Hrákar „til háborinnar skammar“: Mun beita sér fyrir hertum viðurlögum Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2023 08:00 Hannes S. Jónsson er í stjórn FIBA Europe og mun beita sér fyrir breytingum. Þjálfarar U20 ára landsliðs Svartfjallalands hræktu í andlit aðstoðarþjálfara Íslands eftir leik liðanna á HM U20 um helgina. Framkvæmdastjóra KKÍ þykir miður að fastar hafi ekki verið tekið á hegðun þjálfaranna sem smáni íþróttina. Upp úr sauð eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi um helgina. Þjálfarateymi Svartfjallalands missti stjórn og hræktu aðilar úr því á Dino Stipcic, aðstoðarþjálfara Íslands, og það oftar en einu sinni. „Þetta er algjörlega galið hvernig Svartfellingar og aðallega þjálfarateymið höguðu sér. Algjörlega óíþróttamannslegt og Svartfellingum og þjálfurunum til háborinnar skammar,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, um málið. Mikil óvirðing Körfuknattleikssamband Evrópu, FIBA Europe, hefur sætt gagnrýni fyrir viðbrögð sín í málinu. Þjálfarar Svartfellinga sluppu alfarið við bann og hlaut körfuknattleikssamband landsins aðeins fjársekt. Þá var gerð tilraun til að fjarlægja upptöku leiksins af YouTube-rás mótsins og um tíma var aðeins hægt að finna hana með krókaleiðum. „Númer eitt er þetta óvirðing við þjálfarann okkar, það er verið að sína landinu og liðinu okkar mikla óvirðingu og bara körfuknattleiksíþróttinni óvirðingu. Það er í raun galið að þetta séu einungis fjársektir. Maður hefði viljað sjá einhverskonar leikbönn á þá Svartfellinga í þessu móti sem að var að fara fram. Því miður er þetta of algengt á vegum FIBA að beita aðeins fjársektum í stað annars. Númer eitt, tvö og þrjú á svona lagað ekki að sjást og ég hélt maður myndi ekki upplifa svona frá faglegu fólki í íþróttinni,“ segir Hannes. Mun ræða málið við framkvæmdaráð og stjórn sambandsins Hannes er í stjórn FIBA Europe og var spurður hvort hann hyggðist beita sér fyrir breyttum starfsháttum hvað refsingar fyrir slíka hegðun varðar. „Ég mun náttúrulega ekki beita mér í þessu máli per se [máli Íslands og Svartfjallalands], það væri mjög ófaglegt og þá færum við gegn lýðræði og gagnsæi [FIBA]. Það væri mjög ófaglegt. En ég mun taka mál upp á næsta framkvæmdaráðsfundi og stjórnarfundi í kjölfarið hjá okkur innan [FIBA]. Hvernig við getum breytt þessu yfirhöfuð,“ „Ef svonalagað kemur upp í framtíðinni myndi maður vilja sjá harðari refsingu bæði gagnvart þjálfurunum og viðkomandi landi. Ég mun taka þetta upp áfram, og algjörlega óháð Íslandi, finnst mér þetta ekki eiga heima í íþróttinni okkar,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Upp úr sauð eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi um helgina. Þjálfarateymi Svartfjallalands missti stjórn og hræktu aðilar úr því á Dino Stipcic, aðstoðarþjálfara Íslands, og það oftar en einu sinni. „Þetta er algjörlega galið hvernig Svartfellingar og aðallega þjálfarateymið höguðu sér. Algjörlega óíþróttamannslegt og Svartfellingum og þjálfurunum til háborinnar skammar,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, um málið. Mikil óvirðing Körfuknattleikssamband Evrópu, FIBA Europe, hefur sætt gagnrýni fyrir viðbrögð sín í málinu. Þjálfarar Svartfellinga sluppu alfarið við bann og hlaut körfuknattleikssamband landsins aðeins fjársekt. Þá var gerð tilraun til að fjarlægja upptöku leiksins af YouTube-rás mótsins og um tíma var aðeins hægt að finna hana með krókaleiðum. „Númer eitt er þetta óvirðing við þjálfarann okkar, það er verið að sína landinu og liðinu okkar mikla óvirðingu og bara körfuknattleiksíþróttinni óvirðingu. Það er í raun galið að þetta séu einungis fjársektir. Maður hefði viljað sjá einhverskonar leikbönn á þá Svartfellinga í þessu móti sem að var að fara fram. Því miður er þetta of algengt á vegum FIBA að beita aðeins fjársektum í stað annars. Númer eitt, tvö og þrjú á svona lagað ekki að sjást og ég hélt maður myndi ekki upplifa svona frá faglegu fólki í íþróttinni,“ segir Hannes. Mun ræða málið við framkvæmdaráð og stjórn sambandsins Hannes er í stjórn FIBA Europe og var spurður hvort hann hyggðist beita sér fyrir breyttum starfsháttum hvað refsingar fyrir slíka hegðun varðar. „Ég mun náttúrulega ekki beita mér í þessu máli per se [máli Íslands og Svartfjallalands], það væri mjög ófaglegt og þá færum við gegn lýðræði og gagnsæi [FIBA]. Það væri mjög ófaglegt. En ég mun taka mál upp á næsta framkvæmdaráðsfundi og stjórnarfundi í kjölfarið hjá okkur innan [FIBA]. Hvernig við getum breytt þessu yfirhöfuð,“ „Ef svonalagað kemur upp í framtíðinni myndi maður vilja sjá harðari refsingu bæði gagnvart þjálfurunum og viðkomandi landi. Ég mun taka þetta upp áfram, og algjörlega óháð Íslandi, finnst mér þetta ekki eiga heima í íþróttinni okkar,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum