Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Shamrock 2-1 | Breiðablik áfram eftir frábæra frammistöðu Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2023 21:10 Viktor Karl Einarsson með boltann í leiknum í kvöld. Vísir/Pawel Breiðablik lagði Shamrock Rovers 2-1 í kvöld á Kópavogsvelli og 3-1 samanlagt í einvígi þeirra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar spiluðu eins og vel sjóað Meistaradeildar lið og sigldu einvíginu réttilega í höfn. Shamrock hafði boltann mikið meira í kvöld en Blikar nýttu marktækifærin sín og leyfðu Írunum aldrei að ógna sér. Nú er það FC Köbenhavn sem bíður í næstu umferð. Gestirnir frá Írlandi byrjuðu betur og virtust ætla heldur betur að keyra yfir og á Blikana en eftir að hafa ógnað tvisvar markinu án þess að ná skoti og eftir tvær hressilegar tæklingar þá náðu Blikar fínum tökum á leiknum og áttu fín færi og hefðu með réttu líklega átt að vera komnir í 2-0 eftir um það bil 14 mínútna leik. Damir Muminovic ógnaði markinu og var markvörður Shamrock kominn í jörðina en boltinn yfir markið.Vísir / Diego Fyrst skallaði Damir Muminovic boltann í jörðina og yfir eftir hornspyrnu og skömmu síðar var Alexander Helgi kominn í dauðfæri hægra megin í teignum en hitti ekki á rammann. Mörgum hefur væntanleg þótt nóg um því það er ekki á hverri mínútu sem lið fá færi í Evrópuleikjunum. Alexander Helgi í frábæru færi en brást bogalistin.Vísir / Diego Stuðningsmenn Breiðabliks þurftu ekki að örvænta því markið, sem lá í loftinu, leit dagsins ljós á 16. mínútu leiksins. Jason Daði Svanþórsson var þar að verki en hann hafði verið duglegur að hlaupa á varnarlínu Shamrock og valda þannig usla. Í þetta sinn komst hann í góða stöðu hægra meigin eftir að Blikar komust hratt upp völlinn. Jason lék á einn og lagði boltann síðan frá hægri til vinstri í fjærhornið. Markið var verðskuldað og Blikar komnar í mjög góða stöðu. Jason Daði að leggja boltann í fjærhorniðVísir / Diego Breiðablik spilaði mjög vel í þessum fyrri hálfleik og kom sér oft í góðar stöður. Það sem var samt eftirtektarverðast var krafturinn og orka sem lögð var í varnarleikinn. Shamrock var 60% með boltann en ógnaði ekki að ráði og það var ekki fyrr en á 39. mínútu sem Anton Ari, markvörður heimamanna, þurfti að bregðast við í markinu. Það var til marks um stjórnina sem Blika höfðu á leiknum þó að þeir hefðu ekki boltann. Flautað var til hálfleiks og Blikar 2-0 yfir í einvíginu og margir væntanlega farnir að hugsa sér gott til glóðarinnar. Það var vitaskuld vel fagnað þegar Jason kom Blikum yfir.Vísir / Diego Það var líklegt að Shamrock myndi koma út og reyna að þrýsta vel á Blikana í seinni hálfleik enda bak þeirra komið vel upp við vegginn góða. Það varð raunin og byrjuðu þeir á því að eiga fínt færi en áttu erfitt með að hitta ramman. Það varð svo raunin allan seinni hálfleikinn að þó að færin hafi skapast þá hittu Íarnir ekki oft á markið og því var ógnin mjög lítil. Þeir höfðu samt boltann meirihlutann af leiknum, komu Blikunum niður á sinn vítateig en náðu ekki að rjúfa varnarmúrinn sem búið var að byggja. Breiðablik komst oftar í góð færi en gestirnir.Vísir / Diego Breiðablik sýndi mikla þolinmæði, þor, kraft og kænsku í sínum leik. Sættu færis þegar gestirnir voru komnir ofarlega á völlinn og sköpuðu hættur í sínum vítateig. Þeir hefðu væntanlega viljað nýta færin betur og talaði Óskar Hrafn, þjálfari, t.a.m. um að það þyrfti að bera meiri virðingu fyrir færunum sem þeir fá í Evrópukeppninni. Leikur Blika bar þó ávöxt á 58. mínútu þegar þeir tvöfölduðu forskot sitt. Breiðablik vann hornspyrnu sem var tekin stutt. Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði spiluðu boltanum á milli sín og barst boltinn aftur á Höskuld við vítateigshornið vinstra megin. Höskuldur ætlaði síðan, alveg örugglega, að senda boltann fyrir en boltinn fer í fallegum boga yfir Pohls í marki Shamrock og í netið. Staðan orðin 3-0 í einvíginu og flugmiðinn til Köben hækkaði skyndilega fyrir fólk í Kópavogi. Blaðamanni varð á orði að gestirnir þyrftu á allri sinni lukka að halda til að komast aftur inn í einvígið og leit lukkan dagsins ljós 8 mínútum eftir að Blikar skoruðu seinna mark sitt. Boltinn fór þá í hendina á Oliver Sigurjónssyni eftir darraðadans í teignum og tók sænski dómarinn sér góðan tíma til að hlusta á mennina í VAR herberginu og skoða skjáinn. Úr varð að vítaspyrna var dæmd og Graham Burke skoraði og hleypti smá von í leik Íranna. Þeir náðu þó ekki að gera sér nokkurn mat úr þeirri von. Blikar komust í sínar skyndisóknir og varði Leon Pohls oft feykilega vel í markinu til að bjarga andliti Shamrock. Gestirnir reyndu eins og þeir gátu að þjarma að Blikum en höfðu ekki erindi sem erfiði og Breiðablik fagnaði vel og lengi þegar flautað var til leiksloka. Sigurinn var verðskuldaður og Blikar eru á þröskuldinum að skrifa nýja og spennandi kafla í knattspyrnusögu Íslands. Markvörður Shamrock Rovers reyndist Blikum heldur erfiður í kvöld.Vísir / Diego Afhverju vann Breiðablik? Ég ætla að segja að frammistaða Blika hafi verið hetjuleg í kvöld. Þeir þorðu að spila sinn bolta þegar tækifæri gafst til og krafturinn sem settur var í varnarleikinn, tæklingar og návígin var til algjörrar fyrirmyndar. Þeir komust í góð færi, nýttu tvö og hefðu vel getað unnið stærri sigur. Shamrock átti ekki mörg færi og áttu lítið sem ekkert skilið úr leiknum í kvöld. Hvað gekk illa? Breiðablik gekk illa að nýta færin sín. Þeir fengu mjög mörg og góð færi. Jason Daði sérstaklega en hann hefði alveg getað skorað þrennu í kvöld. Lét mark og stoðsendingu duga. Shamrock gekk illa í leiknum í kvöld að undaskildu því að halda boltanum innan liðsins. Þeir þurftu á vítaspyrnu að halda sem hefði líklega ekki verið dæmd ef VAR nyti ekki við. Litið í skjáinn til að vera viss um að Shamrock ætti að fá vítiVísir / Diego Bestir á vellinum? Það þarf að tala um það að þetta hafi verið liðsframmistaða hjá Blikum. Hvergi var veikan blett að finna í liði þeirra og fá leikmenn þeirra allir hrós. Til að velja einn út þá er það Jason Daði sem fær sérstakt hrós. Hann skapaði mikinn usla, skoraði mark og lagði upp annað á leiðinni að tryggja Breiðablik sigurinn. Hvað næst? Breiðablik fer í næstu umferð og fara í safaríkt einvígi gegn FC Köbenhavn. Mikið hefur verið rætt um möguleikann á að mæta danska risanum og draumurinn rættist. Þetta gerir það líka að verkum að jafnvel þó Blikar tapi gegn FCK þá munu þeir fara í það minnsta í tvö einvígi í viðbót eftir það og möguleikinn á sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er heldur betur á lífi. Höskuldur Gunnlaugsson: Bara hrikalega flottur sigur og fyllilega verðskuldaður Marki Höskuldar vel fagnaðVísir / Diego Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, er ekki ókunnugur því að skora í Evrópukeppnum fyrir Breiðablik. Markið sem hann skoraði í kvöld var það sjötta í Evrópu en það þurfti að spyrja að því hvort um var að ræða fyrirgjöf eða skot. „Þetta var æft vel og vandlega í vikunni þannig að þetta var alltaf reynt“, sagði Höskuldur og brosti út í annað. Aðspurður að því hvernig honum liði eftir frammistöðuna í einvíginu þarf ekki að koma neinum á óvart að hann væri ánægður. „Bara hrikalega flottur sigur og fyllilega verðskuldaður. Ef eitthvað þá hefðum við átt að vera búnir að gera út um þennan leik. Það er ekki oft sem maður tætir varnir af svona styrkleika í sig í Evrópuboltanum. Það voru góðar stöður og spilkaflar sem við fengum og fannst mér við vera með stjórn á þeim allan leikinn.“ Höskuldur virkaði spenntur fyrir næsta verkefni Blika í Evrópu. „Bara geðveikt! Djöfulsins veisla. Við erum samt ekkert að fara að stimpla okkur út núna og vera litlit ír okkur núna gegn stærsta liði Skandinavíu. Það verður að taka vel á þeim.“ Höskuldur var farinn að haltra og halda um lærið á sér í lok leiks enda var mikil orka búin að fara í leikinn. Var það eitthvað til að hafa áhyggjur af? „Bara einhver smá krampi. Það er ekkert alvarlegt. Þetta verður farið í fyrramálið“ Jason Daði: Get ekki beðið eftir næsta verkefni Jason Daði oftar sem ekki á fleygiferð í kvöldVísir / Diego Maður leiksins, Jason Daði Svanþórsson, gat verið ánægður með dagsverkið. Sigur í farteskinu ásamt marki og stoðsendingu. „Frábær tilfinning að komast áfram og ég get ekki beðið eftir næsta verkefni“, sagði Jason þegar hann var spurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. Jason var sammála því að Blikar hefðu getað klárað leikinn mikið fyrr í kvöld. „Já ég er sammála Óskari og Höskuldi í því að við hefðum getað klárað þetta fyrr. Ég fékk tvö dauðafæri og átti að skora úr þeim báðum.“ Jason lét vel finna fyrir sér í kvöld og var spurður að því hvort liðið hafi verið vel gírað í kvöld. „Jú menn voru vel gíraður í þennan leik og það er oft þannig að menn eru extra gíraðir í Evrópuleikina. Við þurfum að koma því að í deildarleikina.“ Um næsta verkefni sagði Jason. „Það er ekkert erfitt að halda sér niðri á milli Evrópuverkefna. Það er bara leikur á föstudaginn og það er spennnadi verkefni líka. Síðan verður það bara enn meira spennandi að spila gegn FCK. Það verður geggjað.“ Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Breiðablik lagði Shamrock Rovers 2-1 í kvöld á Kópavogsvelli og 3-1 samanlagt í einvígi þeirra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar spiluðu eins og vel sjóað Meistaradeildar lið og sigldu einvíginu réttilega í höfn. Shamrock hafði boltann mikið meira í kvöld en Blikar nýttu marktækifærin sín og leyfðu Írunum aldrei að ógna sér. Nú er það FC Köbenhavn sem bíður í næstu umferð. Gestirnir frá Írlandi byrjuðu betur og virtust ætla heldur betur að keyra yfir og á Blikana en eftir að hafa ógnað tvisvar markinu án þess að ná skoti og eftir tvær hressilegar tæklingar þá náðu Blikar fínum tökum á leiknum og áttu fín færi og hefðu með réttu líklega átt að vera komnir í 2-0 eftir um það bil 14 mínútna leik. Damir Muminovic ógnaði markinu og var markvörður Shamrock kominn í jörðina en boltinn yfir markið.Vísir / Diego Fyrst skallaði Damir Muminovic boltann í jörðina og yfir eftir hornspyrnu og skömmu síðar var Alexander Helgi kominn í dauðfæri hægra megin í teignum en hitti ekki á rammann. Mörgum hefur væntanleg þótt nóg um því það er ekki á hverri mínútu sem lið fá færi í Evrópuleikjunum. Alexander Helgi í frábæru færi en brást bogalistin.Vísir / Diego Stuðningsmenn Breiðabliks þurftu ekki að örvænta því markið, sem lá í loftinu, leit dagsins ljós á 16. mínútu leiksins. Jason Daði Svanþórsson var þar að verki en hann hafði verið duglegur að hlaupa á varnarlínu Shamrock og valda þannig usla. Í þetta sinn komst hann í góða stöðu hægra meigin eftir að Blikar komust hratt upp völlinn. Jason lék á einn og lagði boltann síðan frá hægri til vinstri í fjærhornið. Markið var verðskuldað og Blikar komnar í mjög góða stöðu. Jason Daði að leggja boltann í fjærhorniðVísir / Diego Breiðablik spilaði mjög vel í þessum fyrri hálfleik og kom sér oft í góðar stöður. Það sem var samt eftirtektarverðast var krafturinn og orka sem lögð var í varnarleikinn. Shamrock var 60% með boltann en ógnaði ekki að ráði og það var ekki fyrr en á 39. mínútu sem Anton Ari, markvörður heimamanna, þurfti að bregðast við í markinu. Það var til marks um stjórnina sem Blika höfðu á leiknum þó að þeir hefðu ekki boltann. Flautað var til hálfleiks og Blikar 2-0 yfir í einvíginu og margir væntanlega farnir að hugsa sér gott til glóðarinnar. Það var vitaskuld vel fagnað þegar Jason kom Blikum yfir.Vísir / Diego Það var líklegt að Shamrock myndi koma út og reyna að þrýsta vel á Blikana í seinni hálfleik enda bak þeirra komið vel upp við vegginn góða. Það varð raunin og byrjuðu þeir á því að eiga fínt færi en áttu erfitt með að hitta ramman. Það varð svo raunin allan seinni hálfleikinn að þó að færin hafi skapast þá hittu Íarnir ekki oft á markið og því var ógnin mjög lítil. Þeir höfðu samt boltann meirihlutann af leiknum, komu Blikunum niður á sinn vítateig en náðu ekki að rjúfa varnarmúrinn sem búið var að byggja. Breiðablik komst oftar í góð færi en gestirnir.Vísir / Diego Breiðablik sýndi mikla þolinmæði, þor, kraft og kænsku í sínum leik. Sættu færis þegar gestirnir voru komnir ofarlega á völlinn og sköpuðu hættur í sínum vítateig. Þeir hefðu væntanlega viljað nýta færin betur og talaði Óskar Hrafn, þjálfari, t.a.m. um að það þyrfti að bera meiri virðingu fyrir færunum sem þeir fá í Evrópukeppninni. Leikur Blika bar þó ávöxt á 58. mínútu þegar þeir tvöfölduðu forskot sitt. Breiðablik vann hornspyrnu sem var tekin stutt. Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði spiluðu boltanum á milli sín og barst boltinn aftur á Höskuld við vítateigshornið vinstra megin. Höskuldur ætlaði síðan, alveg örugglega, að senda boltann fyrir en boltinn fer í fallegum boga yfir Pohls í marki Shamrock og í netið. Staðan orðin 3-0 í einvíginu og flugmiðinn til Köben hækkaði skyndilega fyrir fólk í Kópavogi. Blaðamanni varð á orði að gestirnir þyrftu á allri sinni lukka að halda til að komast aftur inn í einvígið og leit lukkan dagsins ljós 8 mínútum eftir að Blikar skoruðu seinna mark sitt. Boltinn fór þá í hendina á Oliver Sigurjónssyni eftir darraðadans í teignum og tók sænski dómarinn sér góðan tíma til að hlusta á mennina í VAR herberginu og skoða skjáinn. Úr varð að vítaspyrna var dæmd og Graham Burke skoraði og hleypti smá von í leik Íranna. Þeir náðu þó ekki að gera sér nokkurn mat úr þeirri von. Blikar komust í sínar skyndisóknir og varði Leon Pohls oft feykilega vel í markinu til að bjarga andliti Shamrock. Gestirnir reyndu eins og þeir gátu að þjarma að Blikum en höfðu ekki erindi sem erfiði og Breiðablik fagnaði vel og lengi þegar flautað var til leiksloka. Sigurinn var verðskuldaður og Blikar eru á þröskuldinum að skrifa nýja og spennandi kafla í knattspyrnusögu Íslands. Markvörður Shamrock Rovers reyndist Blikum heldur erfiður í kvöld.Vísir / Diego Afhverju vann Breiðablik? Ég ætla að segja að frammistaða Blika hafi verið hetjuleg í kvöld. Þeir þorðu að spila sinn bolta þegar tækifæri gafst til og krafturinn sem settur var í varnarleikinn, tæklingar og návígin var til algjörrar fyrirmyndar. Þeir komust í góð færi, nýttu tvö og hefðu vel getað unnið stærri sigur. Shamrock átti ekki mörg færi og áttu lítið sem ekkert skilið úr leiknum í kvöld. Hvað gekk illa? Breiðablik gekk illa að nýta færin sín. Þeir fengu mjög mörg og góð færi. Jason Daði sérstaklega en hann hefði alveg getað skorað þrennu í kvöld. Lét mark og stoðsendingu duga. Shamrock gekk illa í leiknum í kvöld að undaskildu því að halda boltanum innan liðsins. Þeir þurftu á vítaspyrnu að halda sem hefði líklega ekki verið dæmd ef VAR nyti ekki við. Litið í skjáinn til að vera viss um að Shamrock ætti að fá vítiVísir / Diego Bestir á vellinum? Það þarf að tala um það að þetta hafi verið liðsframmistaða hjá Blikum. Hvergi var veikan blett að finna í liði þeirra og fá leikmenn þeirra allir hrós. Til að velja einn út þá er það Jason Daði sem fær sérstakt hrós. Hann skapaði mikinn usla, skoraði mark og lagði upp annað á leiðinni að tryggja Breiðablik sigurinn. Hvað næst? Breiðablik fer í næstu umferð og fara í safaríkt einvígi gegn FC Köbenhavn. Mikið hefur verið rætt um möguleikann á að mæta danska risanum og draumurinn rættist. Þetta gerir það líka að verkum að jafnvel þó Blikar tapi gegn FCK þá munu þeir fara í það minnsta í tvö einvígi í viðbót eftir það og möguleikinn á sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er heldur betur á lífi. Höskuldur Gunnlaugsson: Bara hrikalega flottur sigur og fyllilega verðskuldaður Marki Höskuldar vel fagnaðVísir / Diego Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, er ekki ókunnugur því að skora í Evrópukeppnum fyrir Breiðablik. Markið sem hann skoraði í kvöld var það sjötta í Evrópu en það þurfti að spyrja að því hvort um var að ræða fyrirgjöf eða skot. „Þetta var æft vel og vandlega í vikunni þannig að þetta var alltaf reynt“, sagði Höskuldur og brosti út í annað. Aðspurður að því hvernig honum liði eftir frammistöðuna í einvíginu þarf ekki að koma neinum á óvart að hann væri ánægður. „Bara hrikalega flottur sigur og fyllilega verðskuldaður. Ef eitthvað þá hefðum við átt að vera búnir að gera út um þennan leik. Það er ekki oft sem maður tætir varnir af svona styrkleika í sig í Evrópuboltanum. Það voru góðar stöður og spilkaflar sem við fengum og fannst mér við vera með stjórn á þeim allan leikinn.“ Höskuldur virkaði spenntur fyrir næsta verkefni Blika í Evrópu. „Bara geðveikt! Djöfulsins veisla. Við erum samt ekkert að fara að stimpla okkur út núna og vera litlit ír okkur núna gegn stærsta liði Skandinavíu. Það verður að taka vel á þeim.“ Höskuldur var farinn að haltra og halda um lærið á sér í lok leiks enda var mikil orka búin að fara í leikinn. Var það eitthvað til að hafa áhyggjur af? „Bara einhver smá krampi. Það er ekkert alvarlegt. Þetta verður farið í fyrramálið“ Jason Daði: Get ekki beðið eftir næsta verkefni Jason Daði oftar sem ekki á fleygiferð í kvöldVísir / Diego Maður leiksins, Jason Daði Svanþórsson, gat verið ánægður með dagsverkið. Sigur í farteskinu ásamt marki og stoðsendingu. „Frábær tilfinning að komast áfram og ég get ekki beðið eftir næsta verkefni“, sagði Jason þegar hann var spurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. Jason var sammála því að Blikar hefðu getað klárað leikinn mikið fyrr í kvöld. „Já ég er sammála Óskari og Höskuldi í því að við hefðum getað klárað þetta fyrr. Ég fékk tvö dauðafæri og átti að skora úr þeim báðum.“ Jason lét vel finna fyrir sér í kvöld og var spurður að því hvort liðið hafi verið vel gírað í kvöld. „Jú menn voru vel gíraður í þennan leik og það er oft þannig að menn eru extra gíraðir í Evrópuleikina. Við þurfum að koma því að í deildarleikina.“ Um næsta verkefni sagði Jason. „Það er ekkert erfitt að halda sér niðri á milli Evrópuverkefna. Það er bara leikur á föstudaginn og það er spennnadi verkefni líka. Síðan verður það bara enn meira spennandi að spila gegn FCK. Það verður geggjað.“