Limmósínukostnaður landstjóra í Íslandsferð talinn forkastanlegur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júlí 2023 10:47 Simon og Fraser eiginmaður hennar við lendinguna á Reykjavíkurflugvelli 12. október í fyrra. Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Kanadíski landstjórinn Mary Simon eyddi rúmum sjö milljónum í limmósínufyrirtæki í fjögurra daga ferð á Íslandi. Í heildina kostaði ferðin þrjátíu milljónir króna fyrir níu manns. Það voru CTF, samtök skattgreiðenda í Kanada, sem uppljóstruðu um kostnað við ferð Simon samkvæmt kanadíska dagblaðinu National Post. Franco Terrazzano, framkvæmdastjóri CTF, sagði bílakostnaðinn forkastanlegan og benti á ódýrara hefði verið að kaupa nýjan BMW, keyra hringinn í kringum Ísland og skilja hann eftir á flugvellinum. Landstjórinn Mary Simon kom hingað ásamt átta manna fylgdarliði þann 12. október árið 2022 til að vera viðstödd norðurslóðaráðstefnuna Arctic Circle í Hörpu. Í fylgdarliðinu voru Whit Fraser eiginmaður Simon, Ian McCowan ritari, Stewart Wheeler fyrrverandi sendiherra á Íslandi, Heidi Kutz framkvæmdastjóri norðurslóðamála og fjórir starfsmenn. Öll dagskráin í fimm kílómetra radíus Kostnaður kanadíska ríkissjóðsins við ferðina var 298 þúsund dollarar, eða 30 milljónir króna. Þar af voru 11,5 milljónir í hótelkostnað og 7,1 milljón í bílakostnað hjá Icelimo Luxury Travel, sem sérhæfir sig í lúxusbifreiðum. Í tölunum kemur reyndar fram að Icelimo hefði fengið 650 þúsund fyrir aukaferð til Íslands þann 29. ágúst til 1. september sama ár. Simon og fylgdarlið hennar kostuðu kanadíska skattgreiðendur 30 milljónir króna vegna ferðarinnar á Arctic Circle. Hér er hún með Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta.Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Hópurinn dvaldi á Hótel Borg. CTF bendir á að ráðstefnuhúsið Harpa, þar sem öll dagskrá Arctic Circle fór fram, sé í átta mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Á dagskrá Simon voru einnig viðburðir í Háskóla Íslands, Borgarbókasafninu og Fossvogskirkjugarði, allt í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá hótelinu. En þetta voru meðal annars fundur með Guðna Th. Jóhannessyni forseta, fundur með Alar Karis Eistlandsforseta og Hákoni krónprins Noregs og minningarathöfn fallinna kanadískra hermanna í seinni heimstyrjöldinni. Hafi reynt að eyða peningum „Það lítur út fyrir að Simon og búrókratar af hennar tagi leggi sig fram við að eyða eins miklum peningum og hægt er,“ sagði Terrazzano um þessa ferð landstjórans. Þá var greint frá því að í flugferðinni, frá Ottawa til til Reykjavíkur, hefði hópurinn fengið sér nautapottrétt með kartöflumús og skyrbúðing með jarðarberjasósu í eftirrétt. Kanada Hringborð norðurslóða Reykjavík Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kg af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Sjá meira
Það voru CTF, samtök skattgreiðenda í Kanada, sem uppljóstruðu um kostnað við ferð Simon samkvæmt kanadíska dagblaðinu National Post. Franco Terrazzano, framkvæmdastjóri CTF, sagði bílakostnaðinn forkastanlegan og benti á ódýrara hefði verið að kaupa nýjan BMW, keyra hringinn í kringum Ísland og skilja hann eftir á flugvellinum. Landstjórinn Mary Simon kom hingað ásamt átta manna fylgdarliði þann 12. október árið 2022 til að vera viðstödd norðurslóðaráðstefnuna Arctic Circle í Hörpu. Í fylgdarliðinu voru Whit Fraser eiginmaður Simon, Ian McCowan ritari, Stewart Wheeler fyrrverandi sendiherra á Íslandi, Heidi Kutz framkvæmdastjóri norðurslóðamála og fjórir starfsmenn. Öll dagskráin í fimm kílómetra radíus Kostnaður kanadíska ríkissjóðsins við ferðina var 298 þúsund dollarar, eða 30 milljónir króna. Þar af voru 11,5 milljónir í hótelkostnað og 7,1 milljón í bílakostnað hjá Icelimo Luxury Travel, sem sérhæfir sig í lúxusbifreiðum. Í tölunum kemur reyndar fram að Icelimo hefði fengið 650 þúsund fyrir aukaferð til Íslands þann 29. ágúst til 1. september sama ár. Simon og fylgdarlið hennar kostuðu kanadíska skattgreiðendur 30 milljónir króna vegna ferðarinnar á Arctic Circle. Hér er hún með Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta.Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Hópurinn dvaldi á Hótel Borg. CTF bendir á að ráðstefnuhúsið Harpa, þar sem öll dagskrá Arctic Circle fór fram, sé í átta mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Á dagskrá Simon voru einnig viðburðir í Háskóla Íslands, Borgarbókasafninu og Fossvogskirkjugarði, allt í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá hótelinu. En þetta voru meðal annars fundur með Guðna Th. Jóhannessyni forseta, fundur með Alar Karis Eistlandsforseta og Hákoni krónprins Noregs og minningarathöfn fallinna kanadískra hermanna í seinni heimstyrjöldinni. Hafi reynt að eyða peningum „Það lítur út fyrir að Simon og búrókratar af hennar tagi leggi sig fram við að eyða eins miklum peningum og hægt er,“ sagði Terrazzano um þessa ferð landstjórans. Þá var greint frá því að í flugferðinni, frá Ottawa til til Reykjavíkur, hefði hópurinn fengið sér nautapottrétt með kartöflumús og skyrbúðing með jarðarberjasósu í eftirrétt.
Kanada Hringborð norðurslóða Reykjavík Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kg af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Sjá meira