Skráir Djokovic sig í sögubækurnar í dag? Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2023 10:32 Novak Djokovic getur unnið sinn 24. risatitil í dag Vísir/Getty Novak Djokovic gæti unnið sinn 24. risatitil á Wimbledon í dag þegar hann mætir Carlos Alcaraz í úrslitaviðureign mótsins. Hann yrði þá sigursælasti tennisspilari allra tíma en hann deilir nafnbótinni núna með Serena Williams. Djokovic er hokinn af reynslu samanborið við aðra spilara á Wimbledon í ár. Þegar mótið hófst var hann alls með 86 sigra úr stökum viðureignum á mótinu í sarpnum. Af þeim 20 spilurum sem skipa sér í efstu 20 sæti heimslistans, voru hinir 19 samanlagt með 85 sigra. Einn af þeim er Carlos Alcaraz, 20 ára gamall Mexíkói sem situr í efsta sæti heimlistans um þessar mundir, rétt á undan Djokovic. Hann er eðli málsins samkvæmt einn af efnilegustu tennisspilurum heimsins Djokovic hefur ekki tapað viðureign á Wimbledon síðan 2017 og flestir reikna með að reynslan muni hjálpa honum að leggja Alcaraz að velli í dag, en fáir reikna með að þetta verði auðveldur sigur fyrir Djokovic. Ef Djokovic fer með sigur af hólmi skrifar hann sig í sögubækurnar, á fleiri en einn veg. Sigur í dag yrði áttundi sigur hans á Wimbledon, en aðeins Roger Federer hefur unnið mótið átta sinnum. Þetta yrði jafnframt fimmti titill hans þar í röð, afrek sem aðeins Federer og Björn Borg geta státað sig af. Djokovic og Serena Williams deila í dag metinu yfir flesta risatitla, og sigur hjá Djokovic í dag myndi skáka Williams og hann sitja einn að metinu. Strangt til tekið myndi hann samt jafna metið yfir flesta titla í sögunni, en Margaret Court á 24 slíka. Ári 1968 var gerð breyting á reglum um hverjir mega keppa á stórmótum í tennis svo að það eru skiptar skoðanir á því hvernig á að telja titlana. Ef þú spyrð Williams þá færðu örugglega annað svar en ef þú spyrð Court. En hvað sem öllum hártogunum líður þá á Djokovic góðan séns á að skrifa sig í sögubækurnar í dag. Tennis Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Djokovic er hokinn af reynslu samanborið við aðra spilara á Wimbledon í ár. Þegar mótið hófst var hann alls með 86 sigra úr stökum viðureignum á mótinu í sarpnum. Af þeim 20 spilurum sem skipa sér í efstu 20 sæti heimslistans, voru hinir 19 samanlagt með 85 sigra. Einn af þeim er Carlos Alcaraz, 20 ára gamall Mexíkói sem situr í efsta sæti heimlistans um þessar mundir, rétt á undan Djokovic. Hann er eðli málsins samkvæmt einn af efnilegustu tennisspilurum heimsins Djokovic hefur ekki tapað viðureign á Wimbledon síðan 2017 og flestir reikna með að reynslan muni hjálpa honum að leggja Alcaraz að velli í dag, en fáir reikna með að þetta verði auðveldur sigur fyrir Djokovic. Ef Djokovic fer með sigur af hólmi skrifar hann sig í sögubækurnar, á fleiri en einn veg. Sigur í dag yrði áttundi sigur hans á Wimbledon, en aðeins Roger Federer hefur unnið mótið átta sinnum. Þetta yrði jafnframt fimmti titill hans þar í röð, afrek sem aðeins Federer og Björn Borg geta státað sig af. Djokovic og Serena Williams deila í dag metinu yfir flesta risatitla, og sigur hjá Djokovic í dag myndi skáka Williams og hann sitja einn að metinu. Strangt til tekið myndi hann samt jafna metið yfir flesta titla í sögunni, en Margaret Court á 24 slíka. Ári 1968 var gerð breyting á reglum um hverjir mega keppa á stórmótum í tennis svo að það eru skiptar skoðanir á því hvernig á að telja titlana. Ef þú spyrð Williams þá færðu örugglega annað svar en ef þú spyrð Court. En hvað sem öllum hártogunum líður þá á Djokovic góðan séns á að skrifa sig í sögubækurnar í dag.
Tennis Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira