„Það er allt heimskulegt við þetta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júlí 2023 21:22 Karen Kjartansdóttir furðar sig á því að klefarnir hafi verið reistir án þess að menn hafi spurt sig spurninga um tilgang þeirra og staðsetningu. Karen Kjartansdóttir Nýir búningsklefar sem verið er að smíða í Landmannalaugum hafa vakið töluverða athygli. Karen Kjartansdóttir almannatengill segir klefana gera fátt annað en að skyggja á útsýnið til fjalla og þar að auki veita spéhræddum lítið skjól. „Það kemur mér rosalega á óvart hvað það er klaufalega staðið að þessu,“ segir Karen í samtali við Vísi. Hún vekur athygli á nýjum búningsklefum á samfélagsmiðlinum Facebook og hefur færsla hennar vakið mikla athygli. „Enginn sem ég hitti þarna (flestir Frakkar og Þjóðverjar) taldi þetta í anda upplifunar náttúrulauga. Hvers vegna er verið að dekstra spéhrædda þarna? Fari fólk annað ef Landmannalaugar henta því ekki,“ skrifar Karen. Ýmsir leggja orð í belg, meðal annars Soffía Sigurgeirsdóttir, kollegi Karenar. Hún segir framkvæmdina óskiljanlega. Skilveggirnir eyðileggi útsýni þeirra sem eru í sundlauginni. „Eina vitið er að setja upp svipaða veggi og gert var í Reykjadalnum. Þetta þarf ekki að vera flókið!“ Karen segist vera hjartanlega sammála Soffíu. Að skipuleggja slíka framkvæmd í Landmannalaugum sé nær ógerningur. „Því þú þarft að hafa svo brjálæðislega mikið samráð við alla. Ég ætlaði að taka mynd úr lauginni, sem hefði verið best af því að þetta skyggir á allt,“ segir Karen. Inngangar klefanna snúi auk þess að lauginni og segist Karen því ekki átta sig á því hvernig það eigi að henta spéhræddum. Þar að auki sé fólk almennt ekki nakið í Landmannalaugum. Ekki einkennismerki Íslendinga að vera spéhræddir „Ég hef aldrei séð neinn nakinn þarna, maður er bara með handklæði utan um sig. Þetta fór svo í taugarnar á mér að ég tók alveg nett mótþróakast,“ segir Karen hlæjandi. Það sé ekki þekkt einkennismerki Íslendinga að vera spéhrædd. „Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Það eru ekkert margar þjóðir sem eru viðkvæmar fyrir nekt. Langflestir í Landmannalaugum eru Frakkar og við vitum að þeir eru frjálslyndastir af öllum, svo er mikið af Þjóðverjum þarna og Finnum sem hafa ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Líklega séu fáar þjóðir spéhræddar. „Nema kannski Bandaríkjamenn, sem eru gjarnan þekktari fyrir einhverskonar þannig tepruskap,“ segir Karen á léttum nótum. Þá kveðst Karen aldrei hafa séð í Landmannalaugum. „Ég hef aldrei séð Bandaríkjamenn í Landmannalaugum. Þar að auki er baðaðstaða á klósettunum. Það er allt heimskulegt við þetta.“ Unnið er að því að smíða klefana. Karen Kjartansdóttir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Rangárþing ytra Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynsifjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Sjá meira
„Það kemur mér rosalega á óvart hvað það er klaufalega staðið að þessu,“ segir Karen í samtali við Vísi. Hún vekur athygli á nýjum búningsklefum á samfélagsmiðlinum Facebook og hefur færsla hennar vakið mikla athygli. „Enginn sem ég hitti þarna (flestir Frakkar og Þjóðverjar) taldi þetta í anda upplifunar náttúrulauga. Hvers vegna er verið að dekstra spéhrædda þarna? Fari fólk annað ef Landmannalaugar henta því ekki,“ skrifar Karen. Ýmsir leggja orð í belg, meðal annars Soffía Sigurgeirsdóttir, kollegi Karenar. Hún segir framkvæmdina óskiljanlega. Skilveggirnir eyðileggi útsýni þeirra sem eru í sundlauginni. „Eina vitið er að setja upp svipaða veggi og gert var í Reykjadalnum. Þetta þarf ekki að vera flókið!“ Karen segist vera hjartanlega sammála Soffíu. Að skipuleggja slíka framkvæmd í Landmannalaugum sé nær ógerningur. „Því þú þarft að hafa svo brjálæðislega mikið samráð við alla. Ég ætlaði að taka mynd úr lauginni, sem hefði verið best af því að þetta skyggir á allt,“ segir Karen. Inngangar klefanna snúi auk þess að lauginni og segist Karen því ekki átta sig á því hvernig það eigi að henta spéhræddum. Þar að auki sé fólk almennt ekki nakið í Landmannalaugum. Ekki einkennismerki Íslendinga að vera spéhræddir „Ég hef aldrei séð neinn nakinn þarna, maður er bara með handklæði utan um sig. Þetta fór svo í taugarnar á mér að ég tók alveg nett mótþróakast,“ segir Karen hlæjandi. Það sé ekki þekkt einkennismerki Íslendinga að vera spéhrædd. „Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Það eru ekkert margar þjóðir sem eru viðkvæmar fyrir nekt. Langflestir í Landmannalaugum eru Frakkar og við vitum að þeir eru frjálslyndastir af öllum, svo er mikið af Þjóðverjum þarna og Finnum sem hafa ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Líklega séu fáar þjóðir spéhræddar. „Nema kannski Bandaríkjamenn, sem eru gjarnan þekktari fyrir einhverskonar þannig tepruskap,“ segir Karen á léttum nótum. Þá kveðst Karen aldrei hafa séð í Landmannalaugum. „Ég hef aldrei séð Bandaríkjamenn í Landmannalaugum. Þar að auki er baðaðstaða á klósettunum. Það er allt heimskulegt við þetta.“ Unnið er að því að smíða klefana. Karen Kjartansdóttir
Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Rangárþing ytra Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynsifjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Sjá meira