„Reynir á alla hæfni kylfinga, þarft að kunna öll höggin til að skora vel“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2023 20:00 Steini Hallgríms er sérlégur sérfræðingur Stöðvar 2 Sport þegar kemur að Opna breska og golfi almennt. Vísir/Sigurjón „Þetta er svona stærsta mótið á tímabilinu og ég verð að segja að þetta er það mót sem maður er spenntastur fyrir,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, betur þekktur sem Steini Hallgríms, um Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er í dag einfaldlega þekkt sem Opna (e. The Open). Opna meistaramótið er í þann mund að hefjast og verður sýnt beint frá mótinu á rásum Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst kl. 05.30 á fimmtudagsmorgun og er yfir daginn. Af því tilefni var Steini Hallgríms tekinn tali og farið yfir það sem vert er að vita fyrir komandi mót. „Að sjá kylfingana glíma við óhefðbundnar aðstæður miðað við það sem við erum að sjá öllu jöfnu á PGA- og evrópsku mótaröðinni. Þarna reynir á alla hæfni kylfinga, þarft að kunna öll höggin til að skora vel.“ „Þetta er elsta golfmót í heimi. Þetta er 151. Opna mótið og þetta er mikil saga. Þeir segja það allir sem ná að sigra á þessu móti að þetta sé það sem þeim hefur alltaf dreymt um,“ sagði Steini um rómantíkina sem fylgir mótinu. Viðtal heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Steini Hallgríms fyrir Opna breska: Vilja hafa vellina gula og harða Rory heitur en aðrir koma líka til greina „Það er erfitt að nefna ekki Rory McIlroy sem að sigraði í síðustu viku á Opna skoska mótinu. Sigraði síðast þegar leikið var á Hoylake-vellinum í Liverpool 2014. Annar kylfingur sem hefur verið að leika vel Rickie Fowler, þessir tveir eru líklegir,“ sagði Steini aðspurður út í mögulega toppbaráttu. Aðrir sem voru nefndir á nafn voru Matthew Fitzpatrick og Brooks Koepka. The perfect shape from Rickie. Follow his round live on YouTube. pic.twitter.com/iGa5Mx5i2T— The Open (@TheOpen) July 19, 2023 Langir dagar „Útsending hefst klukkan 05.30 í fyrramálið, þið eruð ekki að heyra vitlaust: 05.30 í fyrramálið til klukkan sjö annað kvöld.“ sagði Steini og starði í myndavélina aðspurður út í útsendingu mótsins. Ásamt því að sýna frá mótinu sjálfu mun Stöð 2 Sport halda áfram að sýna frá æfingasvæði þess þar sem kylfingar undirbúa sig og halda sér við á þessu sögufræga móti. „Sjáum bestu kylfinguna hita upp. Getur séð uppáhalds kylfinginn þinn, hvernig hann undirbýr sig fyrir sig fyrir sinn hring og annað. Þetta er gríðarlega stór útsending og algjör veisla.“ „Það eru allir sem geta lært af því hvernig sé best að undirbúa sig fyrir golfhring. Hvort sem er á Opna eða í íslensku golfi,“ bætti Steini við og brosti. 05.30: Opna breska meistaramótið - Stöð 2 Sport 4 06.30: Beint af æfingasvæðinu - Stöð 2 Sport 3 11.30: Beint af æfingasvæðinu - Stöð 2 Sport 3 Gulur og klár „Það er lykilatriði, þeir vilja hafa vellina gula og harða. Það rigndi í gær svo völlurinn er aðeins mýkri sem getur gert það að verkum að skorið verði örlítið betra. Þeir eigi auðveldara með að stöðva boltana, aðallega á brautum. Þær eru svo harðar og erfitt þegar boltinn skoppar 70 til 80 metra á kannski 20 metra breiðum brautum. Það er auðveldara að stöðva boltann á brautum ef hann rúllar bara 20 metra.“ „Það er mikil spenna og miklar væntingar fyrir stórskemmtilegu móti. Ég held að við fáum stórkostlegt mót,“ sagði Steini að lokum. Viðtalið við Steina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Golf Opna breska Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Opna meistaramótið er í þann mund að hefjast og verður sýnt beint frá mótinu á rásum Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst kl. 05.30 á fimmtudagsmorgun og er yfir daginn. Af því tilefni var Steini Hallgríms tekinn tali og farið yfir það sem vert er að vita fyrir komandi mót. „Að sjá kylfingana glíma við óhefðbundnar aðstæður miðað við það sem við erum að sjá öllu jöfnu á PGA- og evrópsku mótaröðinni. Þarna reynir á alla hæfni kylfinga, þarft að kunna öll höggin til að skora vel.“ „Þetta er elsta golfmót í heimi. Þetta er 151. Opna mótið og þetta er mikil saga. Þeir segja það allir sem ná að sigra á þessu móti að þetta sé það sem þeim hefur alltaf dreymt um,“ sagði Steini um rómantíkina sem fylgir mótinu. Viðtal heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Steini Hallgríms fyrir Opna breska: Vilja hafa vellina gula og harða Rory heitur en aðrir koma líka til greina „Það er erfitt að nefna ekki Rory McIlroy sem að sigraði í síðustu viku á Opna skoska mótinu. Sigraði síðast þegar leikið var á Hoylake-vellinum í Liverpool 2014. Annar kylfingur sem hefur verið að leika vel Rickie Fowler, þessir tveir eru líklegir,“ sagði Steini aðspurður út í mögulega toppbaráttu. Aðrir sem voru nefndir á nafn voru Matthew Fitzpatrick og Brooks Koepka. The perfect shape from Rickie. Follow his round live on YouTube. pic.twitter.com/iGa5Mx5i2T— The Open (@TheOpen) July 19, 2023 Langir dagar „Útsending hefst klukkan 05.30 í fyrramálið, þið eruð ekki að heyra vitlaust: 05.30 í fyrramálið til klukkan sjö annað kvöld.“ sagði Steini og starði í myndavélina aðspurður út í útsendingu mótsins. Ásamt því að sýna frá mótinu sjálfu mun Stöð 2 Sport halda áfram að sýna frá æfingasvæði þess þar sem kylfingar undirbúa sig og halda sér við á þessu sögufræga móti. „Sjáum bestu kylfinguna hita upp. Getur séð uppáhalds kylfinginn þinn, hvernig hann undirbýr sig fyrir sig fyrir sinn hring og annað. Þetta er gríðarlega stór útsending og algjör veisla.“ „Það eru allir sem geta lært af því hvernig sé best að undirbúa sig fyrir golfhring. Hvort sem er á Opna eða í íslensku golfi,“ bætti Steini við og brosti. 05.30: Opna breska meistaramótið - Stöð 2 Sport 4 06.30: Beint af æfingasvæðinu - Stöð 2 Sport 3 11.30: Beint af æfingasvæðinu - Stöð 2 Sport 3 Gulur og klár „Það er lykilatriði, þeir vilja hafa vellina gula og harða. Það rigndi í gær svo völlurinn er aðeins mýkri sem getur gert það að verkum að skorið verði örlítið betra. Þeir eigi auðveldara með að stöðva boltana, aðallega á brautum. Þær eru svo harðar og erfitt þegar boltinn skoppar 70 til 80 metra á kannski 20 metra breiðum brautum. Það er auðveldara að stöðva boltann á brautum ef hann rúllar bara 20 metra.“ „Það er mikil spenna og miklar væntingar fyrir stórskemmtilegu móti. Ég held að við fáum stórkostlegt mót,“ sagði Steini að lokum. Viðtalið við Steina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
05.30: Opna breska meistaramótið - Stöð 2 Sport 4 06.30: Beint af æfingasvæðinu - Stöð 2 Sport 3 11.30: Beint af æfingasvæðinu - Stöð 2 Sport 3
Golf Opna breska Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira