafi dómstólar ekki viljað taka undir það að um sé að ræða „grimmilega og óvenjulega“ refsingu, sem séu bannaðar samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hafa samtökin gagnrýnt rannsókn sem efnt var til í eftir aftökurnar í fyrra en var ekki framkvæmd af óháðum aðila. Yfirvöld segja þrjár breytingar hafa verið gerðar í kjölfarið en tvær vörðuðu starfsmannamál, það er að segja að þeim sem stóðu að aftökunum í fyrra var skipt út fyrir aðra. Þriðja fólst í því að gefa ríkinu sex tíma til viðbótar til að ljúka aftökunni, til að aflétta „óþarfa þrýstingi sökum tíma“.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira