Svíta fyrir ferðamenn í gömlu kirkjunni á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júlí 2023 20:30 Kirkjan er ákaflega falleg á innan og það fer örugglega mjög vel um þá, sem panta sér gistingu inn í henni. Aðsend Kirkjan í gamla bænum á Blönduósi hefur fengið nýtt hlutverk en hún er nú notuð, sem svíta fyrir ferðamenn, sem vilja prófa að gista í kirkju. Mikil uppbygging á sér nú stað í gamla bænum á Blönduósi, sem athafnamenn af svæðinu standa að af miklum myndarskap. Hótel Blönduós hefur til dæmis verið meira og minna endurbyggt til samræmis við fyrra útlit. Gamla kirkjan í bænum vekur sérstaka athygli en henni hefur verið breytt í svítu eða að kirkjan er notuð undir hvers kyns athafnir. „Við svona spilum þetta aðeins af fingrum fram en þú finnur hvað hægt er að afhelga kirkju en andinn hann fer ekkert, það er ofboðsleg ró og friður hérna og hérna á töflunum eru enn þá síðustu sálmarnir, sem voru sungnir, númerin á þeim. Ég var fermdur hérna til dæmis og kom í sunnudagaskólann,” segir Reynir Grétarsson, einn af eigendum Hótels Blönduós og fleiri byggingum í gamla bænum, sem keyptu meðal annars kirkjuna. Reynir segir að ferðamenn séu mjög hrifnir af kirkjunni og ekki síst að geta gist í henni en kirkjan var vígð 13. janúar 1895. Það er meira að segja salerni og baðkar í kirkjuturninum. Og stundum sést Reynir við orgel kirkjunnar og tekur lagið. Blönduósingurinn og athafnamaðurinn, Reynir Grétarsson, sem er einn af þeim, sem á heiðurinn af uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi, hér staddur í gömlu kirkjunni, sem hefur verið breytt í svítu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að heimamenn á Blönduósi séu mjög ánægðir að sjá að gamla kirkjan þeirra er komin í notkun sem hluti af uppbyggingu gamla bæjarsins og ekki síður eru íbúarnir ánægðir með uppbygginguna, sem á sér þar stað. „Fólkinu hérna finnst rosalega vænt um hótelið og að því sé sýnt svona virðing og vinsemd eins og við höfum reynt að gera. Það hefur ekkert verið sparað í þessum endurbótum og fólk kann að meta það,” segir Reynir. Reynir hefur tröllatrú á verkefnum gamla bæjarins og hann eigi eftir að slá í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum, íslenskum og erlendum. „já, ég held að þessi gamli bær á Blönduósi eigi eftir að verða rosalega vinsæll áningarstaður, ekki síst fyrir Íslendinga, sem vilja koma og upplifa smá ró, slaka á og minnka streituna eins og ég sjálfur kannski, þá vilja menn bara ekkert fara aftur, þetta á eftir að slá í gegn,” segir Reynir kampakátur. Kirkjan, sem var vígð 13. janúar 1895.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira
Mikil uppbygging á sér nú stað í gamla bænum á Blönduósi, sem athafnamenn af svæðinu standa að af miklum myndarskap. Hótel Blönduós hefur til dæmis verið meira og minna endurbyggt til samræmis við fyrra útlit. Gamla kirkjan í bænum vekur sérstaka athygli en henni hefur verið breytt í svítu eða að kirkjan er notuð undir hvers kyns athafnir. „Við svona spilum þetta aðeins af fingrum fram en þú finnur hvað hægt er að afhelga kirkju en andinn hann fer ekkert, það er ofboðsleg ró og friður hérna og hérna á töflunum eru enn þá síðustu sálmarnir, sem voru sungnir, númerin á þeim. Ég var fermdur hérna til dæmis og kom í sunnudagaskólann,” segir Reynir Grétarsson, einn af eigendum Hótels Blönduós og fleiri byggingum í gamla bænum, sem keyptu meðal annars kirkjuna. Reynir segir að ferðamenn séu mjög hrifnir af kirkjunni og ekki síst að geta gist í henni en kirkjan var vígð 13. janúar 1895. Það er meira að segja salerni og baðkar í kirkjuturninum. Og stundum sést Reynir við orgel kirkjunnar og tekur lagið. Blönduósingurinn og athafnamaðurinn, Reynir Grétarsson, sem er einn af þeim, sem á heiðurinn af uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi, hér staddur í gömlu kirkjunni, sem hefur verið breytt í svítu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að heimamenn á Blönduósi séu mjög ánægðir að sjá að gamla kirkjan þeirra er komin í notkun sem hluti af uppbyggingu gamla bæjarsins og ekki síður eru íbúarnir ánægðir með uppbygginguna, sem á sér þar stað. „Fólkinu hérna finnst rosalega vænt um hótelið og að því sé sýnt svona virðing og vinsemd eins og við höfum reynt að gera. Það hefur ekkert verið sparað í þessum endurbótum og fólk kann að meta það,” segir Reynir. Reynir hefur tröllatrú á verkefnum gamla bæjarins og hann eigi eftir að slá í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum, íslenskum og erlendum. „já, ég held að þessi gamli bær á Blönduósi eigi eftir að verða rosalega vinsæll áningarstaður, ekki síst fyrir Íslendinga, sem vilja koma og upplifa smá ró, slaka á og minnka streituna eins og ég sjálfur kannski, þá vilja menn bara ekkert fara aftur, þetta á eftir að slá í gegn,” segir Reynir kampakátur. Kirkjan, sem var vígð 13. janúar 1895.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira