Erlent

Reyna að góma ágengan og þjófóttan otur

Samúel Karl Ólason skrifar
Oturinn rak þennan mann af brimbretti hans og beit ítrekað í brettið.
Oturinn rak þennan mann af brimbretti hans og beit ítrekað í brettið. AP/Hefti Brunhold

Embættismenn í Kaliforníu vinna nú að því að handsama ágengan sæotur sem hefur verið að áreita fólk á brimbrettum og kajökum og jafnvel stolið brettum af fólki. Oturinn er fimm ára gamall og kvenkyns hefur hagað sér á ágengan hátt undan ströndum Santa Cruz.

Undanfarnar vikur hafa verið birt þó nokkur myndböndum af otrinum fara upp á brimbretti fólks, bíta í þau og vera ágengur og jafnvel árásargjarn við fólk.

Otur þessi fæddist í haldi og var sleppt árið 2020. Hann ber nafnið Otur 841 og er hann bæði merktur og með staðsetningartæki á sér.

Vonast er til að hægt verði að flytja oturinn um set og hefur teymi frá umhverfisráðuneyti Kaliforníu verið sent til að fanga hann. Þá verður hann skoðaður af dýralækni og er vonast til að hægt verði að varpa ljósi á þessa undarlegu og óeðlilegu hegðun otursins.

Ekki er vitað til þess að nokkurn hafi sakað. Ef oturinn bítur manneskju, þá þykir líklegt að hann verði aflífaður. Sú tegund otra sem þessi tiltekni otur tilheyrir er talin í útrýmingarhættu en talið er að árið 1938 hafi þeir verið alls fimmtíu talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×