„Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 08:31 Sólveig Sigurðardóttir er enn að vinna út úr vonbrigðunum í undanúrslitamótinu þar sem hún var langt frá því að komast á heimsleikana. Instagram/@solasigurdardottir Íslenska CrossFit konan Sólveig Sigurðardóttir tókst ekki að komast á heimsleikana annað árið í röð og hún ræddi vonbrigði sín á undanúrslitamótinu í viðtali á Wit Fitness síðunni. Sólveig er bæði hreinskilin og auðmjúk í viðtalinu og talar þar beint frá hjartanu. Sólveig sprakk út sem CrossFit stjarna á 2022 tímabilinu og stimplaði sig inn með því að tryggja sér sæti á heimsleikunum þar sem hún endaði svo í 34. sæti. Í ár hefur hún æft með Anníe Mist Þórisdóttir og stefnan var sett á það að komast aftur á heimsleikana í ár. Svo fór ekki því Sólveig endaði bara í 24. sæti á undanúrslitamóti Evrópu þar sem aðeins ellefu efstu tryggðu sér sæti á heimsleikunum. Sólveig opnaði sig í þessu nýju viðtali sem er aðgengilegt á Wit Fitness síðunni. Skrýtið að tala um þetta „Ég var að setja mikla pressu á mig sjálfa. Eftir fyrstu æfinguna þá fannst mér að ég myndi vera í hópi tíu efstu. Svo komu úrslitin og ég var í 24. sætinu. Það var rosalega erfitt að byrja undanúrslitamótið þannig,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir. „Það er svolítið skrýtið að vera tala um þetta því ég er í raun enn að ganga í gegnum þetta. Ég er núna að fara í gegn furðulegan hluta af íþróttaferli mínum,“ sagði Sólveig og það fór ekkert á milli mála að það reyndi á hana að ræða þessi vonbrigði. „Ég mætti í undanúrslitin í fyrra full af sjálfstrausti en á sama tíma þá átti ég ekki von á því að komast á heimsleikana. Ég hugsaði það bara sem bónus ef ég næði inn en ég mætti í keppnina og stóð mig súper vel. Það dugði mér til að tryggja mér sæti á heimsleikunum,“ sagði Sólveig. „Núna var þetta í fyrsta sinn sem það var búist við því að ég gerði eitthvað aftur. Auðvitað er þetta öðruvísi í ár af því að nú fórum við í gegnum Evrópukeppnina og aðeins ellefu sæti í boði en svo mikið af frábærum stelpum,“ sagði Sólveig. Hausinn var bara farinn „Það var strax ljóst þegar æfingarnar voru kynntar að þetta yrði brekka fyrir mig. Eftir fyrsta daginn var þetta mjög erfitt. Ég er ekki stolt af þessu en hausinn var bara farinn,“ viðurkenndi Sólveig. „Íþróttamaðurinn sem ég veit að ég get verið og íþróttamaðurinn sem ég hef sýnt að ég er eru mjög ólíkir. Ég er í vandræðum með að sjá fyrir mér hvernig ég næ í þennan íþróttamann aftur,“ sagði Sólveig. „Það lenda allir í því að eiga vonbrigðatímabil. Þá ná þau sér ekki á strik en þau koma síðan til baka. Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin,“ sagði Sólveig eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira
Sólveig sprakk út sem CrossFit stjarna á 2022 tímabilinu og stimplaði sig inn með því að tryggja sér sæti á heimsleikunum þar sem hún endaði svo í 34. sæti. Í ár hefur hún æft með Anníe Mist Þórisdóttir og stefnan var sett á það að komast aftur á heimsleikana í ár. Svo fór ekki því Sólveig endaði bara í 24. sæti á undanúrslitamóti Evrópu þar sem aðeins ellefu efstu tryggðu sér sæti á heimsleikunum. Sólveig opnaði sig í þessu nýju viðtali sem er aðgengilegt á Wit Fitness síðunni. Skrýtið að tala um þetta „Ég var að setja mikla pressu á mig sjálfa. Eftir fyrstu æfinguna þá fannst mér að ég myndi vera í hópi tíu efstu. Svo komu úrslitin og ég var í 24. sætinu. Það var rosalega erfitt að byrja undanúrslitamótið þannig,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir. „Það er svolítið skrýtið að vera tala um þetta því ég er í raun enn að ganga í gegnum þetta. Ég er núna að fara í gegn furðulegan hluta af íþróttaferli mínum,“ sagði Sólveig og það fór ekkert á milli mála að það reyndi á hana að ræða þessi vonbrigði. „Ég mætti í undanúrslitin í fyrra full af sjálfstrausti en á sama tíma þá átti ég ekki von á því að komast á heimsleikana. Ég hugsaði það bara sem bónus ef ég næði inn en ég mætti í keppnina og stóð mig súper vel. Það dugði mér til að tryggja mér sæti á heimsleikunum,“ sagði Sólveig. „Núna var þetta í fyrsta sinn sem það var búist við því að ég gerði eitthvað aftur. Auðvitað er þetta öðruvísi í ár af því að nú fórum við í gegnum Evrópukeppnina og aðeins ellefu sæti í boði en svo mikið af frábærum stelpum,“ sagði Sólveig. Hausinn var bara farinn „Það var strax ljóst þegar æfingarnar voru kynntar að þetta yrði brekka fyrir mig. Eftir fyrsta daginn var þetta mjög erfitt. Ég er ekki stolt af þessu en hausinn var bara farinn,“ viðurkenndi Sólveig. „Íþróttamaðurinn sem ég veit að ég get verið og íþróttamaðurinn sem ég hef sýnt að ég er eru mjög ólíkir. Ég er í vandræðum með að sjá fyrir mér hvernig ég næ í þennan íþróttamann aftur,“ sagði Sólveig. „Það lenda allir í því að eiga vonbrigðatímabil. Þá ná þau sér ekki á strik en þau koma síðan til baka. Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin,“ sagði Sólveig eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness)
CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira