Axel fór með sigur af hólmi í holukeppni í Svíþjóð Hjörvar Ólafsson skrifar 14. júlí 2023 18:01 Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, stóð sig vel í Skövde í dag. Mynd/GSÍ Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, fór með sigur af hólmi á Swedish Matchplay Championship-mótinu sem leikið var í Skövde í Svíþjóð í dag. Keppt er í holukeppni á mótinu og notast við útsláttarfyrirkomulag. Axel lagði Svíann Felix Pálsson í úrslitaviðureigninni en Axel tryggði sér sigurinn á 18. holunni. Þetta mót telur til stiga á Nordic Gold League, sem er þriðja sterkasta atvinnumótarörðin í Evrópu en Axel komst með sigrinum í fimmta sætið á stigalistanum á þeirri mótaröð. Fimm efstu kylfingatnir á þeim stigalista Nordic Gold League öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er næststerkasta mótaröðin í Evrópu. Einnig er hægt að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótarðinni með því að vinna þrjú mót á Nordic Gold League á einu og sama tímabilinu en þetta var fyrsti sigur Axels á yfirstandandi tímabili. Axel hefur einu sinni spilað heilt tímabil á Áskorendamótaröðinni en það var í kjölfar þess að hann varð stigahæsti kylfingur Nordic Gold Leagur árið 2017. Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Keppt er í holukeppni á mótinu og notast við útsláttarfyrirkomulag. Axel lagði Svíann Felix Pálsson í úrslitaviðureigninni en Axel tryggði sér sigurinn á 18. holunni. Þetta mót telur til stiga á Nordic Gold League, sem er þriðja sterkasta atvinnumótarörðin í Evrópu en Axel komst með sigrinum í fimmta sætið á stigalistanum á þeirri mótaröð. Fimm efstu kylfingatnir á þeim stigalista Nordic Gold League öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er næststerkasta mótaröðin í Evrópu. Einnig er hægt að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótarðinni með því að vinna þrjú mót á Nordic Gold League á einu og sama tímabilinu en þetta var fyrsti sigur Axels á yfirstandandi tímabili. Axel hefur einu sinni spilað heilt tímabil á Áskorendamótaröðinni en það var í kjölfar þess að hann varð stigahæsti kylfingur Nordic Gold Leagur árið 2017.
Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira