Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum 16. júlí 2023 07:00 Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. Þarna er því um að ræða skýrt dæmi um svokallaða ,,gullhúðun“ við innleiðingu EES-reglna í landsrétt. Með því er átt við tilvik þar sem stjórnvöld einstakra ríkja herða á íþyngjandi EES-gerðum til að ná fram sérstökum markmiðum á heimavelli eða „lauma“ heimasmíðuðum ákvæðum inn í innleiðingarfrumvörp. Athygli var m.a. vakin á þessari tilhneigingu í skýrslu starfshóps um EES-samstarfið sem kom út í september 2019. Á liðnum þingvetri óskaði ég, ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, eftir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flytti Alþingi skýrslu óháðra sérfræðinga um innleiðingu EES-gerða. Beiðnin var samþykkt á þinginu. Meðal annars óskuðum við eftir að umfjöllun um hvort gengið hefði verið lengra en þörf var á innleiðingu EES-gerða. Ráðuneytið varð fyrir valinu þar sem heppilegt er að framkvæmdin sé skoðuð á einu sviði til að byrja með. Að auki höfðu mér borist ábendingar um að þar væri að finna ýmis dæmi um að of langt væri gengið. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili umræddri skýrslu á næsta þingvetri. Þrátt fyrir að stjórnvöld og Alþingi leggi áherslu á að innleiðing íþyngjandi EES-gerða gangi ekki lengra en gerðirnar sjálfar krefjast gagnvart borgurunum, vitum við að víða er pottur brotinn. Úttekt á vegum forsætisráðuneytisins sýnir þetta og greining Viðskiptaráðs sömuleiðis. „Gullhúðun“ er mjög ámælisverð. Hún er til þess fallin að villa um fyrir þinginu. Vilji einstök ráðuneyti gera breytingar á lögum samhliða innleiðingu er lágmarkskrafa að það komi skýrt fram í umræddum lagafrumvörpum. Það er ljóst að þingið þarf að bregðast við þessum ábendingum og létta álögum af íslenskum fyrirtækjum svo þau sitji í það minnsta við sama borð og evrópskir keppinautar þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. Þarna er því um að ræða skýrt dæmi um svokallaða ,,gullhúðun“ við innleiðingu EES-reglna í landsrétt. Með því er átt við tilvik þar sem stjórnvöld einstakra ríkja herða á íþyngjandi EES-gerðum til að ná fram sérstökum markmiðum á heimavelli eða „lauma“ heimasmíðuðum ákvæðum inn í innleiðingarfrumvörp. Athygli var m.a. vakin á þessari tilhneigingu í skýrslu starfshóps um EES-samstarfið sem kom út í september 2019. Á liðnum þingvetri óskaði ég, ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, eftir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flytti Alþingi skýrslu óháðra sérfræðinga um innleiðingu EES-gerða. Beiðnin var samþykkt á þinginu. Meðal annars óskuðum við eftir að umfjöllun um hvort gengið hefði verið lengra en þörf var á innleiðingu EES-gerða. Ráðuneytið varð fyrir valinu þar sem heppilegt er að framkvæmdin sé skoðuð á einu sviði til að byrja með. Að auki höfðu mér borist ábendingar um að þar væri að finna ýmis dæmi um að of langt væri gengið. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili umræddri skýrslu á næsta þingvetri. Þrátt fyrir að stjórnvöld og Alþingi leggi áherslu á að innleiðing íþyngjandi EES-gerða gangi ekki lengra en gerðirnar sjálfar krefjast gagnvart borgurunum, vitum við að víða er pottur brotinn. Úttekt á vegum forsætisráðuneytisins sýnir þetta og greining Viðskiptaráðs sömuleiðis. „Gullhúðun“ er mjög ámælisverð. Hún er til þess fallin að villa um fyrir þinginu. Vilji einstök ráðuneyti gera breytingar á lögum samhliða innleiðingu er lágmarkskrafa að það komi skýrt fram í umræddum lagafrumvörpum. Það er ljóst að þingið þarf að bregðast við þessum ábendingum og létta álögum af íslenskum fyrirtækjum svo þau sitji í það minnsta við sama borð og evrópskir keppinautar þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun