Skapandi greinar og þróun á vinnumarkaði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 14. júlí 2023 09:30 Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun. Sumt í þeim efnum er fyrirséð og sumu er beinlínis stjórnað, ýmist með aðkomu stjórnvalda eða með öðrum hætti. Annað vex eins og villigróður við vegkantinn og uppgötvast svo skyndilega að er orðið ein af burðarstoðum íslensks atvinnulífs. Menningarvísar og hagræn áhrif Fyrr í sumar var formlega tilkynnt um stofnun Rannsóknaseturs skapandi greina, sem er samstarfsverkefni fimm háskóla með stuðningi stjórnvalda, og verður heimili þess við Háskólann á Bifröst. Setrinu er ætlað að efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina. Í lista- og menningargeiranum hefur lengi verið kallað eftir viðurkenningu á mikilvægi þessara greina fyrir atvinnulíf og þjóðarhag. Slík viðurkenning verður ekki göldruð upp úr hatti, heldur þarf hún að byggja á tölulegum gögnum og standast mælingar hagfræðinnar líkt og gildir um aðrar atvinnugreinar. Rúmur áratugur er síðan fyrstu tölulegu gögnin um hagræn áhrif skapandi greina voru birt og á síðustu árum hefur Hagstofa Íslands verið að þróa menningarvísa, sem eru hagrænir mælikvarðar um menningu og skapandi greinar. Nýjustu menningarvísarnir sýna að rekstrartekjur greinanna árið 2021 námu rúmum 126 milljörðum króna og fara hækkandi milli ára. Einnig að árið 2022 störfuðu 15.400 á aldursbilinu 16-74 ára í menningu og skapandi greinum, sem nemur 7,3% af heildarfjölda starfandi á vinnumarkaði. Upplýsingar af þessu tagi verða efniviður þeirra rannsókna sem hið nýstofnaða setur mun framkvæma. Tryggar undirstöður og rými til að skapa Innst inni vitum við öll að listir og menning skipta samfélag okkar verulegu máli og að gildi þeirra verður ekki einungis mælt í hagstærðum. Það er líka vitað að störf skapandi einstaklinga, t.d. á vettvangi lista og hönnunar, eru að ýmsu leyti eðlisólík þeim störfum sem eru best þekkt og mest rannsökuð í samfélaginu. Viðurkenningu þessa má sjá í ýmsum kerfum sem stjórnvöld, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar, hafa komið sér upp til að tryggja listafólki rými til að skapa. Hér byggir kerfið á starfslaunum listamanna sem bundið er í lög nr. 57 frá 2009, en þau fylgja að meginstefnu til eldri lögum sem voru sett 1991. Kerfi þetta er því komið til ára sinna enda hefur lengi verið kallað eftir því í samfélagi listafólks að það verði endurnýjað og fái að þróast með svipuðum hætti og í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Vonir hafa verið bundnar við yfirlýsingu í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, sem kveður á um að að tyggja beri undirstöður íslensks menningar- og listalífs og skapa ný tækifæri fyrir íslenska listamenn. Hægt virðist þó ganga að endurskoða löggjöfina og ekki hefur heyrst að ákall um meiri fyrirsjáanleika í kerfinu, langtímahgusun eða tíðari úthlutanir hafi fengið nægilegan hljómgrunn stjórnvalda. Ekki hefur heldur heyrst hvort hér verða innleiddar nýjungar á borð við launatryggingarkerfi að norrænni fyrirmynd eða sambærilegt nýlegt írsku tilraunaverkefni sem ætlað er að örva frumsköpun listafólks. Þekkingarsköpun og fjölbreytt atvinnulíf Listaháskóli Íslands hefur verið í stöðugri þróun frá því hann hóf starfsemi 1999, deildum hefur fjölgað, nám á meistarastigi verið þróað og hugmyndir að doktorsnámi komnar vel á veg ásamt því að rannsóknarstarf hefur eflst. Allt leiðir þetta til fjölgunar atvinnufólks í listum, hönnun og fjölbreyttum atvinnugreinum menningar. Nú er svo komið að sex af tuttugu og átta aðildarfélögum BHM eru félög fólks með háskólamenntun sem starfar í skapandi greinum, listum og hönnun. Þar með opnast tækifæri til aukins samstarfs á vettvangi kjaramála og kjaratölfræði innan geirans, samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir verður nærtækari og kortlagning á starfsumhverfi greinanna markvissari. Allt er þetta liður í þekkingarsköpun í þágu fjölbreyttara atvinnulífs. Vinnumarkaðurinn er í örri þróun og mikilla breytinga að vænta í nánustu framtíð, nægir að nefna áhrif gervigreindar og umskipti í þágu vistvænna framleiðsluhátta. Í þeim breytingum munu listir og skapandi greinar leika mikilvægt hlutverk og gildi þeirra án efa aukast til muna. Vinnumarkaðurinn kallar á skapandi lausnir á öllum sviðum og úr ólíkum áttum koma óskir um hönnuði og annað skapandi fólk til starfa, fólk sem hugsar út fyrir boxið, kemur auga á óvæntar lausnir og hefur lag á að leiða hvers konar verkefni inn á skapandi brautir. Það liggur því í augum uppi að rannsóknarspurningarnar sem bíða fræðimanna á vettvangi lista og skapandi greina eru gríðarlega spennandi, alls konar og óteljandi. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun. Sumt í þeim efnum er fyrirséð og sumu er beinlínis stjórnað, ýmist með aðkomu stjórnvalda eða með öðrum hætti. Annað vex eins og villigróður við vegkantinn og uppgötvast svo skyndilega að er orðið ein af burðarstoðum íslensks atvinnulífs. Menningarvísar og hagræn áhrif Fyrr í sumar var formlega tilkynnt um stofnun Rannsóknaseturs skapandi greina, sem er samstarfsverkefni fimm háskóla með stuðningi stjórnvalda, og verður heimili þess við Háskólann á Bifröst. Setrinu er ætlað að efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina. Í lista- og menningargeiranum hefur lengi verið kallað eftir viðurkenningu á mikilvægi þessara greina fyrir atvinnulíf og þjóðarhag. Slík viðurkenning verður ekki göldruð upp úr hatti, heldur þarf hún að byggja á tölulegum gögnum og standast mælingar hagfræðinnar líkt og gildir um aðrar atvinnugreinar. Rúmur áratugur er síðan fyrstu tölulegu gögnin um hagræn áhrif skapandi greina voru birt og á síðustu árum hefur Hagstofa Íslands verið að þróa menningarvísa, sem eru hagrænir mælikvarðar um menningu og skapandi greinar. Nýjustu menningarvísarnir sýna að rekstrartekjur greinanna árið 2021 námu rúmum 126 milljörðum króna og fara hækkandi milli ára. Einnig að árið 2022 störfuðu 15.400 á aldursbilinu 16-74 ára í menningu og skapandi greinum, sem nemur 7,3% af heildarfjölda starfandi á vinnumarkaði. Upplýsingar af þessu tagi verða efniviður þeirra rannsókna sem hið nýstofnaða setur mun framkvæma. Tryggar undirstöður og rými til að skapa Innst inni vitum við öll að listir og menning skipta samfélag okkar verulegu máli og að gildi þeirra verður ekki einungis mælt í hagstærðum. Það er líka vitað að störf skapandi einstaklinga, t.d. á vettvangi lista og hönnunar, eru að ýmsu leyti eðlisólík þeim störfum sem eru best þekkt og mest rannsökuð í samfélaginu. Viðurkenningu þessa má sjá í ýmsum kerfum sem stjórnvöld, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar, hafa komið sér upp til að tryggja listafólki rými til að skapa. Hér byggir kerfið á starfslaunum listamanna sem bundið er í lög nr. 57 frá 2009, en þau fylgja að meginstefnu til eldri lögum sem voru sett 1991. Kerfi þetta er því komið til ára sinna enda hefur lengi verið kallað eftir því í samfélagi listafólks að það verði endurnýjað og fái að þróast með svipuðum hætti og í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Vonir hafa verið bundnar við yfirlýsingu í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, sem kveður á um að að tyggja beri undirstöður íslensks menningar- og listalífs og skapa ný tækifæri fyrir íslenska listamenn. Hægt virðist þó ganga að endurskoða löggjöfina og ekki hefur heyrst að ákall um meiri fyrirsjáanleika í kerfinu, langtímahgusun eða tíðari úthlutanir hafi fengið nægilegan hljómgrunn stjórnvalda. Ekki hefur heldur heyrst hvort hér verða innleiddar nýjungar á borð við launatryggingarkerfi að norrænni fyrirmynd eða sambærilegt nýlegt írsku tilraunaverkefni sem ætlað er að örva frumsköpun listafólks. Þekkingarsköpun og fjölbreytt atvinnulíf Listaháskóli Íslands hefur verið í stöðugri þróun frá því hann hóf starfsemi 1999, deildum hefur fjölgað, nám á meistarastigi verið þróað og hugmyndir að doktorsnámi komnar vel á veg ásamt því að rannsóknarstarf hefur eflst. Allt leiðir þetta til fjölgunar atvinnufólks í listum, hönnun og fjölbreyttum atvinnugreinum menningar. Nú er svo komið að sex af tuttugu og átta aðildarfélögum BHM eru félög fólks með háskólamenntun sem starfar í skapandi greinum, listum og hönnun. Þar með opnast tækifæri til aukins samstarfs á vettvangi kjaramála og kjaratölfræði innan geirans, samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir verður nærtækari og kortlagning á starfsumhverfi greinanna markvissari. Allt er þetta liður í þekkingarsköpun í þágu fjölbreyttara atvinnulífs. Vinnumarkaðurinn er í örri þróun og mikilla breytinga að vænta í nánustu framtíð, nægir að nefna áhrif gervigreindar og umskipti í þágu vistvænna framleiðsluhátta. Í þeim breytingum munu listir og skapandi greinar leika mikilvægt hlutverk og gildi þeirra án efa aukast til muna. Vinnumarkaðurinn kallar á skapandi lausnir á öllum sviðum og úr ólíkum áttum koma óskir um hönnuði og annað skapandi fólk til starfa, fólk sem hugsar út fyrir boxið, kemur auga á óvæntar lausnir og hefur lag á að leiða hvers konar verkefni inn á skapandi brautir. Það liggur því í augum uppi að rannsóknarspurningarnar sem bíða fræðimanna á vettvangi lista og skapandi greina eru gríðarlega spennandi, alls konar og óteljandi. Höfundur er formaður BHM.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun