Frumsýning á Vísi: Cell7 og Moses Hightower í eina sæng Máni Snær Þorláksson skrifar 14. júlí 2023 13:20 Plötuumslagið fyrir lagið Thinking Hard með Cell7 og Moses Hightower Rapparinn og söngkonan Cell7, sem heitir réttu nafni Ragna Kjartansdóttir, og hljómsveitin Moses Hightower gáfu í dag út lagið Thinking Hard. Meðfram laginu gefa þau út tónlistarmyndband sem frumsýnt er hér á Vísi. Þetta er í fyrsta skipti sem Cell7 og Moses Hightower gefa út efni saman, einnig er þetta í fyrsta skipti sem Moses Hightower gefur út lag á enskri tungu. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þau sameina krafta sína því meðlimir hljómsveitarinnar voru tónleikaband Cell7 hér á árum áður. Þau segja að samstarfið sé þess vegna vægast sagt bæði nærtækt og tímabært. „Umfjöllunarefnið er, eins og í flestum okkar lögum, efnahagslegt og tilfinningalegt á sama tíma,“ segir Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari Moses Hightower um texta Rögnu við lagið, sem er að þeirra sögn sumarsmellur. Þá svarar Ragna: „Svo mætist okkar smekkur í bítinu hjá strákunum, og pottþétt margir að fara að fíla sig úr hálsliðnum við að heyra þetta!“ Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndbandið sem leikstýrt var af Baltasar Breka. Klippa: Cell7 og Moses Hightower - Thinking Hard Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Cell7 og Moses Hightower gefa út efni saman, einnig er þetta í fyrsta skipti sem Moses Hightower gefur út lag á enskri tungu. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þau sameina krafta sína því meðlimir hljómsveitarinnar voru tónleikaband Cell7 hér á árum áður. Þau segja að samstarfið sé þess vegna vægast sagt bæði nærtækt og tímabært. „Umfjöllunarefnið er, eins og í flestum okkar lögum, efnahagslegt og tilfinningalegt á sama tíma,“ segir Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari Moses Hightower um texta Rögnu við lagið, sem er að þeirra sögn sumarsmellur. Þá svarar Ragna: „Svo mætist okkar smekkur í bítinu hjá strákunum, og pottþétt margir að fara að fíla sig úr hálsliðnum við að heyra þetta!“ Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndbandið sem leikstýrt var af Baltasar Breka. Klippa: Cell7 og Moses Hightower - Thinking Hard
Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira