Auðmjúkur Djokovic eftir tapið á Wimbledon: „Þú átt þetta svo sannarlega skilið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2023 23:30 Novak Djokovic hrósaði Carlos Alcaraz í hástert eftir að sá síðarnefndi bar sigur úr býtum í úrslitum Wimbledon mótsins í tennis. Frey/TPN/Getty Images Novak Djokovic, einn besti tenniskappi allra tíma, var hársbreidd frá því að skrá nafn sitt enn frekar í sögubækurnar er hann mætti Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon risamótsins í tennis í dag. Djokovic var að eltast við sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu, þann áttunda í heildina og sinn 24. risatitil á ferlinum. Aðeins William Renshaw og Roger Federer hafa unnið mótið fimm sinnum í röð og Federer er sá eini í sögunni sem hefur unnið mótið átta sinnum í heildina. Þá hefði sigur gert Djokovic að sigursælasta tennisspilara sögunnar, en hann deilir nú þeim titli með Serenu Williams. Þrátt fyrir tapið var Djokovic þó auðmjúkur eftir að úrslitin lágu fyrir. „Góðan dag allir. Kannski ekki svo góður dagur fyrir mig, en góður dagur fyrir Carlos,“ sagði Djokovic. „Ég verð að byrja á því að hrósa Carlos og hans liði. Þvílík gæði sem þú sýndir undir lok leiks. Þú náðir að kreista út frábæra frammistöðu á stóra sviðinu og þú átt þetta svo sannarlega skilið. Magnaður.“ „Ég hélt að ég myndi eiga í vandræðum með að vinna þig á leir- og hörðum velli, en ekki á grasi. En í ár var þetta augljóslega önnur saga. Til hamingju með að hafa náð að aðlagast yfirborðinu svona vel. “ „Hvað mig varðar er auðvitað aldrei gaman að tapa leikjum sem þessum, en ætli ég verði ekki mjög þakklátur þegar allar tilfinningarnar hafa róast og fjarað út. Ég er búinn að vinna marga jafna leiki hér áður eins og 2019 gegn Roger Federer. Líklega hefði ég átt að tapa einhverjum úrslitaleikjum sem ég vann þannig að nú er þetta kannski búið að jafnast út,“ sagði Serbinn að lokum. Tennis Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Djokovic var að eltast við sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu, þann áttunda í heildina og sinn 24. risatitil á ferlinum. Aðeins William Renshaw og Roger Federer hafa unnið mótið fimm sinnum í röð og Federer er sá eini í sögunni sem hefur unnið mótið átta sinnum í heildina. Þá hefði sigur gert Djokovic að sigursælasta tennisspilara sögunnar, en hann deilir nú þeim titli með Serenu Williams. Þrátt fyrir tapið var Djokovic þó auðmjúkur eftir að úrslitin lágu fyrir. „Góðan dag allir. Kannski ekki svo góður dagur fyrir mig, en góður dagur fyrir Carlos,“ sagði Djokovic. „Ég verð að byrja á því að hrósa Carlos og hans liði. Þvílík gæði sem þú sýndir undir lok leiks. Þú náðir að kreista út frábæra frammistöðu á stóra sviðinu og þú átt þetta svo sannarlega skilið. Magnaður.“ „Ég hélt að ég myndi eiga í vandræðum með að vinna þig á leir- og hörðum velli, en ekki á grasi. En í ár var þetta augljóslega önnur saga. Til hamingju með að hafa náð að aðlagast yfirborðinu svona vel. “ „Hvað mig varðar er auðvitað aldrei gaman að tapa leikjum sem þessum, en ætli ég verði ekki mjög þakklátur þegar allar tilfinningarnar hafa róast og fjarað út. Ég er búinn að vinna marga jafna leiki hér áður eins og 2019 gegn Roger Federer. Líklega hefði ég átt að tapa einhverjum úrslitaleikjum sem ég vann þannig að nú er þetta kannski búið að jafnast út,“ sagði Serbinn að lokum.
Tennis Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira